Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samherji skiptir um endurskoðanda yfir Namibíufélaginu eftir þrettán ár hjá KPMG

Eign­ar­halds­fé­lag­ið Sam­herji Hold­ing ehf. hef­ur skipt um end­ur­skoð­anda á Ís­landi. Fé­lag­ið held­ur ut­an um fé­lög sem eiga rekst­ur Sam­herja í Namib­íu auk þess að vera stærsti hlut­hafi Eim­skipa­fé­lags­ins.

Samherji skiptir um endurskoðanda yfir Namibíufélaginu eftir þrettán ár hjá KPMG
Nýr endurskoðandi fyrir eiganda Namibíufélaganna Nýr endurskoðandi hefur tekið við endurskoðun íslenska félagsins sem heldur utan um eignarhald á félögum Samherja í Namibíu. Ástæðan er ókunn. Þorsteinn Már Baldvinsson og Björgólfur Jóhannsson eru forstjórar Samherja. Mynd: Vísir/Sigurjón

Eignarhaldsfélagið Samherji Holding ehf., sem meðal annars heldur utan um eignarhald á útgerð Samherja í Namibíu og hlut í Eimskipafélagi Íslands, hefur skipt um endurskoðanda eftir að hafa verið með KPMG sem endurskoðanda í fjölmörg ár. Breytingin á endurskoðanda félagsins kemur fram í gögnum frá ríkisskattstjóra frá því í september síðastliðinn. 

Endurskoðandi Samherja Holding ehf. er nú fyrirtæki sem heitir BDO ehf.

Hjá BDO ehf. vinna tuttugu starfsmenn, þar af eru fjórir löggiltir endurskoðendur. Einn af löggiltu endurskoðendunum skrifar undir breytingu á endurskoðanda félagsins á skjali sem sent var til ríkisskattstjóra.*

Til samanburðar voru 266 starfsmenn hjá samstæðu KPMG á Íslandi í lok árs 2018 í 13 starfsstöðvum víða um land.

BDO ehf. er því ekki ein af helstu endurskoðendaskrifstofum landsins eins og til dæmis KPMG, PwC, Ernst og Young eða Deloitte. 

Björgólfur Jóhannsson, annar af forstjórum Samherja, hafði ekki svarað spurningu Stundarinnar um af hverju Samherji skiptir um endurskoðanda yfir þessum félögum þegar fréttin var birt. Bæði Björgólfur og Þorsteinn Már Baldvinsson, hinn forstjóri Samherja, er með prókúruumboð fyrir Samherja Holding ehf. 

Einn löggiltur endurskoðandiEinn löggiltur endurskoðandi er sagður starfa hjá BDO ehf. á heimasíðu þess. Hér má sjá tilkynninguna um breytinguna á endurskoðanda Samherja Holding.

Félag með veltu upp á milljarða

Samherji Holding ehf. á félagið Sæból ehf. sem hefur haldið utan um eignarhald á félögum Samherja á Kýpur sem aftur hafa meðal annars átt félögin í Namibíu sem útgerð Samherja þar í landi hefur verið rekin í.

Sem kunnugt er þá er Samherji nú til rannsóknar í Namibíu og Íslandi vegna mútugreiðslna sem félagið greiddi til áhrifamanna í Namibíu í skiptum fyrir hestmakrílskvóta á árunum 2012 til 2019 eftir að Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá þessu í samvinnu við Wikileaks í fyrra. Þá er Samherji einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum á Íslandi út af erlendum rekstri sínu sem rekin var í gegnum Sæból og óbeint í gegnum móðurfélagið Samherja Holding. 

Áður hélt Sæból meðal annars utan um aðra útgerð sem Samherji rak í Afríku, Kötlu Seafood, sem Samherji seldi til rússnesks útgerðarmanns árið 2013 með margra milljarða hagnaði. Tekjur þessarar útgerðar Samherja, sem var með starfsemi í Máritaníu og Marokkó aðallega, námu um 30 til 40 prósentum af heildartekjum Samherja á árunum 2007 til 2013, eða um og yfir 20-30 milljörðum á ári. Því er um að ræða félag sem hefur verið verulega umsvifamikið. 

KPMG hefur alltaf verið endurskoðandi þessa félags, frá árinu 2007, þar til nú eða í 13 ár. 

Yfirleitt tvær ástæður fyrir breytingu á endurskoðanda

Athygli vekur að hvorki Samherji Holding né Sæbol hafa skilað ársreikningum fyrir árið í fyrra þrátt fyrir að Samherji hf., sem heldur utan um rekstur Samherja á Íslandi og í Færeyjum hafi gert það nú þegar. Endurskoðandi Samherja hf. er Ernst og Young. 

Einn sérfræðingur sem Stundin ræddi við um málið sagði að yfirleitt væru tvær ástæður fyrir því að fyrirtæki skipta um endurskoðanda. Fyrirtækið er ósátt við vinnu endurskoðandans, út af einhverri ástæðu, eða þá að endurskoðandinn vill ekki lengur vinna fyrir fyrirtækið, út af einhverri ástæðu eða ástæðum. 

Hvorki Samherji Holding né Sæból hafa skilað ársreikningum fyrir síðasta ár þrátt fyrir að frestur til að skila ársreikningum fyrir 2019 sé nú liðinn. Félögin hafa í gegnum árin verið búin að skila ársreikningum á þessum tíma árs. 

Stundin náði ekki tali af framkvæmdastjóra KPMG við vinnslu fréttarinnar þar sem hann var á fundi. 

*Athugsemd ritstjórnar. Í upphaflegri frétt um málið voru starfsmenn BDO ehf. á Íslandi sagðir vera þrír, líkt og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Eftir að fréttinn var birt hafði almannatengill samband við Stundina og bað um að þessum upplýsingum þar sem 20 starfsmenn, þar af fjórir löggiltir endurskoðendur, væru starfandi hjá BDO ehf., þrátt fyrir að einungis þrír starfsmenn kæmu fram á heimasíðu fyrirtækisins. Ástæða þessa er sögð vera sú að BDO ehf. sé ekki duglegt við uppfæra heimasíðu sína en að þetta verði gert við fyrsta tækifæri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár