Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri á Hótel Grímsborgum, krefst þess að tveir fyrrverandi starfsmenn og blaðamaður Stundarinnar biðjist afsökunar á ummælum sem komu fram í frétt Stundarinnar um málefni hótelsins. Í bréfi krefst lögmaður hans einnig miskabóta frá blaðamanni, ellegar geti hann átt von á málshöfðun.
Stundin ræddi við starfsmennina Stefan-Ionut Craciun og Ioana Ruican í tölublaði sem kom út 11. september síðastliðinn. Lýstu þau kjarasamningsbrotum, framkomu yfirmanna og fordómum á grundvelli þjóðernis. Einnig kom fram að stéttarfélagið Báran segðist hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af því hvernig rekendur Hótel Grímsborga kæmu fram við starfsfólkið sitt.
Í bréfum frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni eru Stefan og Ioana sögð bera refsi- og fébótaábyrgð á ummælunum sem nafngreindir viðmælendur í fréttinni. Eru tilgreind fimm ummæli sem sögð eru vera ærumeiðandi aðdróttanir:
- Fyrrverandi starfsfólk lýsir harðræði og rasísku viðhorfi …
Athugasemdir