Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Baráttusögur

Um bók­ina Kon­ur sem kjósa; ald­ar_­saga

Baráttusögur

Konur sem kjósa

Aldarsaga

eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur

Útgefandi Sögufélag 2020

Síðan ég fór að sjá um útvarpsþáttinn Frjálsar hendur í Ríkisútvarpinu fyrir löngu, þá hef ég gjarnan gefið fræðibókum hvers konar einkunn í huganum eftir því hvort í bókunum leynist texti og/eða hugmyndir að mörgum útvarpsþáttum eða ekki. Þetta hugsa ég vitaskuld bara sjálfum mér til skemmtunar, en ef það væri einhver alvara í þessu, þá er óhætt að segja að bókin Konur sem kjósa fengi svo sannarlega hæstu einkunn.

Því í þessari miklu samantekt um kvennabaráttu 20. og 21. aldar er að finna hafsjó af merkilegum frásögnum, mannlýsingum, upprifjunum á stórum málum og smáum, auk skarplegra athugana á samfélagsþróun og félagsbyltingum.

Bókin er skrifuð og gefin út til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna árið 1915 og óhætt er að segja að fátt sé til sparað. Bókin er í risastóru broti, hún er nálægt 800 síður, og umbrot og útlit vekja strax athygli. Snæfríð Þorsteins mun hafa hannað mestanhluta bókarinnar, en Hildigunnur Gunnarsdóttir er líka skrifuð fyrir umbrotinu í eftirmála textahöfundanna.

Hönnuðirnir ekki minnstan þátt í hve vel heppnuð þessi bók er.

Frábærar myndir

Kannski má segja að þetta sé ein fyrsta stóra fræðibókin sem ber að útliti keim af vefsíðugerð, án þess ég hafi nú hugsað það í þaula, en altént hefur afar vel tekist til. Íhaldsseggur sem ég er, þá hafði ég efasemdir um leturgerðina í byrjun og hélt að hinn mikli textamassi á flestum síðum hlyti að renna illilega saman i det lange löb en svo fór reyndar alls ekki. Bókin er þvert á móti næstum undarlega læsileg!

Hið stóra brot og góður pappír veldur því og að ljósmyndir njóta sín einkar vel, og einnig á því sviði er óhætt að gefa bókinni hæstu einkunn. Karólína Stefánsdóttir er myndaritstjóri og þær Katrín L. Ingvadóttir og Þórunn Helga Benedikz eru nefndar sem samstarfskonur hennar, og þær – og væntanlega aðrir sem við sögu myndavals komu – eiga skilið stóra rós í hnappagatið. Myndirnir eru einfaldlega frábærar langflestar og margar veita manni nýja og óvænta sýn á viðfangsefnin.

Sniðug leið

Ég leyfi mér reyndar hér með að stinga upp á að myndirnar verði settar á sérstaka vefsíðu þar sem hægt verði að skoða þær enn stærri en þær birtast hér. Að því væri mikill fengur.

Og þá er sérstök ástæða til að nefna að prentun á blaðaúrklippum hefur lánast afar vel og mun betur en stundum er raunin þegar slíkt efni er endurprentað í bókum. Það eykur enn á hve bókin er stílhrein og falleg.

Textinn er byggður upp þannig að einn kafli er um hvern áratug og skiptast höfundarnir fjórir á um að skrifa þá. Hver kafli hverfist að segja má um einar kosningar sem fram fara þann áratuginn en síðan er farið um víðan völl, fjallað um ótal mál sem á döfinni voru á hverjum áratug og snertu kvennabaráttuna, og fjölmargar rammagreinar segja frá merkiskonum á hverjum tíma og aðstæðum þeirra. Þetta er sniðug leið til að ná utan um mikið og flókið efni, og hér bókstaflega hrannast inn hugmyndir að Frjálsum höndum!

Læsilegur og lipur texti

Ég hef ekki legið nógu grúndígt yfir textanum til að átta mig hvort einhver munur að ráði er á efnistökum höfundanna fjögurra, en allur textinn er bæði læsilegur og lipur í bestu merkingum þeirra orða. Höfundar hika ekki við að taka skorinorða afstöðu þegar svo ber undir. Má sem dæmi nefna að á bls. 392 er skemmdarverk á Hafmeyju Nínu Sæmundsson kallað í örfáum línum bæði „smánarlegt“ og „skammarlegt“ athæfi „ódæðismanna“. Þá er látið að því liggja að samkynhneigð Nínu, sem vissulega var illa séð í forpokuðu samfélagi, hafi átt þátt í skemmdarverkinu (bls. 392).

Á hinn bóginn er nær algert áhugaleysi kvennahreyfingarinnar á áttunda áratugnum á málefnum lesbía afsakað með því að það sé „ef til vill ósanngjarnt að ætlast til þess að málefni lesbía væru áberandi innan kvennahreyfingarinnar á tímum þegar lesbíur voru nánast ósýnilegar í íslensku samfélagi“ (bls. 446).

„Lánaðar fjaðrir“

En þannig er nú það. Það má víða fletta um þessa miklu bók og verða margs vísari. Athyglisverðast er kannski því miður hve skammt á veg komin kvennabaráttan er, þrátt fyrir allt. Árið 1926 deila íslenskar konur innbyrðis um hvort þekking og menntun séu fyrir konur eins og „lánaðar fjaðrir, sem fjúka af þeim þegar [...] þær [...] giftast og eignast heimili, þ.e. þegar þær finna sjálfa sig aftur“ (bls. 134). Ýmsar góðar konur reyna að kveða þetta forneskjulega viðhorf í kútinn en það er enn á kreiki mörgum mörgum áratugum síðar (sjá t.d. bls. 521 og á mörgum fleiri stöðum).

Ég minnist þess sjálfur að hafa hugsað, þegar ég var táningur og ákafur lesandi Þjóðviljans, þar sem Rauðsokkahreyfingin fór mikinn, hvað ég væri heppinn að hafa fæðst á tíma þegar loksins væri verið að vinda ofan af misréttinu sem konur hefðu verið beittar svo lengi. Nú væri að rísa Jörð úr ægi iðjagræn, og heimurinn yrði svo miklu betri.

En síðan eru nærri 50 ár og margt misréttið enn við lýði. Þessi bók er allt í senn áminning um við hvað hefur verið að glíma, hve margt hefur áunnist en líka hve mörgu hefur lítt miðað fram og við sjáum allt í kringum okkur. 

Einstæðir foreldrar

Höfundar segja í formála að í bókinni gefist ekki „rúm til að ræða öll þau mál sem brunnu á konum eða þau störf sem þær unnu til sjávar og sveita“. Og auðvitað er það rétt. Af því mér er málið skylt verð ég þó að viðurkenna að ég er ögn hissa á að ekki skuli hafa fundist rúm til að minnast á Félag einstæðra foreldra. Það barðist vissulega fyrir bættum hag einstæðra foreldra af báðum kynjum en risastór meirihluti félagsmanna var þó konur sem voru flestar í einhverri verstu stöðu samfélagsins. Að starfi félagsins sé ekki getið er ekki síst bagalegt því það neyðarhúsnæði sem félagið kom upp fyrir félagsmenn sína var á sinn hátt einn þeirra sprota sem síðar uxu upp sem hið stórmerka Kvennaathvarf.

Þetta veit ég náttúrlega af því Jóhanna Kristjónsdóttir móðir mín var formaður og driffjöður félagsins lengi vel, en spurningin, sem hlýtur að vakna er náttúrlega hvort fleiri jafn mikilvæg mál og staða einstæðra mæðra hafi dottið milli stafs og þilja í bókinni. Aðeins örstutt virðist í sjálfu sér minnst á stöðu einstæðra mæðra á bls. 570, nema ég hafi misst af einhverju og biðst þá velvirðingar á því.

Örlagasögur

Og ég veitti því til dæmis líka athygli – svo ég haldi nú áfram að skoða málefni sem ég þekki til – að ekkert virðist vera minnst á Bjargsmálið í bókinni en það og ekki síður viðbrögð við því varpa mjög mikilvægu ljósi á stöðu kvenna á ofanverðum áttunda áratugnum. 

Sjálfsagt munu ýmsir lesendur veita athygli þeirri skiptingu í kvennahreyfingu og femínska kvennahreyfingu sem höfundarnir fjalla svolítið um í upphafi, en ég ætla nú að láta hana liggja milli hluta hér. Höfundarnir fara ekkert í felur með að það er hin femínska kvennahreyfing sem er þeim efst í huga, og kynjafræðin, en hin „borgaralega“ kvennahreyfing (ef svo má þá að orði komast) nýtur og fyllstu sanngirni, virðist mér.

Og umfram allt eru það fyrir mína parta hinar óteljandi örlaga- og baráttusögur um íslenskar konur síðustu öldina sem ráða hinu mikla gildi þessarar bókar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tárum
MenningJólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tár­um

Bók Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur Apríl­sól­arkuldi spratt fram á nokkr­um vik­um en hún hafði ver­ið bú­in að reyna að skrifa hana í tíu ár. Sag­an er um föð­ur­missi, ást, geð­veiki og hugg­un. Elísa­bet seg­ist vera bú­in að bera föð­ursorg­ina með sér í fjöru­tíu ár en með nýju bók­inni hafi hún hnýtt enda­hnút­inn. Henni hafi ver­ið gef­in þessi sorg til að skrifa um hana. Sorg­in sé gjöf.
Nútímaafinn hlustar á Fræbbblana og Q4U
MenningJólabókaflóðið 2020

Nú­tíma­af­inn hlust­ar á Fræbbbl­ana og Q4U

Gerð­ur Krist­ný seg­ir að það sé gam­an að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur vegna þess að við sitj­um hér að bók­mennta­þjóð. Hún seg­ir að sér hætti til að yrkja mjög drama­tíska ljóða­bálka og að það sé mik­il hvíld í því að semja létt­ar, skemmti­leg­ar en raun­sæj­ar barna­bæk­ur eins og nýj­ustu bók­ina, Ið­unn og afi pönk. Gerð­ur seg­ir að líta eigi á lest­ur barna eins og hvert ann­að frí­stund­astarf.
Konan sem elskaði fossinn
MenningJólabókaflóðið 2020

Kon­an sem elsk­aði foss­inn

Sig­ríð­ur Tóm­as­dótt­ir frá Bratt­holti var mik­ið nátt­úru­barn og dýra­vin­ur en átti erfitt með mann­leg sam­skipti. Sig­ríð­ur er þekkt­ust fyr­ir bar­áttu sína gegn áform­um um að virkja Gull­foss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í foss­inn ef hann fengi ekki að vera í friði. Kon­an sem elsk­aði foss­inn er sögu­leg skáld­saga eft­ir Eyrúnu Inga­dótt­ur sem skrif­aði fyrst um Siggu frá Bratt­holti fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að vekja at­hygli á bar­áttu­kon­um fyrri tíma.
Skrifar á hverjum degi allan ársins hring
MenningJólabókaflóðið 2020

Skrif­ar á hverj­um degi all­an árs­ins hring

Nýj­asta bók Ragn­ars Jónas­son­ar, Vetr­ar­mein, ger­ist á Siglu­firði þar sem skelfi­leg­ur at­burð­ur á sér stað um páska­helgi. Bók­in er kom­in í hill­ur versl­ana í Bretlandi, Banda­ríkj­un­um og Frakklandi en bæk­ur Ragn­ars hafa selst í um tveim­ur millj­ón­um ein­taka og eru á list­um yf­ir bestu glæpa­sög­ur árs­ins 2020 að mati fjöl­miðla í nokkr­um lönd­um.

Mest lesið

Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
1
Rannsókn

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
3
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
6
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
8
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
5
Rannsókn

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
6
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
7
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
9
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár