Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Helga Vala segir Davíð fáfróðan um mótmælin: „Vitinu virðist naumt skammtað“

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýn­ir skrif í Morg­un­blað­inu um mót­mæl­in í Banda­ríkj­un­um. Hún seg­ir Dav­íð Odds­son rit­stjóra ekki hafa skiln­ing á rétt­inda­bar­áttu svartra og lög­reglu­of­beldi.

Helga Vala segir Davíð fáfróðan um mótmælin: „Vitinu virðist naumt skammtað“
Helga Vala Helgadóttir og Davíð Oddsson Þingmaðurinn segir ritstjórann kasta fram sora huga síns til að fá athygli.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra, vera „örvæntingarfullan fyrrverandi valdamann“ sem dreifi „þröngsýnum, hatursfullum og andstyggilegum skoðunum“. Þetta skrifar hún í grein í Morgunblaðinu, sem Davíð ritstýrir, í dag.

Í Staksteinum blaðsins í gær er hæðst að því að engin mótmæli hafi farið fram, hvorki í Bandaríkjunum né á Austurvelli, vegna mikils fjölda skotárása í Chicago um liðna helgi. Er augljóst af skrifunum að þau eru sett í samhengi við útbreidd og fjölmenn mótmæli í Bandaríkjunum síðustu daga vegna morðsins á George Floyd, og gert lítið úr þeim. Staksteinar eru ómerktir og því líklegt að Davíð eða meðritstjóri hans Haraldur Johannessen haldi um penna.

Í greininni segir Helga Vala óvandaða fjölmiðlaumfjöllun geta verið meiðandi og afvegaleiðandi. „Höfundur einn, sem ítrekað ritar í Morgunblaðið, gerist iðulega sekur um rökþurrð og afvegaleiðslu í skrifum sínum,“ skrifar hún. „Slík er ásókn hans í stundarathygli, enda gleymdur mörgum, að hann gerir allt sem hann getur til að kasta fram sora huga síns bara til að vekja umræðu og fá þá athygli sem hann þráir mest af öllu. Sneyptur var hann sendur í útlegð frá opinberum störfum eftir afglöp sín í Seðlabanka Íslands. En sægreifar, sem byggja auð sinn á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, réðu hann til starfa svo hann fær að rita mola er kallast Staksteinar.“

Hún segir þekkingarleysi höfundarins á baráttu svarts fólks í Bandaríkjunum opinberast í pistlinum. „Vitinu virðist naumt skammtað þar sem gert er lítið úr mótmælum þar í landi sem og á fjölmennum samstöðumótmælum á Austurvelli. Höfundur skilur yfirleitt ekki mótmæli, og alls ekki að þau mótmæli sem nú eiga sér stað vegna morðs lögreglumanns á George Floyd snúast um annað og meira en það einstaka morð. Höfundur hefði betur spurt einhverja af þeim afbragðsblaðamönnum er starfa á Morgunblaðinu svo hann yrði sér ekki til háðungar en því miður valdi hann í staðinn að ausa út fáfræði sinni í steinum blaðsins,“ skrifar hún.

Mótmælin hafa staðið yfir um öll Bandaríkin í hátt á aðra viku. „Mótmælin, og samstöðumótmælin sem breiðast nú út um heiminn, eru vegna ofbeldis, rasisma og misréttis gagnvart mörgum kynslóðum svartra íbúa landsins. Ræturnar liggja í margítrekuðu ofbeldi lögreglunnar gagnvart svörtu fólki í Bandaríkjunum. Þannig er svart fólk þrefalt líklegra til að láta lífið af völdum lögreglu en hvítt fólk þrátt fyrir að vera aðeins um 13 prósent íbúa. Þá verður að hafa í huga að umtalsvert fleira svart fólk er drepið af lögreglu þar í landi fyrir það eitt að vera á röngum tíma á vegi lögreglunnar en nærri fimmfalt fleiri eru drepin af lögreglu þar sem þau eru óvopnuð á ferð. Þess vegna er mótmælt,“ skrifar Helga Vala.

„Vonandi nær hann að lifa bjartari tíma en þann sem hann nú lifir“

„Staksteinar Morgunblaðsins voru í eina tíð hvöss lína flokkseigendafélags Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hún að lokum. „Þeir voru ekki endilega sannleikselskandi eða réttsýnir enda fyrst og fremst pólitískur og oft ósvífinn vöndur flokksins og því skemmtiefni þeim sem hafa gaman af pólitískum dansi. Það er liðin tíð. Í dag birtast steinarnir okkur sem aumur þráður til að dreifa þröngsýnum, hatursfullum og andstyggilegum skoðunum örvæntingarfulls fyrrverandi valdamanns sem neitar að sætta sig við að hans tími er löngu liðinn. Vonandi nær hann að lifa bjartari tíma en þann sem hann nú lifir. Biturleikinn er aldrei góður ferðafélagi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Erlent#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
Fréttir#BlackLivesMatter

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
2
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
4
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár