Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Endalok mannkyns, ljósmyndasýningar og klassísk tónlist

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 29. janú­ar til 18. fe­brú­ar.

Endalok mannkyns, ljósmyndasýningar og klassísk tónlist

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.

Last and First Men

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Daglega
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Þessi kvikmynd er sú fyrsta og síðasta sem Jóhann Jóhannsson leikstýrði. Eins og kunnugt er féll Jóhann frá árið 2018, en hann var margverðlaunað og heimsþekkt tónskáld. Tveimur árum eftir fráfall hans var frumraun hans sem leikstjóra frumsýnd á Berlínarhátíðinni, en eins og mörg önnur verk hans er myndin framúrstefnuleg og tilraunakennd. Sögusviðið færist tvær billjónir ára fram í tímann, við endalok mannkyns, þar sem stakir og súrealískir minnisvarðar eru nánast það eina sem stendur eftir og varpa skilaboðum inn í öræfin. Myndin er hlaðin táknrænni merkingu, en stórleikkonan Tilda Swinton fer með hlutverk sögumanns.

Ég veit núna / Fjórar athuganir

Hvar? Midpunkt
Hvenær? 30. janúar til 14. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýning Jóhannesar Dagssonar hverfist um samnefnt vídeóverk sem samanstendur af skrásetningum á athugunum á samspili hlutar og ljóss. Hlutir og hugmyndir okkar um þá mótast að miklu leyti af því samhengi sem þeir eru staðsettir í hverju sinni. Sami efnishluturinn tekur á sig ólík hlutverk, og fær jafnvel mismunandi nöfn eftir því hvernig hann er staðsettur. 

Þar sem heimurinn bráðnar

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 30. janúar til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Í ljósmyndaverkum sínum og ljósmyndabókum endurspeglar Ragnar Axelsson óvenjuleg tengsl íbúa norðurslóða við öfgakennt umhverfi sitt – tengsl sem eru nú stöðugt að breytast vegna breytinga á loftslagi. Ragnar skrásetur hvernig þessar breytingar hafa áhrif á líf fólks og dýra og hvaða ógn býr að baki hlýnun jarðar.

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 31. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk þrettán nemenda úr Ljósmyndaskólanum verða til sýnis á þessari útskriftarsýningu. Í verkum sínum takast þau á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Endurspegla verkin á sýningunni þannig að einhverju leyti gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.

Sinfó: Haydn og Brahms

Hvar? Harpa
Hvenær? 11. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 2.400 kr.

Á tónleikunum hljóma tvö fræg tónverk í stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það fyrra er Sellókonsert Haydns, og það síðara Sinfónía nr. 2 eftir Brahms. Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta í sal verður tónleikunum einnig útvarpað beint á Rás 1.

Skúlptúr / skúlptúr

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 28. febrúar
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Þessi sýningaröð er tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Í þetta sinn eru til sýnis verk eftir Ólöfu Helgu Helgadóttur og Magnús Helgason, en röðiner  ætluð til að heiðra Gerði Helgadóttur og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar.

Franska kvikmyndahátíðin

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 4.–14. febrúar
Aðgangseyrir: 1.690 kr. myndin

Franska kvikmyndahátíðin er nú haldin í 21. skiptið, en hún fer fram bæði í bíósal Bíó Paradísar og á streymisveitunni Heimabíó Paradís. Sýndar eru allt frá klassískum kvikmyndum frá 6. áratugnum til teiknimynda, spennumynda, krimma og ástarsagna. Opnunarmyndin, Sumarið ‘85, fjallar um flókið ástarsamband tveggja unglingsdrengja í Normandíhéraði Frakklands.

Sykrað morgunkorn

Hvar? Harbinger
Hvenær? Til 13. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningu Petru Hjartardóttur getur að líta verk sem hafa víðar skírskotanir; sykrað morgunkorn, greftrunarker rómverskra körfugerðarkvenna, handverksarfleifð og almennt deyfðarástand í samfélaginu eru staksteinar í hugmyndaheimi sem gat af sér þessi verk. Verkin á sýningunni eru unnin á liðnu ári, undir áhrifum þessa sérkennilega tímabils sem heimsbyggðin er að upplifa.

Vertu úlfur

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Til 28. febrúar 
Aðgangseyrir: 6.450 kr.

Þessi einleikur er innblásinn af samnefndri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verkið fjallar um baráttu við hugann, brjálæði og það að vera manneskja. Höfundur hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Dýpsta sæla og sorgin þunga

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? Til 14. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Fjórir ólíkir listamenn vinna með myndgervingu stórra tilfinninga í verkum sínum á þessari sýningu sem tekur nafn og þema sitt frá ljóðinu Tárin eftir Ólöfu frá Hlöðum. Listamennirnir eru Anne Carson, Halla Birgisdóttir, Margrét Dúadóttir Landmark og Ragnar Kjartansson. Til sýnis eru teikningar, málverk, myndbandsverk og bókverk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár