Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Í hverju felst hamingjan í huga þínum?

Ham­ingj­an hef­ur mis­mun­andi merk­ingu í huga fólks. Hér segja nokk­ur frá sín­um hug­mynd­um um ham­ingj­una.

Að rækta besta eintakið af sjálfum sér

Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarsjóri

Einfaldasta birtingarmynd hamingjunnar: Þú vilt stefna í tiltekna átt, þú stefnir þangað og þér finnst þú vera að ná árangri.

Í fegursta búningi er sönn hamingja fyrir mér að vera að rækta besta eintakið af sjálfum sér, vera stöðugt að skapa í sér uppsprettu kærleika sem stækkar við að veita öðrum af henni, að búa yfir innri styrk, sem nær að geisla af sér til annarra. Þannig erum við til dæmis stoð fyrir aðra á erfiðum tímum án þess að týna sjálfum okkur, ofmetnumst ekki yfir eigin árangri, töpum okkur ekki yfir mistökum eða sárum missi. Að geta geislað því góða sem maður býr yfir til umhverfis síns veitir varanlegustu hamingjuna. Þetta er allt hægt að gera án þess að vera væminn.


Mörg stig hamingjunnar

Hjalti Parelius Finnsson myndlistarmaður

Hamingja fyrir mér er huglæg og felst ekki í efnislegum hlutum. Hún hefur mörg stig og er ekki „on/off“ tilfinning. Við berum ábyrgð á eigin hamingju og þurfum að skapa hana sjálf eða bera okkur eftir henni. Að mínu mati felst hún að stórum hluta í að líða vel í eigin skinni. Þá getur maður skapað og gefið af sér. Hamingja eru upplifanir og með hverjum maður deilir þeim. Þær þurfa ekki að vera stórbrotnar eða miklar. Litlu einföldu hlutirnir gefa manni meira en maður heldur.

„Þá getur maður skapað og gefið af sér“ 


Hamingjan í sköpuninni

Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona

Heiða Helgadóttir

Hamingja er tilfinning sem gefur manni gleði og ánægju. Ég er óskaplega venjuleg kona og til að ég hafi grundvöll þá verða ákveðnir hlutir að vera í lagi. Í fyrsta lagi á ég þrjú börn og það skiptir mig öllu máli að þau séu hamingjusöm og allt sé í lagi hjá þeim. Þá er það heilsan, en maður er ómögulegur þegar heilsan er að svíkja mann. En að vera laus við fjárhagsáhyggjur er mikil hamingja líka.

Samband manns við vini og fjölskyldu skipta líka miklu máli þegar kemur að hamingju. Að eiga vini sem sjá mann og heyra og sem sækjast eftir félagsskap manns er hamingjugefandi.

Sköpun skiptir miklu máli í mínu lífi. Ég hef verið blessuð með að vinna í leiklist sem ég elska en eins gefur það mér hamingju að mála og skapa á alla kanta, vera í tónlist og að búa til alls konar hluti.

Að vera sátt við sjálfa mig og þakka fyrir þetta allt er hamingja.


Að leggja rækt við þakklæti

Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari

Hamingjan birtist mér eins og andvari, bylgja vellíðunar. Líkami og sál fyllist af hamingjuhormónum. Þá ber að staldra við og fagna hamingjunni.

Oft kemur þetta að lokinni hressandi hreyfingu, gefandi samskiptum eða bara þegar maður nær að staldra við og anda djúpt að sér núinu. Hamingjan birtist mér þegar fólkinu mínu líður vel og það ríkir almenn sátt í kringum mig. Hamingjubylgja kemur líka gjarnan þegar ég er í flæðinu, gleymi mér í verkefnavinnu.

Að leggja rækt við þakklæti skapar hamingjutilfinningu. Hófsemd og nægjusemi er leið að hamingjuríkara lífi.

Hamingjan er fyrir alla, hún er innan seilingar, ókeypis og öllum aðgengileg. Hamingjan er gjarnan lágstemmd og kemur síður ef fólk heimtar hana og krefst mikils.


Að hugsa lífið sem ævintýri 

Þorsteinn Bachmann leikari

Hamingjan er að vita ekki hvað gerist næst. Treysta samt og halda áfram. Að skynja tilvistina fremur en að reyna að stjórna henni. Hugsa lífið sem ævintýri, fantastíu, vökudraum. Þegar ég efast, þegar ég held að draumurinn ætti að vera einhvern veginn öðruvísi en hann er, þá stoppar flæðið. Hamingjan hverfur. Eins og barn, sem efast um hvort það sé að leika sér rétt, týnir hamingjunni, týni ég hamingjunni þegar ég efast. Þess vegna finnst mér best að vera bara í flæði, góðu formi, og einsetja mér að skynja fegurðina í öllu, í heildinni. Allt er eitt. „Öll veröldin er leiksvið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár