„22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann,“ skrifar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni.
Tilefnið er sú niðurstaða stýrihóps ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair að Hvassahraun sé besti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Nefndinni var falið að kanna aðra kosti en Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri, en áætlað er að stofnkostnaður nýs flugvallar sé um 22 milljarðar króna.
Athugasemdir