Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Endalok mannkyns, ljósmyndasýningar og klassísk tónlist

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 29. janú­ar til 18. fe­brú­ar.

Endalok mannkyns, ljósmyndasýningar og klassísk tónlist

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.

Last and First Men

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Daglega
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Þessi kvikmynd er sú fyrsta og síðasta sem Jóhann Jóhannsson leikstýrði. Eins og kunnugt er féll Jóhann frá árið 2018, en hann var margverðlaunað og heimsþekkt tónskáld. Tveimur árum eftir fráfall hans var frumraun hans sem leikstjóra frumsýnd á Berlínarhátíðinni, en eins og mörg önnur verk hans er myndin framúrstefnuleg og tilraunakennd. Sögusviðið færist tvær billjónir ára fram í tímann, við endalok mannkyns, þar sem stakir og súrealískir minnisvarðar eru nánast það eina sem stendur eftir og varpa skilaboðum inn í öræfin. Myndin er hlaðin táknrænni merkingu, en stórleikkonan Tilda Swinton fer með hlutverk sögumanns.

Ég veit núna / Fjórar athuganir

Hvar? Midpunkt
Hvenær? 30. janúar til 14. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýning Jóhannesar Dagssonar hverfist um samnefnt vídeóverk sem samanstendur af skrásetningum á athugunum á samspili hlutar og ljóss. Hlutir og hugmyndir okkar um þá mótast að miklu leyti af því samhengi sem þeir eru staðsettir í hverju sinni. Sami efnishluturinn tekur á sig ólík hlutverk, og fær jafnvel mismunandi nöfn eftir því hvernig hann er staðsettur. 

Þar sem heimurinn bráðnar

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 30. janúar til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Í ljósmyndaverkum sínum og ljósmyndabókum endurspeglar Ragnar Axelsson óvenjuleg tengsl íbúa norðurslóða við öfgakennt umhverfi sitt – tengsl sem eru nú stöðugt að breytast vegna breytinga á loftslagi. Ragnar skrásetur hvernig þessar breytingar hafa áhrif á líf fólks og dýra og hvaða ógn býr að baki hlýnun jarðar.

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 31. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk þrettán nemenda úr Ljósmyndaskólanum verða til sýnis á þessari útskriftarsýningu. Í verkum sínum takast þau á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Endurspegla verkin á sýningunni þannig að einhverju leyti gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.

Sinfó: Haydn og Brahms

Hvar? Harpa
Hvenær? 11. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 2.400 kr.

Á tónleikunum hljóma tvö fræg tónverk í stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það fyrra er Sellókonsert Haydns, og það síðara Sinfónía nr. 2 eftir Brahms. Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta í sal verður tónleikunum einnig útvarpað beint á Rás 1.

Skúlptúr / skúlptúr

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 28. febrúar
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Þessi sýningaröð er tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Í þetta sinn eru til sýnis verk eftir Ólöfu Helgu Helgadóttur og Magnús Helgason, en röðiner  ætluð til að heiðra Gerði Helgadóttur og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar.

Franska kvikmyndahátíðin

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 4.–14. febrúar
Aðgangseyrir: 1.690 kr. myndin

Franska kvikmyndahátíðin er nú haldin í 21. skiptið, en hún fer fram bæði í bíósal Bíó Paradísar og á streymisveitunni Heimabíó Paradís. Sýndar eru allt frá klassískum kvikmyndum frá 6. áratugnum til teiknimynda, spennumynda, krimma og ástarsagna. Opnunarmyndin, Sumarið ‘85, fjallar um flókið ástarsamband tveggja unglingsdrengja í Normandíhéraði Frakklands.

Sykrað morgunkorn

Hvar? Harbinger
Hvenær? Til 13. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningu Petru Hjartardóttur getur að líta verk sem hafa víðar skírskotanir; sykrað morgunkorn, greftrunarker rómverskra körfugerðarkvenna, handverksarfleifð og almennt deyfðarástand í samfélaginu eru staksteinar í hugmyndaheimi sem gat af sér þessi verk. Verkin á sýningunni eru unnin á liðnu ári, undir áhrifum þessa sérkennilega tímabils sem heimsbyggðin er að upplifa.

Vertu úlfur

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Til 28. febrúar 
Aðgangseyrir: 6.450 kr.

Þessi einleikur er innblásinn af samnefndri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verkið fjallar um baráttu við hugann, brjálæði og það að vera manneskja. Höfundur hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Dýpsta sæla og sorgin þunga

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? Til 14. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Fjórir ólíkir listamenn vinna með myndgervingu stórra tilfinninga í verkum sínum á þessari sýningu sem tekur nafn og þema sitt frá ljóðinu Tárin eftir Ólöfu frá Hlöðum. Listamennirnir eru Anne Carson, Halla Birgisdóttir, Margrét Dúadóttir Landmark og Ragnar Kjartansson. Til sýnis eru teikningar, málverk, myndbandsverk og bókverk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár