Fjöldi sveitarfélaga á landsbyggðinni styðja þingsályktunartillögu sem gæti falið í sér að skipulagsvald yrði tekið af Reykjavíkurborg með lögum. Þetta má lesa úr þeim umsögnum sem borist hafa vegna þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
25 þingmenn standa að tillögunni og er ætlunin að bera upp spurninguna: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands-, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar?“
Tekið er fram að atkvæðagreiðslan yrði ráðgefandi, en þó að endanleg niðurstaða málsins gæti ráðist með lagasetningu sem svipti borgina skipulagsvaldi. „Afar brýnt er að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn varðandi helstu samgöngumiðstöð landsins og hafi þar með áhrif á endanlega niðurstöðu málsins sem gæti m.a. falist í tilfærslu á skipulagslegu ákvörðunarvaldi með lögum, að teknu tilliti til mikilvægra almannahagsmuna,“ segir í greinargerð með tillögunni.
Flest þau sveitarfélög sem sendu inn umsagnir, …
Athugasemdir