Sagan af Dísu hófst með Drauga-Dísu, sögu af ungri stelpu sem lenti í alvarlegu einelti í skólanum en finnur svo gamalt tré sem reynist hlið inn í fortíðina, sem og þá óvæntu galdra sem finna má í sautjándu öldinni sem hún villtist til. Þetta er heillandi saga þar sem sagnaarfurinn er notaður á óvenju frjóan hátt – og með betri ungmennabókum og fantasíum sem ég hef lesið á íslensku. Galdrarnir taka svo enn meira pláss í framhaldinu Galdra-Dísu – en þar er stelpan orðin rammgöldrótt í kjölfar atburða fyrri bókarinnar og Björn, vinur hennar úr fortíðinni, er búinn að aðlagast nútímanum.
Ef þið eigið þessar tvær bækur ólesnar myndi ég hiklaust mæla með að bæta úr því …
Athugasemdir