„Það kemur bara í ljós, kallinn minn, sannleikurinn kemur í ljós,“ segir Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, meðhöndlari hjá Postura, um kærur fimmtán kvenna á hendur sér.
Konurnar kærðu Jóhannes fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn þeim, í flestum tilfellum þegar hann var að meðhöndla stoðkerfisvanda þeirra. Samkvæmt kærunum áttu brotin sér stað um langt árabil, í yfir áratug. Héraðssaksóknari hefur ákært hann fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á árunum 2009 til 2015, en gögn Stundarinnar og samtöl við fjölda kvenna benda til að ákærurnar fjórar séu aðeins toppurinn á ísjakanum hvað varðar meint kynferðisbrot Jóhannesar.
Jóhannes hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um ásakanirnar á hendur sér, ekki fyrr en Stundin náði sambandi við hann símleiðis 8. júlí síðastliðinn. Spurður hvernig honum liði varðandi umræddar ásakanir svaraði Jóhannes: „Hvernig heldur þú að mér líði? Mér líður bara ekkert rosalega vel sko.“
„Hvernig heldur þú …
Athugasemdir