Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lögreglan í Namibíu bjartsýn á að rannsókn Samherjamálsins klárist fyrir miðjan desember

Paul­us Noa, yf­ir­mað­ur stofn­un­ar­inn­ar í Namib­íu sem rann­sak­ar Sam­herja­mál­ið, seg­ir lík­legt að rann­sókn­inni verði lok­ið um miðj­an des­em­ber. Sak­born­ing­arn­ir í Sam­herja­mál­inu verða þá bún­ir að sitja í gæslu­varð­haldi í eitt ár.

Lögreglan í Namibíu bjartsýn á að rannsókn Samherjamálsins klárist fyrir miðjan desember
Ná líklega að klára rannsóknina Yfirmaður ACC segir að rannsóknin á Samherjamálinu klárist líklega fyrir miðjan desember. Bernhard Esau og tengdasonur hans, Tamson Hatukulipi, sjást hér í dómssal.

Spillingarlögreglan í Namibíu, Anti-Corruption Commision (ACC), er bjartsýn á að ná að ljúka rannsókn Samherjamálsins í Namibíu fyrir miðjan desember næstkomandi. Frá þessu var greint í namibískum fjölmiðlum i vikunni

Dómari við dómstól í höfuðborginni Windhoek, Vanessa Stanley, gaf það í skyn í september þegar hún úrskurðaði að sakborningarnar sjö í málinu skyldu verða áfram í gæsluvarðhaldi að ACC fengi ekki lengri tíma en fram í miðjan desember til að ljúka rannsókn málsins. Í kjölfarið, og eftir atvikum, mun það verða sent til ákæruvaldsins ef líklegt má telja að þeir hljóti dóm fyrir lögbrot.

Sjömenningarnir eru sakaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að veita íslensku útgerðinni aðgang að hestamakrílskvóta í landinu auk þess sem þeir sakaðir um fjársvik, samsæri og peningaþvætti.  Þeir munu hafa setið í gæsluvarðhaldi í eittt ár um miðjan desember. Greint var frá málinu í Stundinni, Kveika og Al Jazeera, í samvinnu við Wikileaks, í nóvember í fyrra. 

„En við þurfum að gera hvað við getum til að tryggja að við fylgjum fyrirmælum réttarins“

Á Íslandi tíðkast ekki að sakborningar sitji í gæsluvarðhaldi svo lengi á meðan á rannsókn á málum þar sem þeir liggja undir grun um lögbrot eru til rannsóknar. Miðað við orð dómarans í september þá er ólíklegt að dómstólinn muni framlengja gæsluvarðhaldið að þessum tíma liðnum. 

Noa: Flókið mál sem tengist mörgum löndum

Teygir sig til margra landaPaulus Noa segir rannsóknina flókna og að hún teygi sig til margra landa.

Æðsti yfirmaður ACC í Namibíu, Paulus Noa, segir í viðtali við namibíska blaðið The Namibian Sun að stofnunin vinni nú hörðum höndum að því að vera búin að ná utan um málið svo hægt verði að senda það til ríkissaksóknarans í Namibíu fyrir miðjan desember. „Við vinnum að því að tryggja að við höfum sent nauðsynlegar upplýsingar til ríkissaksóknarans Mörtu Imalwa svo hún geti tekið ákvörðun. […] Við verðum að muna það að um er ræða mál sem tengist öðrum löndum. Við erum að tala um mál sem felur í sér í réttarfræðilegar rannsóknir, margs konar eignir og svo framvegis. En við þurfum að gera hvað við getum til að tryggja að við fylgjum fyrirmælum réttarins,“ segir hann. 

Noa útskýrði líka í viðtalinu að samskiptin við önnur lönd sem tengjast rannsókninni á Samherjamálinu hafi hægt á rannsókninni þar sem gagnabeiðnir þurfi að vera í ákveðnum lögformlegum farvegi sem fylgja landslögum viðkomandi ríkis. 

Í frétt  namibíska miðilsins segir að rannsóknir á málinu standi nú yfir í Angóla, Kongó, Zimbabwe, Spáni, Íslandi, Kýpur, Dubaí, Svíþjóð og Noregi. Lítið hefur spurst til þessara rannsókna hér á landi, nema þá auðvitað íslensku rannsóknarinnar á Samherja þar sem sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn eru með réttarstöðu sakborninga. 

Ríkislögmaðurinn segir handtökur standa til

Í fréttinni kemur einnig fram, og er vitnað í orð ríkislögmannsins í Namibíu, Ed Marondedze, að til standi að handtaka fólk í Angóla og á Íslandi í tengslum við rannsóknina. 

Engar slíkar handtökur hafa hins vegar farið fram á Íslandi og hafa ekki komið fram neinar heimildir fyrir því að þær standi til og verður slíkt að teljast ólíklegt.

Sakborningarnir í Samherjamálinu hafa ekki verið hnepptir í gæsluvarðhald og verður að teljast afar ólíklegt að svo verði úr þessu þar sem það mun væntanlega ekki teljast vera mat ákæruvaldsins að þessir aðilar muni reyna eða geti haft þannig áhrif á gang rannsóknarinnar að gæsluvarðhalds sé þörf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár