Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Menning í sóttkví og skemmtun að heiman

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 24. apríl til 7. maí.

Menning í sóttkví og skemmtun að heiman

Þetta og ekki svo margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara. Allir viðburðirnir eru ókeypis, en hægt er að styðja listamenn með því að kaupa verk þeirra eða plötur á netinu.


Sóttkví #3

Hvar? Víðsvegar
Hvenær? 2. maí kl. 15.00 til 3. maí kl. 20.00
Streymi: Fb-síða Sóttkví 2020

Sóttkví 2020 er viðburðarsería sem hóf göngu sína í mars þegar ljóst var að margir tónleikar myndu falla niður. Á hverjum viðburði kemur fram rjóminn af grasrót tónlistarsenunnar, af hisminu sem fellur utan meginstraumsins og skapar áhugaverðustu tónana. Á þessum þriðja viðburði koma fram 23 hljómsveitir og listamenn. Meðal þeirra eru IDK IDA og MSEA; sú fyrri er dönsk tónlistarkona sem hefur lengi verið virk í íslenskri jaðarsenu, en í flutningi hennar takast á hið vélræna og lífræna; sú síðarnefnda er kanadískur listamaður sem hefur skapað flókinn hugarheim þar sem fegurð og óþægindi tengjast órjúfanlegum böndum.


Kúltúr klukkan 13

Hvar? Menningarhúsin í Kópavogi
Hvenær? 24. apríl kl. 13.00
Streymi: Stundin.is

Nú er komið að lokum seríunnar Kúltúr klukkan 13 þar sem Stundin og Menningarhúsin í Kópavogi hafa haldið uppi virkri dagskrá þrisvar í viku, en þriðja og síðasta GerðarStundin verður streymd 24. apríl. Þar leiða myndlistarmennirnir Bergur Thomas Anderson, Logi Leó Gunnarsson og Una Margrét Árnadóttir skapandi fjölskyldusmiðju.


Heima í Hörpu

Hvar? Harpa
Hvenær? Til 1. maí
Streymi: Fb-síða Hörpu

Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan taka höndum saman og bjóða upp á lifandi tónlistarstreymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna á meðan samkomubann varir. Fram undan spilar meðal annars Dúó Edda 24., Nicola Lolli konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari 27. og Voces Thules 30. apríl.


Tómamengi

Hvar? Mengi
Hvenær? 25. & 30. apríl & 2. maí kl. 20.00
Streymi: Youtube-síða Mengis

Mengi hefur brugðist við samkomubanninu með því að færa tónleikahald yfir á Youtube-rás sína. 25. apríl stíga paunkararnir í Korter í flog á svið,  30. apríl flytja Daníel Friðrik Böðvarsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Matthías Hemstock djass, fönk og rokk, og 2. maí verður verkið Mörk eftir Jóhannes Dagsson og Gunnar Andread Kristinsson flutt.


Mimesis

Hvar? Gallerí Fold
Hvenær? Frá 25. apríl
Streymi: Fb-síða Gallerí Foldar

Vegna samkomubannsins verður opnun einkasýningar Berglindar Svavarsdóttur ekki í persónu, heldur streymt á Facebook-síðu Gallerí Foldar. Áhorfendum er boðið að skyggnast inn í litríkan og heillandi heim í gegnum eins konar stækkunargler þar sem hægt er að fylgjast með plöntum, dýrum og skordýrum heyja sína daglegu baráttu til að komast af. 


Borgó í beinni

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 25. & 26. apríl 
Streymi: Youtube-síða Borgarleikhússins

Borgarleikhúsið hefur haldið úti beinu streymi af ýmsu efni frá því í mars og heldur því áfram. Hinn 25. apríl les leikarinn Arnar Dan Kristjánsson ævintýrasöguna Þar sem óhemjurnar eru, og þann 26.  er skyggnst bak við tjöldin á sýningunni Billy Elliot sem var sýnd 2015. Einnig er hægt að horfa á streymi frá öllum fyrri viðburðum.


Látum okkur streyma

Hvar? Hljómahöll
Hvenær? 29. apríl & 6. maí kl. 20.00
Streymi: FB-síða Hljómahallar

Í hverri viku heldur Hljómahöll tónleika sem verða streymdir á netinu og hjá RÚV, en þar koma fram margar af fremstu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. 29. apríl spilar silkimjúki og viðkunnanlegi R&B tónlistarmaðurinn Auður, en hann gaf nýlega út kynferðisbombusmáskífuna Ljós. 6. maí vaknar kynngimagnaða indí rokk-sveitin Mammút úr dvala.


Leikhúsveisla í stofunni

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Alla virka daga
Streymi: ruv.is

Þjóðleikhúsið sýnir upptökur af mörgum af ástsælustu leiksýningum síðustu ára. Þar að auki flytja leikarar ljóð fyrir einn áhorfanda (og þjóð í streymi) í Ljóð fyrir einn, leikarar flytja einverk í Einleikarinn og taka viðtöl við hvert annað í Stúdíó Kristall. Einnig er hægt að horfa á Leiksýning verður til, um sýninguna Kardemommubær.


Fjarsjóður þjóðar

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Á meðan samkomubannið er í gangi
Streymi: listasafn.is/360

Hægt er að skoða alla sýninguna Fjársjóður þjóðar að heiman, en í henni má finna þjóðlistaverk úr safneign Listasafns Íslands. Búið er að taka myndir af allri sýningunni og er því hægt að ráfa um hana í vefheimum á sama hátt og í persónu. 


Hjáleið

Hvar? Veður og vindur gluggagallerí
Hvenær? Til 25. apríl
Streymi: Í persónu

Á sýningunni Hjáleið má sjá verk eftir Helga Má Kristinsson sem líkja eftir umferðarskiltum í mismunandi uppsetningu. Helgi hefur lengi unnið list sem tengja má við abstrakt stefnuna, en á þessari sýningu eru skilti og vegmerkingar settar fram í nýtt samhengi. Skoða má sýninguna í gegnum glugga Hverfisgötu 37.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár