Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Baráttusögur

Um bók­ina Kon­ur sem kjósa; ald­ar_­saga

Baráttusögur

Konur sem kjósa

Aldarsaga

eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur

Útgefandi Sögufélag 2020

Síðan ég fór að sjá um útvarpsþáttinn Frjálsar hendur í Ríkisútvarpinu fyrir löngu, þá hef ég gjarnan gefið fræðibókum hvers konar einkunn í huganum eftir því hvort í bókunum leynist texti og/eða hugmyndir að mörgum útvarpsþáttum eða ekki. Þetta hugsa ég vitaskuld bara sjálfum mér til skemmtunar, en ef það væri einhver alvara í þessu, þá er óhætt að segja að bókin Konur sem kjósa fengi svo sannarlega hæstu einkunn.

Því í þessari miklu samantekt um kvennabaráttu 20. og 21. aldar er að finna hafsjó af merkilegum frásögnum, mannlýsingum, upprifjunum á stórum málum og smáum, auk skarplegra athugana á samfélagsþróun og félagsbyltingum.

Bókin er skrifuð og gefin út til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna árið 1915 og óhætt er að segja að fátt sé til sparað. Bókin er í risastóru broti, hún er nálægt 800 síður, og umbrot og útlit vekja strax athygli. Snæfríð Þorsteins mun hafa hannað mestanhluta bókarinnar, en Hildigunnur Gunnarsdóttir er líka skrifuð fyrir umbrotinu í eftirmála textahöfundanna.

Hönnuðirnir ekki minnstan þátt í hve vel heppnuð þessi bók er.

Frábærar myndir

Kannski má segja að þetta sé ein fyrsta stóra fræðibókin sem ber að útliti keim af vefsíðugerð, án þess ég hafi nú hugsað það í þaula, en altént hefur afar vel tekist til. Íhaldsseggur sem ég er, þá hafði ég efasemdir um leturgerðina í byrjun og hélt að hinn mikli textamassi á flestum síðum hlyti að renna illilega saman i det lange löb en svo fór reyndar alls ekki. Bókin er þvert á móti næstum undarlega læsileg!

Hið stóra brot og góður pappír veldur því og að ljósmyndir njóta sín einkar vel, og einnig á því sviði er óhætt að gefa bókinni hæstu einkunn. Karólína Stefánsdóttir er myndaritstjóri og þær Katrín L. Ingvadóttir og Þórunn Helga Benedikz eru nefndar sem samstarfskonur hennar, og þær – og væntanlega aðrir sem við sögu myndavals komu – eiga skilið stóra rós í hnappagatið. Myndirnir eru einfaldlega frábærar langflestar og margar veita manni nýja og óvænta sýn á viðfangsefnin.

Sniðug leið

Ég leyfi mér reyndar hér með að stinga upp á að myndirnar verði settar á sérstaka vefsíðu þar sem hægt verði að skoða þær enn stærri en þær birtast hér. Að því væri mikill fengur.

Og þá er sérstök ástæða til að nefna að prentun á blaðaúrklippum hefur lánast afar vel og mun betur en stundum er raunin þegar slíkt efni er endurprentað í bókum. Það eykur enn á hve bókin er stílhrein og falleg.

Textinn er byggður upp þannig að einn kafli er um hvern áratug og skiptast höfundarnir fjórir á um að skrifa þá. Hver kafli hverfist að segja má um einar kosningar sem fram fara þann áratuginn en síðan er farið um víðan völl, fjallað um ótal mál sem á döfinni voru á hverjum áratug og snertu kvennabaráttuna, og fjölmargar rammagreinar segja frá merkiskonum á hverjum tíma og aðstæðum þeirra. Þetta er sniðug leið til að ná utan um mikið og flókið efni, og hér bókstaflega hrannast inn hugmyndir að Frjálsum höndum!

Læsilegur og lipur texti

Ég hef ekki legið nógu grúndígt yfir textanum til að átta mig hvort einhver munur að ráði er á efnistökum höfundanna fjögurra, en allur textinn er bæði læsilegur og lipur í bestu merkingum þeirra orða. Höfundar hika ekki við að taka skorinorða afstöðu þegar svo ber undir. Má sem dæmi nefna að á bls. 392 er skemmdarverk á Hafmeyju Nínu Sæmundsson kallað í örfáum línum bæði „smánarlegt“ og „skammarlegt“ athæfi „ódæðismanna“. Þá er látið að því liggja að samkynhneigð Nínu, sem vissulega var illa séð í forpokuðu samfélagi, hafi átt þátt í skemmdarverkinu (bls. 392).

Á hinn bóginn er nær algert áhugaleysi kvennahreyfingarinnar á áttunda áratugnum á málefnum lesbía afsakað með því að það sé „ef til vill ósanngjarnt að ætlast til þess að málefni lesbía væru áberandi innan kvennahreyfingarinnar á tímum þegar lesbíur voru nánast ósýnilegar í íslensku samfélagi“ (bls. 446).

„Lánaðar fjaðrir“

En þannig er nú það. Það má víða fletta um þessa miklu bók og verða margs vísari. Athyglisverðast er kannski því miður hve skammt á veg komin kvennabaráttan er, þrátt fyrir allt. Árið 1926 deila íslenskar konur innbyrðis um hvort þekking og menntun séu fyrir konur eins og „lánaðar fjaðrir, sem fjúka af þeim þegar [...] þær [...] giftast og eignast heimili, þ.e. þegar þær finna sjálfa sig aftur“ (bls. 134). Ýmsar góðar konur reyna að kveða þetta forneskjulega viðhorf í kútinn en það er enn á kreiki mörgum mörgum áratugum síðar (sjá t.d. bls. 521 og á mörgum fleiri stöðum).

Ég minnist þess sjálfur að hafa hugsað, þegar ég var táningur og ákafur lesandi Þjóðviljans, þar sem Rauðsokkahreyfingin fór mikinn, hvað ég væri heppinn að hafa fæðst á tíma þegar loksins væri verið að vinda ofan af misréttinu sem konur hefðu verið beittar svo lengi. Nú væri að rísa Jörð úr ægi iðjagræn, og heimurinn yrði svo miklu betri.

En síðan eru nærri 50 ár og margt misréttið enn við lýði. Þessi bók er allt í senn áminning um við hvað hefur verið að glíma, hve margt hefur áunnist en líka hve mörgu hefur lítt miðað fram og við sjáum allt í kringum okkur. 

Einstæðir foreldrar

Höfundar segja í formála að í bókinni gefist ekki „rúm til að ræða öll þau mál sem brunnu á konum eða þau störf sem þær unnu til sjávar og sveita“. Og auðvitað er það rétt. Af því mér er málið skylt verð ég þó að viðurkenna að ég er ögn hissa á að ekki skuli hafa fundist rúm til að minnast á Félag einstæðra foreldra. Það barðist vissulega fyrir bættum hag einstæðra foreldra af báðum kynjum en risastór meirihluti félagsmanna var þó konur sem voru flestar í einhverri verstu stöðu samfélagsins. Að starfi félagsins sé ekki getið er ekki síst bagalegt því það neyðarhúsnæði sem félagið kom upp fyrir félagsmenn sína var á sinn hátt einn þeirra sprota sem síðar uxu upp sem hið stórmerka Kvennaathvarf.

Þetta veit ég náttúrlega af því Jóhanna Kristjónsdóttir móðir mín var formaður og driffjöður félagsins lengi vel, en spurningin, sem hlýtur að vakna er náttúrlega hvort fleiri jafn mikilvæg mál og staða einstæðra mæðra hafi dottið milli stafs og þilja í bókinni. Aðeins örstutt virðist í sjálfu sér minnst á stöðu einstæðra mæðra á bls. 570, nema ég hafi misst af einhverju og biðst þá velvirðingar á því.

Örlagasögur

Og ég veitti því til dæmis líka athygli – svo ég haldi nú áfram að skoða málefni sem ég þekki til – að ekkert virðist vera minnst á Bjargsmálið í bókinni en það og ekki síður viðbrögð við því varpa mjög mikilvægu ljósi á stöðu kvenna á ofanverðum áttunda áratugnum. 

Sjálfsagt munu ýmsir lesendur veita athygli þeirri skiptingu í kvennahreyfingu og femínska kvennahreyfingu sem höfundarnir fjalla svolítið um í upphafi, en ég ætla nú að láta hana liggja milli hluta hér. Höfundarnir fara ekkert í felur með að það er hin femínska kvennahreyfing sem er þeim efst í huga, og kynjafræðin, en hin „borgaralega“ kvennahreyfing (ef svo má þá að orði komast) nýtur og fyllstu sanngirni, virðist mér.

Og umfram allt eru það fyrir mína parta hinar óteljandi örlaga- og baráttusögur um íslenskar konur síðustu öldina sem ráða hinu mikla gildi þessarar bókar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tárum
MenningJólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tár­um

Bók Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur Apríl­sól­arkuldi spratt fram á nokkr­um vik­um en hún hafði ver­ið bú­in að reyna að skrifa hana í tíu ár. Sag­an er um föð­ur­missi, ást, geð­veiki og hugg­un. Elísa­bet seg­ist vera bú­in að bera föð­ursorg­ina með sér í fjöru­tíu ár en með nýju bók­inni hafi hún hnýtt enda­hnút­inn. Henni hafi ver­ið gef­in þessi sorg til að skrifa um hana. Sorg­in sé gjöf.
Nútímaafinn hlustar á Fræbbblana og Q4U
MenningJólabókaflóðið 2020

Nú­tíma­af­inn hlust­ar á Fræbbbl­ana og Q4U

Gerð­ur Krist­ný seg­ir að það sé gam­an að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur vegna þess að við sitj­um hér að bók­mennta­þjóð. Hún seg­ir að sér hætti til að yrkja mjög drama­tíska ljóða­bálka og að það sé mik­il hvíld í því að semja létt­ar, skemmti­leg­ar en raun­sæj­ar barna­bæk­ur eins og nýj­ustu bók­ina, Ið­unn og afi pönk. Gerð­ur seg­ir að líta eigi á lest­ur barna eins og hvert ann­að frí­stund­astarf.
Konan sem elskaði fossinn
MenningJólabókaflóðið 2020

Kon­an sem elsk­aði foss­inn

Sig­ríð­ur Tóm­as­dótt­ir frá Bratt­holti var mik­ið nátt­úru­barn og dýra­vin­ur en átti erfitt með mann­leg sam­skipti. Sig­ríð­ur er þekkt­ust fyr­ir bar­áttu sína gegn áform­um um að virkja Gull­foss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í foss­inn ef hann fengi ekki að vera í friði. Kon­an sem elsk­aði foss­inn er sögu­leg skáld­saga eft­ir Eyrúnu Inga­dótt­ur sem skrif­aði fyrst um Siggu frá Bratt­holti fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að vekja at­hygli á bar­áttu­kon­um fyrri tíma.
Skrifar á hverjum degi allan ársins hring
MenningJólabókaflóðið 2020

Skrif­ar á hverj­um degi all­an árs­ins hring

Nýj­asta bók Ragn­ars Jónas­son­ar, Vetr­ar­mein, ger­ist á Siglu­firði þar sem skelfi­leg­ur at­burð­ur á sér stað um páska­helgi. Bók­in er kom­in í hill­ur versl­ana í Bretlandi, Banda­ríkj­un­um og Frakklandi en bæk­ur Ragn­ars hafa selst í um tveim­ur millj­ón­um ein­taka og eru á list­um yf­ir bestu glæpa­sög­ur árs­ins 2020 að mati fjöl­miðla í nokkr­um lönd­um.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu