Útgerðarfélagið Samherji stillir Namibíumálinu, máli sem nú er til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi sem ætlað mútu- og peningaþvættismál, sem „ásökunum“ Jóhannesar Stefánssonar. Þetta kemur fram í ársreikningi Samherja fyrir árið 2019 sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.
Sjö einstaklingar sitja í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins, grunaðir um meðal annars mútuþægni, og sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja hafa verið yfirheyrðir á Íslandi vegna rannsóknarinnar og hafa réttarstöðu sakborninga.
Samherji velur, þrátt fyrir þetta, að lýsa málinu sem „ásökunum“ eins manns.
Tekið skal fram Jóhannes sjálfur er með réttarstöðu sakbornings enda hefur hann lýst ítarlega hvernig mútugreiðslurnar til Namibíumannanna áttu sér stað innan Samherja og hverjir bera ábyrgð á þeim. Hann sjálfur er einn af þeim.
„Ásakanirnar eru til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og á Íslandi en ekki hefur verið höfðað mál á hendur félaginu.“ …
Athugasemdir