Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Helga Vala segir Davíð fáfróðan um mótmælin: „Vitinu virðist naumt skammtað“

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýn­ir skrif í Morg­un­blað­inu um mót­mæl­in í Banda­ríkj­un­um. Hún seg­ir Dav­íð Odds­son rit­stjóra ekki hafa skiln­ing á rétt­inda­bar­áttu svartra og lög­reglu­of­beldi.

Helga Vala segir Davíð fáfróðan um mótmælin: „Vitinu virðist naumt skammtað“
Helga Vala Helgadóttir og Davíð Oddsson Þingmaðurinn segir ritstjórann kasta fram sora huga síns til að fá athygli.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra, vera „örvæntingarfullan fyrrverandi valdamann“ sem dreifi „þröngsýnum, hatursfullum og andstyggilegum skoðunum“. Þetta skrifar hún í grein í Morgunblaðinu, sem Davíð ritstýrir, í dag.

Í Staksteinum blaðsins í gær er hæðst að því að engin mótmæli hafi farið fram, hvorki í Bandaríkjunum né á Austurvelli, vegna mikils fjölda skotárása í Chicago um liðna helgi. Er augljóst af skrifunum að þau eru sett í samhengi við útbreidd og fjölmenn mótmæli í Bandaríkjunum síðustu daga vegna morðsins á George Floyd, og gert lítið úr þeim. Staksteinar eru ómerktir og því líklegt að Davíð eða meðritstjóri hans Haraldur Johannessen haldi um penna.

Í greininni segir Helga Vala óvandaða fjölmiðlaumfjöllun geta verið meiðandi og afvegaleiðandi. „Höfundur einn, sem ítrekað ritar í Morgunblaðið, gerist iðulega sekur um rökþurrð og afvegaleiðslu í skrifum sínum,“ skrifar hún. „Slík er ásókn hans í stundarathygli, enda gleymdur mörgum, að hann gerir allt sem hann getur til að kasta fram sora huga síns bara til að vekja umræðu og fá þá athygli sem hann þráir mest af öllu. Sneyptur var hann sendur í útlegð frá opinberum störfum eftir afglöp sín í Seðlabanka Íslands. En sægreifar, sem byggja auð sinn á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, réðu hann til starfa svo hann fær að rita mola er kallast Staksteinar.“

Hún segir þekkingarleysi höfundarins á baráttu svarts fólks í Bandaríkjunum opinberast í pistlinum. „Vitinu virðist naumt skammtað þar sem gert er lítið úr mótmælum þar í landi sem og á fjölmennum samstöðumótmælum á Austurvelli. Höfundur skilur yfirleitt ekki mótmæli, og alls ekki að þau mótmæli sem nú eiga sér stað vegna morðs lögreglumanns á George Floyd snúast um annað og meira en það einstaka morð. Höfundur hefði betur spurt einhverja af þeim afbragðsblaðamönnum er starfa á Morgunblaðinu svo hann yrði sér ekki til háðungar en því miður valdi hann í staðinn að ausa út fáfræði sinni í steinum blaðsins,“ skrifar hún.

Mótmælin hafa staðið yfir um öll Bandaríkin í hátt á aðra viku. „Mótmælin, og samstöðumótmælin sem breiðast nú út um heiminn, eru vegna ofbeldis, rasisma og misréttis gagnvart mörgum kynslóðum svartra íbúa landsins. Ræturnar liggja í margítrekuðu ofbeldi lögreglunnar gagnvart svörtu fólki í Bandaríkjunum. Þannig er svart fólk þrefalt líklegra til að láta lífið af völdum lögreglu en hvítt fólk þrátt fyrir að vera aðeins um 13 prósent íbúa. Þá verður að hafa í huga að umtalsvert fleira svart fólk er drepið af lögreglu þar í landi fyrir það eitt að vera á röngum tíma á vegi lögreglunnar en nærri fimmfalt fleiri eru drepin af lögreglu þar sem þau eru óvopnuð á ferð. Þess vegna er mótmælt,“ skrifar Helga Vala.

„Vonandi nær hann að lifa bjartari tíma en þann sem hann nú lifir“

„Staksteinar Morgunblaðsins voru í eina tíð hvöss lína flokkseigendafélags Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hún að lokum. „Þeir voru ekki endilega sannleikselskandi eða réttsýnir enda fyrst og fremst pólitískur og oft ósvífinn vöndur flokksins og því skemmtiefni þeim sem hafa gaman af pólitískum dansi. Það er liðin tíð. Í dag birtast steinarnir okkur sem aumur þráður til að dreifa þröngsýnum, hatursfullum og andstyggilegum skoðunum örvæntingarfulls fyrrverandi valdamanns sem neitar að sætta sig við að hans tími er löngu liðinn. Vonandi nær hann að lifa bjartari tíma en þann sem hann nú lifir. Biturleikinn er aldrei góður ferðafélagi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Erlent#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
Fréttir#BlackLivesMatter

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár