Persónuvernd krefst þess að stúdentahreyfingarnar Vaka og Röskva geri ráðstafanir til að tryggja að farið sé að persónuverndarlögum þegar hringt er í námsmenn við Háskóla Íslands í aðdraganda kosninga til Stúdentaráðs.
Forsaga málsins er sú að nemi við háskólann, sem hafði skráð sig í bannskrá Þjóðskrár, kvartaði undan ónæðinu sem hann varð fyrir í aðdraganda kosninganna 2014.
Stundin hefur úrskurð Persónuverndar undir höndum en hann var kveðinn upp á fundi stjórnar hinn 26. júní síðastliðinn og mun birtast á vef stofnunarinnar á næstu dögum.
Athugasemdir