Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Siggi Hakkari „átti að leika lykilhlutverk“ í máli FBI gegn Assange

Rit­stjóri Wiki­Leaks seg­ir upp­lýs­ing­ar um starf­semi Ju­li­ans Assange á Ís­landi byggja á lyg­um dæmds svika­hrapps.

Siggi Hakkari „átti að leika lykilhlutverk“ í máli FBI gegn Assange
Ritstjóri Wikileaks og faðir Julians Assange Kristinn Hrafnsson og John Shipton, faðir Julians Assange, berjast gegn framsali Julians Assange til Bandaríkjanna, þar sem til stendur að refsa honum fyrir að afhjúpa ríkisleyndarmál Bandaríkjanna sem varðar hernað þeirra í Írak og Afganistan. Hluti upplýsinganna birtust fyrst í umfjöllunum íslenskra fjölmiðla. Mynd: Tolga Akmen / AFP

Ísland kemur víða við sögu í máli saksóknara sem sækjast eftir því að fá Julian Assange framseldan til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Réttarhöldin standa nú yfir í Lundúnum. Í ákæruskjölum er Ísland ekki nefnt á nafn heldur aðeins kallað „NATO ríki 1“ en mikið af nýjum upplýsingum um tengslin við Ísland komu fram í réttarsalnum. 

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir þetta nýjasta útspil bandarískra stjórnvalda gegn Julian Assange vera farsa sem byggi á vitnisburði manns sem sé dæmdur þjófur, lygari, falsari og kynferðisbrotamaður sem þjáist af persónuleikaröskun á jaðri siðblindu. Maðurinn hafi villt á sér heimildir til að komast undan með fé frá samtökunum. 

„Það er með ólíkindum að bandarísk stjórnvöld dragi fram Sigurð Inga Þórðarson en sýnir ef til vill betur en annað á hvaða vegferð þetta ömurlega mál er í höndum Trump stjórnarinnar,“ segir Kristinn í samtali við Stundina. Sigurður er betur þekktur sem „Siggi Hakkari“ í umfjöllun fjölmiðla hér á landi. 

„Þessi svokallaða viðbót sem hent er inn í málið í miðjum klíðum er haldlaust rugl og hefur óskaplega litla ef nokkra einustu tilvísun í þau 18 ákæruatriði sem hefur verið skellt á Julian Assange,“ segir Kristinn. 

„Þarna eru settar fram furðulegar fullyrðingar eins og þær að Julian og Sigurður hafi reynt að afkóða skjal sem stolið hafi verið frá íslenskum banka. Væntanlega er átt við dulkóðað skjal úr gamla Landsbankanum sáluga sem margir reyndu sig að opna. Að fullyrða að þessu skjali hafi verið stolið er hvergi rökstutt. Margt annað er þarna í graut sem erfitt er að fá botn í.“

 Að sögn Kristins braut Siggi hakkari gegn trausti annarra í Wikileaks. „Það liggur fyrir að Sigurður fór langt út fyrir þann ramma sem honum var markaður sem sjálfboðaliði hjá Wikileaks árið 2010. Hann laug að fólki að hann væri í innsta hring samtakanna, væri starfsmannastjóri, sæi um nýráðningar, væri yfirmaður fjölmiðlatengsla svo eitthvað sé nefnt,” segir Kristinn. Sigurður er ekki nefndur á nafn í dómsskjölum en aðeins kallaður „táningurinn“. 

Mótmæli við dómshúsiðFjöldi fólks hefur mótmælt tilraunum til framsals á Julian Assange til Bandaríkjanna, þar sem hann horfir fram á ákærur með viðurlögum allt að 175 ára fangelsisvist, fyrir að dreifa upplýsingum, meðal annars um dráp Bandaríkjahers á almennum borgurum.

Stal frá Wikileaks sem sjálfboðaliði

Kristinn segir að þegar Sigurði var falið að vinna með öðrum sjálfboðaliða frá Kanada, í að setja upp netsölu með smávarning merktum Wikileaks, hafi hann séð sér leik á borði. Í sama mánuði og salan hófst (í febrúar 2011) hafi Sigurður sent falsað skeyti í nafni Julian Assange til netverslunar sem sá um söluna. Hafi hann þannig látið leggja allan afraksturinn inn á eigin einkareikning og stolið jafnvirði um 50 þúsund dollara áður en upp komst. 

„Þegar ég hóf að eltast við hann vegna þessara peninga um sumarið 2011 brá Sigurður á það ráð að skjóta sér inn í bandaríska sendiráðið og bjóða fram aðstoð sína í sakarannsókn FBI gegn Wikileaks,“ segir Kristinn. 

Við dómshúsið í LondonStella Moris, t.v., maki Julians Assange, mannréttindalögmaðurinn Jennifer Robinson og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, við komuna í Old Bailey dómshúsið í miðborg London í vikunni. Ekki tókst að fá málinu vísað frá.

„Það er búið að dæma þennan mann fyrir að stela frá okkur og um 20 aðilum öðrum, einstaklingum og fyrirtækjum. Verra er að hann náði að svívirða fjölda táningsdrengja með kynferðisbrotum á sama tímabili. Þennan ófélega einstakling, sem ég á ekki í nokkrum vandræðum með að kalla skíthæl, dregur ákæruvald Trumps núna upp á dekk í málinu gegn Julian Assange,“ segir Kristinn forviða.

„Þetta hefur ekkert með þessar ákærur að gera. Þær snúast allar um birtingu upplýsinga frá Írak, Afganistan og Guantanamo Bay ásamt sendiráðsskjölunum. Það er vitaskuld ekki nefnt í ákærunni nýju að þegar fulltrúar FBI og saksóknaraembættisins flugu með einkaþotu til Íslands í ágúst 2011 greip Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra. í taumana og rak þá öfuga úr landi. Enda hefðu þeir komið til landsins á fölskum forsendum og tilefnið var að leggja gildru fyrir Julian Assange. Auðvitað átti Sigurður Þórðarson að leika þar lykilhlutverk, og það er greinilegt að honum er enn ætlað að leika stórt hlutverk í þessum farsa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár