Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Persónuvernd ekki með í ráðum við þróun Ferðagjafar-apps

Ferða­gjaf­ar-app­ið ósk­ar eft­ir að­gangi að mynda­vél, hljóð­nema og daga­tali not­enda. Ráðu­neyt­ið greið­ir 12 til 15 millj­ón­ir fyr­ir app­ið.

Persónuvernd ekki með í ráðum við þróun Ferðagjafar-apps
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Ráðherra kynnti Ferðagjöfina á föstudag, en verkefnið mun kosta ríkissjóð einn og hálfan milljarð. Mynd: xd.is

Ekki var leitað eftir ráðgjöf Persónuverndar vegna útfærslu á farsímaappi vegna Ferðgjafar stjórnvalda. Appið krefur notandann um aðgang að myndavél, hljóðnema og dagatali til að afhenda 5.000 króna upphæð til að nota hjá fyrirtækjum í innlendri ferðaþjónustu.

Í svari Persónuverndar við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að stofnunin hafi veitt frumvarpi til laga um ferðagjöf umsögn, en hafi að öðru leyti ekki verið höfð með í ráðum. Í umsögninni hvatti Persónuvernd stjórnvöld til að fara að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í hvívetna. „Þannig benti Persónuvernd sérstaklega á að gæta þurfi að meðalhófi við vinnslu og innbyggðri og sjálfgefinni persónuvernd,“ segir í svarinu. „Það felur meðal annars í sér að eingöngu skal unnið með þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir tilgang vinnslunnar. Einnig tók Persónuvernd fram að hún vænti þess að leitað yrði til hennar ef hún gæti veitt frekari ráðgjöf við framkvæmdina. Slík beiðni barst ekki.“

„Persónuvernd getur einnig hafið rannsókn máls að eigin frumkvæði“

Persónuvernd hefur borist ein ábending eftir að smásímaforritið, sem tæknifyrirtækið Yay hannaði, var sett á netið á föstudag. „Athygli er þó vakin á því að Persónuvernd getur einnig hafið rannsókn máls að eigin frumkvæði undir ákveðnum kringumstæðum,“ segir í svarinu.

Beðið um aðgang að myndavél og hljóðnema

Í kjölfar þess að appið var gert aðgengilegt var vakin athygli á því víða á samfélagsmiðlum að beðið væri um aðgang að myndavél, hljóðnema og dagatali, auk netfangs, fæðingardags og skilgreiningar á kyni notandans. Hlaut appið mikla gagnrýni notenda Google Play, þar sem hægt er að hlaða því niður. „Við óskum eftir netfangi ef notandi skiptir um símanúmer og þarf að færa inneign, við biðjum um aðgang að myndavél og hljóðnema því hægt er að senda gjafabréf með myndbandi,“ kemur fram í svörum YAY á síðunni. 

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar að YAY hefði þegar þróað sambærilega lausn fyrir stafræn gjafabréf í farsíma sem komin hafi verið góð reynsla á. Með samningnum hafi verið mögulegt að halda kostnaði í lágmarki og koma verkefninu af stað eins hratt og örugglega og hægt væri í ljósi alvarlegrar stöðu ferðaþjónustufyrirtækja hér landi.

„Þær upplýsingar sem er safnað er verða í eigu hins opinbera“

„Þær upplýsingar sem er safnað er verða í eigu hins opinbera og YAY hefur ekki heimild til notkunar nú eða síðar,“ segir í svarinu. „Appið verður eingöngu notað í þessum tilgangi, það er að segja halda utan um Ferðagjöfina, en bakendaþjónusta og utanumhald fyrir ferðaþjónustufyrirtækin er stór hluti af því.“

Persónuvernd leggur áherslu á að gæta þurfi meðalhófs og að eingöngu sé unnið með upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir tilgang appsins. „Sá sem vinnur upplýsingarnar þarf því að meta, áður en vinnslan hefst, hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar svo að forritið nái tilgangi sínum,“ segir í svarinu. „Persónuverndarlögin gera jafnframt ríka kröfu um fræðslu á skýru og einföldu máli þegar samþykki er veitt. Í því felst einna helst að einstaklingurinn hafi allar upplýsingar um hvers vegna þörf sé á að fá tilteknar upplýsingar. Þá þarf samþykki að vera frjálst og óháð, það er, það þarf að vera hægt að neita án þess að það hafi einhverjar afleiðingar. Loks hefur verið litið svo á að einstaklingurinn þurfi að samþykkja hvern tilgang fyrir sig sérstaklega.“

Samið um 12 til 15 milljóna greiðslu

Yay fékk greiddar 4 milljónir króna vegna verkefnisins að því fram kemur í svarinu. „Þá mun YAY ehf. sinna þjónustu og umsýslu vegna lausnarinnar og verður heildarþóknun fyrir rekstrarþjónustu appsins á bilinu 8 til 11 milljónum króna til loka verkefnisins.“

Kostnaður við appið verður því í heildina frá 12 til 15 milljónir króna, en verkið var undir útboðsmörkum. „Var því ákveðið að ganga til samninga við YAY þar sem þeir buðu lægsta verðið og buðu fram tæknilega fýsilega lausn sem hægt var að koma í gagnið á stuttum tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. „En það skal tekið fram að engin þörf er á því að einstaklingar noti appið sem er þó hugsuð sem notendavæn og einföld leið til að halda utan um gjöfina.“

Ferðagjöfin mun alls kosta ríkissjóð einn og hálfan milljarð króna. „Einn og hálfur milljarður er töluverð fjárhæð og þó að hlutur hvers og eins skipti kannski ekki sköpum fyrir einstaklinginn felst í honum er þetta ótvíræð hvatning um að nýta þá fjölbreyttu og góðu þjónustu sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra þegar appið var gert aðgengilegt á föstudag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Persónuverndarmál

Stafræna alræðisríkið Kína handan við hornið
ErlentPersónuverndarmál

Sta­f­ræna al­ræð­is­rík­ið Kína hand­an við horn­ið

Kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn vinn­ur nú að því að byggja upp gagna­grunn sem geym­ir upp­lýs­ing­ar um net­hegð­un allra Kín­verja. Mark­mið­ið er að gef­in verði stig fyr­ir það sem flokk­ur­inn álít­ur já­kvæða hegð­un en refsistig fyr­ir hitt sem tal­ið er vera nei­kvætt. Yf­ir­völd stefna á að kerf­ið verði til­bú­ið ár­ið 2020.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár