Sautján dómarar yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) komust að þeirri einróma niðurstöðu 1. desember, á fullveldisdaginn sjálfan, að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt þegar Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og þá dómsmálaráðherra, skipaði fjóra dómara við Landsrétt í trássi við reglur.
Telst Ísland hafa brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en ákvæðið veitir hverjum þeim sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli.
Þá gagnrýndi yfirdeildin meðferð málsins fyrir Alþingi og fyrir dómstólum Íslands, en þáverandi stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samþykkti tillögu Sigríðar. Einnig fær Hæstiréttur gagnrýni, en hann hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að stjórnsýslulög hefðu verið brotin við skipan dómaranna. „Enginn þeirra öryggisventla skilaði árangri og geðþóttavald ráðherrans til þess að víkja frá mati hæfnisnefndar reyndist óheft,“ segir í dómi yfirdeildarinnar.
En hver ber þá raunverulega …
Athugasemdir