Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið segir að starfsmaðurinn sem hafði afskipti af því hvenær ný lög um fiskeldi voru birt í Stjórnartíðindum sumarið 2019 hafi ekki fengið fyrirskipun um það frá neinum yfirmanni. „Starfsmaðurinn átti sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram í júlí 2019 og fékk engin fyrirmæli um slíkt.“ Umræddur starfsmaður lét fresta birtingu nýju laganna um fiskeldi til 18. júlí 2019.
Starfsmaðurinn, Jóhann Guðmundsson, var skrifstofustjóri á skrifstofu sjávarútvegs- og fiskeldis og því æðsti starfsmaður þeirrar deildar ráðuneytisins. Yfir honum eru svo ráðuneytisstjóri og ráðherrann sjálfur, Kristján Þór Júlíusson.
Tekið skal fram að ráðuneytið veitti Stundinni ekki upplýsingar um nafn starfsmannsins sem átti í hlut heldur komst blaðið að því eftir öðrum leiðum.
Miðað við svör ráðuneytisins er því um að ræða persónulega ákvörðun Jóhanns á forsendum sem eru ókunnar. Stundin hefur ekki náð í Jóhann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skipun um inngripið kom ekki frá Kristjáni …
Athugasemdir