Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Persónuvernd ekki með í ráðum við þróun Ferðagjafar-apps

Ferða­gjaf­ar-app­ið ósk­ar eft­ir að­gangi að mynda­vél, hljóð­nema og daga­tali not­enda. Ráðu­neyt­ið greið­ir 12 til 15 millj­ón­ir fyr­ir app­ið.

Persónuvernd ekki með í ráðum við þróun Ferðagjafar-apps
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Ráðherra kynnti Ferðagjöfina á föstudag, en verkefnið mun kosta ríkissjóð einn og hálfan milljarð. Mynd: xd.is

Ekki var leitað eftir ráðgjöf Persónuverndar vegna útfærslu á farsímaappi vegna Ferðgjafar stjórnvalda. Appið krefur notandann um aðgang að myndavél, hljóðnema og dagatali til að afhenda 5.000 króna upphæð til að nota hjá fyrirtækjum í innlendri ferðaþjónustu.

Í svari Persónuverndar við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að stofnunin hafi veitt frumvarpi til laga um ferðagjöf umsögn, en hafi að öðru leyti ekki verið höfð með í ráðum. Í umsögninni hvatti Persónuvernd stjórnvöld til að fara að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í hvívetna. „Þannig benti Persónuvernd sérstaklega á að gæta þurfi að meðalhófi við vinnslu og innbyggðri og sjálfgefinni persónuvernd,“ segir í svarinu. „Það felur meðal annars í sér að eingöngu skal unnið með þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir tilgang vinnslunnar. Einnig tók Persónuvernd fram að hún vænti þess að leitað yrði til hennar ef hún gæti veitt frekari ráðgjöf við framkvæmdina. Slík beiðni barst ekki.“

„Persónuvernd getur einnig hafið rannsókn máls að eigin frumkvæði“

Persónuvernd hefur borist ein ábending eftir að smásímaforritið, sem tæknifyrirtækið Yay hannaði, var sett á netið á föstudag. „Athygli er þó vakin á því að Persónuvernd getur einnig hafið rannsókn máls að eigin frumkvæði undir ákveðnum kringumstæðum,“ segir í svarinu.

Beðið um aðgang að myndavél og hljóðnema

Í kjölfar þess að appið var gert aðgengilegt var vakin athygli á því víða á samfélagsmiðlum að beðið væri um aðgang að myndavél, hljóðnema og dagatali, auk netfangs, fæðingardags og skilgreiningar á kyni notandans. Hlaut appið mikla gagnrýni notenda Google Play, þar sem hægt er að hlaða því niður. „Við óskum eftir netfangi ef notandi skiptir um símanúmer og þarf að færa inneign, við biðjum um aðgang að myndavél og hljóðnema því hægt er að senda gjafabréf með myndbandi,“ kemur fram í svörum YAY á síðunni. 

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar að YAY hefði þegar þróað sambærilega lausn fyrir stafræn gjafabréf í farsíma sem komin hafi verið góð reynsla á. Með samningnum hafi verið mögulegt að halda kostnaði í lágmarki og koma verkefninu af stað eins hratt og örugglega og hægt væri í ljósi alvarlegrar stöðu ferðaþjónustufyrirtækja hér landi.

„Þær upplýsingar sem er safnað er verða í eigu hins opinbera“

„Þær upplýsingar sem er safnað er verða í eigu hins opinbera og YAY hefur ekki heimild til notkunar nú eða síðar,“ segir í svarinu. „Appið verður eingöngu notað í þessum tilgangi, það er að segja halda utan um Ferðagjöfina, en bakendaþjónusta og utanumhald fyrir ferðaþjónustufyrirtækin er stór hluti af því.“

Persónuvernd leggur áherslu á að gæta þurfi meðalhófs og að eingöngu sé unnið með upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir tilgang appsins. „Sá sem vinnur upplýsingarnar þarf því að meta, áður en vinnslan hefst, hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar svo að forritið nái tilgangi sínum,“ segir í svarinu. „Persónuverndarlögin gera jafnframt ríka kröfu um fræðslu á skýru og einföldu máli þegar samþykki er veitt. Í því felst einna helst að einstaklingurinn hafi allar upplýsingar um hvers vegna þörf sé á að fá tilteknar upplýsingar. Þá þarf samþykki að vera frjálst og óháð, það er, það þarf að vera hægt að neita án þess að það hafi einhverjar afleiðingar. Loks hefur verið litið svo á að einstaklingurinn þurfi að samþykkja hvern tilgang fyrir sig sérstaklega.“

Samið um 12 til 15 milljóna greiðslu

Yay fékk greiddar 4 milljónir króna vegna verkefnisins að því fram kemur í svarinu. „Þá mun YAY ehf. sinna þjónustu og umsýslu vegna lausnarinnar og verður heildarþóknun fyrir rekstrarþjónustu appsins á bilinu 8 til 11 milljónum króna til loka verkefnisins.“

Kostnaður við appið verður því í heildina frá 12 til 15 milljónir króna, en verkið var undir útboðsmörkum. „Var því ákveðið að ganga til samninga við YAY þar sem þeir buðu lægsta verðið og buðu fram tæknilega fýsilega lausn sem hægt var að koma í gagnið á stuttum tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. „En það skal tekið fram að engin þörf er á því að einstaklingar noti appið sem er þó hugsuð sem notendavæn og einföld leið til að halda utan um gjöfina.“

Ferðagjöfin mun alls kosta ríkissjóð einn og hálfan milljarð króna. „Einn og hálfur milljarður er töluverð fjárhæð og þó að hlutur hvers og eins skipti kannski ekki sköpum fyrir einstaklinginn felst í honum er þetta ótvíræð hvatning um að nýta þá fjölbreyttu og góðu þjónustu sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra þegar appið var gert aðgengilegt á föstudag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Persónuverndarmál

Stafræna alræðisríkið Kína handan við hornið
ErlentPersónuverndarmál

Sta­f­ræna al­ræð­is­rík­ið Kína hand­an við horn­ið

Kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn vinn­ur nú að því að byggja upp gagna­grunn sem geym­ir upp­lýs­ing­ar um net­hegð­un allra Kín­verja. Mark­mið­ið er að gef­in verði stig fyr­ir það sem flokk­ur­inn álít­ur já­kvæða hegð­un en refsistig fyr­ir hitt sem tal­ið er vera nei­kvætt. Yf­ir­völd stefna á að kerf­ið verði til­bú­ið ár­ið 2020.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár