Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Persónuvernd ekki með í ráðum við þróun Ferðagjafar-apps

Ferða­gjaf­ar-app­ið ósk­ar eft­ir að­gangi að mynda­vél, hljóð­nema og daga­tali not­enda. Ráðu­neyt­ið greið­ir 12 til 15 millj­ón­ir fyr­ir app­ið.

Persónuvernd ekki með í ráðum við þróun Ferðagjafar-apps
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Ráðherra kynnti Ferðagjöfina á föstudag, en verkefnið mun kosta ríkissjóð einn og hálfan milljarð. Mynd: xd.is

Ekki var leitað eftir ráðgjöf Persónuverndar vegna útfærslu á farsímaappi vegna Ferðgjafar stjórnvalda. Appið krefur notandann um aðgang að myndavél, hljóðnema og dagatali til að afhenda 5.000 króna upphæð til að nota hjá fyrirtækjum í innlendri ferðaþjónustu.

Í svari Persónuverndar við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að stofnunin hafi veitt frumvarpi til laga um ferðagjöf umsögn, en hafi að öðru leyti ekki verið höfð með í ráðum. Í umsögninni hvatti Persónuvernd stjórnvöld til að fara að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í hvívetna. „Þannig benti Persónuvernd sérstaklega á að gæta þurfi að meðalhófi við vinnslu og innbyggðri og sjálfgefinni persónuvernd,“ segir í svarinu. „Það felur meðal annars í sér að eingöngu skal unnið með þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir tilgang vinnslunnar. Einnig tók Persónuvernd fram að hún vænti þess að leitað yrði til hennar ef hún gæti veitt frekari ráðgjöf við framkvæmdina. Slík beiðni barst ekki.“

„Persónuvernd getur einnig hafið rannsókn máls að eigin frumkvæði“

Persónuvernd hefur borist ein ábending eftir að smásímaforritið, sem tæknifyrirtækið Yay hannaði, var sett á netið á föstudag. „Athygli er þó vakin á því að Persónuvernd getur einnig hafið rannsókn máls að eigin frumkvæði undir ákveðnum kringumstæðum,“ segir í svarinu.

Beðið um aðgang að myndavél og hljóðnema

Í kjölfar þess að appið var gert aðgengilegt var vakin athygli á því víða á samfélagsmiðlum að beðið væri um aðgang að myndavél, hljóðnema og dagatali, auk netfangs, fæðingardags og skilgreiningar á kyni notandans. Hlaut appið mikla gagnrýni notenda Google Play, þar sem hægt er að hlaða því niður. „Við óskum eftir netfangi ef notandi skiptir um símanúmer og þarf að færa inneign, við biðjum um aðgang að myndavél og hljóðnema því hægt er að senda gjafabréf með myndbandi,“ kemur fram í svörum YAY á síðunni. 

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar að YAY hefði þegar þróað sambærilega lausn fyrir stafræn gjafabréf í farsíma sem komin hafi verið góð reynsla á. Með samningnum hafi verið mögulegt að halda kostnaði í lágmarki og koma verkefninu af stað eins hratt og örugglega og hægt væri í ljósi alvarlegrar stöðu ferðaþjónustufyrirtækja hér landi.

„Þær upplýsingar sem er safnað er verða í eigu hins opinbera“

„Þær upplýsingar sem er safnað er verða í eigu hins opinbera og YAY hefur ekki heimild til notkunar nú eða síðar,“ segir í svarinu. „Appið verður eingöngu notað í þessum tilgangi, það er að segja halda utan um Ferðagjöfina, en bakendaþjónusta og utanumhald fyrir ferðaþjónustufyrirtækin er stór hluti af því.“

Persónuvernd leggur áherslu á að gæta þurfi meðalhófs og að eingöngu sé unnið með upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir tilgang appsins. „Sá sem vinnur upplýsingarnar þarf því að meta, áður en vinnslan hefst, hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar svo að forritið nái tilgangi sínum,“ segir í svarinu. „Persónuverndarlögin gera jafnframt ríka kröfu um fræðslu á skýru og einföldu máli þegar samþykki er veitt. Í því felst einna helst að einstaklingurinn hafi allar upplýsingar um hvers vegna þörf sé á að fá tilteknar upplýsingar. Þá þarf samþykki að vera frjálst og óháð, það er, það þarf að vera hægt að neita án þess að það hafi einhverjar afleiðingar. Loks hefur verið litið svo á að einstaklingurinn þurfi að samþykkja hvern tilgang fyrir sig sérstaklega.“

Samið um 12 til 15 milljóna greiðslu

Yay fékk greiddar 4 milljónir króna vegna verkefnisins að því fram kemur í svarinu. „Þá mun YAY ehf. sinna þjónustu og umsýslu vegna lausnarinnar og verður heildarþóknun fyrir rekstrarþjónustu appsins á bilinu 8 til 11 milljónum króna til loka verkefnisins.“

Kostnaður við appið verður því í heildina frá 12 til 15 milljónir króna, en verkið var undir útboðsmörkum. „Var því ákveðið að ganga til samninga við YAY þar sem þeir buðu lægsta verðið og buðu fram tæknilega fýsilega lausn sem hægt var að koma í gagnið á stuttum tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. „En það skal tekið fram að engin þörf er á því að einstaklingar noti appið sem er þó hugsuð sem notendavæn og einföld leið til að halda utan um gjöfina.“

Ferðagjöfin mun alls kosta ríkissjóð einn og hálfan milljarð króna. „Einn og hálfur milljarður er töluverð fjárhæð og þó að hlutur hvers og eins skipti kannski ekki sköpum fyrir einstaklinginn felst í honum er þetta ótvíræð hvatning um að nýta þá fjölbreyttu og góðu þjónustu sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra þegar appið var gert aðgengilegt á föstudag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Persónuverndarmál

Stafræna alræðisríkið Kína handan við hornið
ErlentPersónuverndarmál

Sta­f­ræna al­ræð­is­rík­ið Kína hand­an við horn­ið

Kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn vinn­ur nú að því að byggja upp gagna­grunn sem geym­ir upp­lýs­ing­ar um net­hegð­un allra Kín­verja. Mark­mið­ið er að gef­in verði stig fyr­ir það sem flokk­ur­inn álít­ur já­kvæða hegð­un en refsistig fyr­ir hitt sem tal­ið er vera nei­kvætt. Yf­ir­völd stefna á að kerf­ið verði til­bú­ið ár­ið 2020.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár