Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skrifar á hverjum degi allan ársins hring

Nýj­asta bók Ragn­ars Jónas­son­ar, Vetr­ar­mein, ger­ist á Siglu­firði þar sem skelfi­leg­ur at­burð­ur á sér stað um páska­helgi. Bók­in er kom­in í hill­ur versl­ana í Bretlandi, Banda­ríkj­un­um og Frakklandi en bæk­ur Ragn­ars hafa selst í um tveim­ur millj­ón­um ein­taka og eru á list­um yf­ir bestu glæpa­sög­ur árs­ins 2020 að mati fjöl­miðla í nokkr­um lönd­um.

Ragnar var sískrifandi þegar hann var barn. Þá var hann undir miklum áhrifum frá Agöthu Christie og handskrifaði glæpasögur sem gerðust að sjálfsögðu í þykkri Lundúnarþoku.

Að næturlagi var lögreglustöðin sjaldnast mönnuð og þessa nóttina var Ari á bakvakt. Næturnar voru yfirleitt rólegar í bænum, það var einna helst að lögreglan væri kölluð til um helgar vegna drykkjuláta. 
Hann var lagstur upp í rúm aftur, þó enn glaðvakandi, þegar síminn hringdi. 
„Vegfarandi gekk fram á unga stúlku út á götu, hún virtist látin. Sjúkrabíll er á leiðinni,“ sagði starfsmaður neyðarlínunnar, rómurinn yfirvegaður en ákveðinn. 
Ari hraðaði sér fram á gang og niður stigann, með símann á öxlinni. 
„Hvar?“
„Aðalgötu.“ 
„Hver fann hana?“ 
„Guðjón Helgason heitir hann. Hann ætlaði að bíða eftir lögreglunni.“ 
Ari kannaðist ekki við nafnið. 
Hann var kominn í búninginn og út á götu tveimur mínútum síðar. Lögreglujeppinn var við lögreglustöðina að venju, hann yrði enga stund að koma sér niður á Aðalgötu. Það var napurt en stillt veður og himinninn stjörnubjartur, óendanleiki næturinnar með öðrum hætti en á sumrin, fjarlægari, aðeins þungbærari. 
Ari …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tárum
MenningJólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tár­um

Bók Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur Apríl­sól­arkuldi spratt fram á nokkr­um vik­um en hún hafði ver­ið bú­in að reyna að skrifa hana í tíu ár. Sag­an er um föð­ur­missi, ást, geð­veiki og hugg­un. Elísa­bet seg­ist vera bú­in að bera föð­ursorg­ina með sér í fjöru­tíu ár en með nýju bók­inni hafi hún hnýtt enda­hnút­inn. Henni hafi ver­ið gef­in þessi sorg til að skrifa um hana. Sorg­in sé gjöf.
Nútímaafinn hlustar á Fræbbblana og Q4U
MenningJólabókaflóðið 2020

Nú­tíma­af­inn hlust­ar á Fræbbbl­ana og Q4U

Gerð­ur Krist­ný seg­ir að það sé gam­an að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur vegna þess að við sitj­um hér að bók­mennta­þjóð. Hún seg­ir að sér hætti til að yrkja mjög drama­tíska ljóða­bálka og að það sé mik­il hvíld í því að semja létt­ar, skemmti­leg­ar en raun­sæj­ar barna­bæk­ur eins og nýj­ustu bók­ina, Ið­unn og afi pönk. Gerð­ur seg­ir að líta eigi á lest­ur barna eins og hvert ann­að frí­stund­astarf.
Konan sem elskaði fossinn
MenningJólabókaflóðið 2020

Kon­an sem elsk­aði foss­inn

Sig­ríð­ur Tóm­as­dótt­ir frá Bratt­holti var mik­ið nátt­úru­barn og dýra­vin­ur en átti erfitt með mann­leg sam­skipti. Sig­ríð­ur er þekkt­ust fyr­ir bar­áttu sína gegn áform­um um að virkja Gull­foss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í foss­inn ef hann fengi ekki að vera í friði. Kon­an sem elsk­aði foss­inn er sögu­leg skáld­saga eft­ir Eyrúnu Inga­dótt­ur sem skrif­aði fyrst um Siggu frá Bratt­holti fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að vekja at­hygli á bar­áttu­kon­um fyrri tíma.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu