Tveir starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði eru kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnum og formenn bæjarráða í Bolungarvík og Ísafirði. Þetta eru þeir Daníel Jakobsson á Ísafirði og Baldur Smári Einarsson í Bolungarvík. Þeir eru sömuleiðis efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélögunum.
Laxeldisfyrirtækin Arctic Fish og Arnarlax, sem er með höfuðstöðvar sínar á Bíldudal á suðvestanverðum Vestfjörðum, hyggja nú á stóraukið laxeldi í Ísafjarðardjúpi og eiga í samskiptum við kjörna fulltrúa á Ísafirði vegna þessa. Bæði Daníel Jakobsson og Baldur Smári Eiríksson hafa vikið sæti á fundum þegar málefni laxeldisfyrirtækjanna hafa komið til umræðu á fundum í bæjarstjórnarpólitíkinni.
Stefna á 25 þúsund tonna framleiðslu
Arctic Fish hefur sótt um leyfi fyrir 8.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi og mun þurfa að gera starfsemina út einhvers staðar frá á Vesfjörðum. Ætla má að bæði Ísafjörður og Bolungarvík, sem eru sjálfstæð sveitarfélög með eigin stjórnsýslu, muni hafa hug á því að …
Athugasemdir