Leikskólavist 15 barna í Reykjavík gæti verið í uppnámi vegna vanskila foreldra þeirra á leikskólagjöldum. Er það staðan þrátt fyrir að verklagsreglur borgarinnar kveði á um að tryggt skuli að börn verði ekki af nauðsynlegri grunnþjónustu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu foreldra eða skuldavanda. Borgarfulltrúi Sósíalista segir sláandi hversu mörg börn sé um að ræða og það sé ekki í lagi að skuldavandi foreldra bitni á börnum.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósísíalistaflokksins, lagði 2. apríl síðastliðinn fram fyrirspurn í borgarráði um fjölda þeirra sem ekki nytu þjónustu frá Reykjavíkurborg eða fyrirtækja í eigu borgarinnar vegna vanskila. Svar við fyrirspurninni barst ekki fyrr en 17. ágúst síðastliðinn, fjórum og hálfum mánuði eftir að fyrirspurnin var lögð fram. Í svarinu kemur fram að leitað hafi verið svara hjá þeim sviðum borgarinnar sem veiti gjaldskylda þjónustu, auk Orkuveitu Reykjavíkur.
Vistunarsamningar 39 barna í uppsagnarferli vegna vanskila
Í svari skóla- og frístundasviðs kom fram að samkvæmt …
Athugasemdir