Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Menning í sóttkví og skemmtun að heiman

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 24. apríl til 7. maí.

Menning í sóttkví og skemmtun að heiman

Þetta og ekki svo margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara. Allir viðburðirnir eru ókeypis, en hægt er að styðja listamenn með því að kaupa verk þeirra eða plötur á netinu.


Sóttkví #3

Hvar? Víðsvegar
Hvenær? 2. maí kl. 15.00 til 3. maí kl. 20.00
Streymi: Fb-síða Sóttkví 2020

Sóttkví 2020 er viðburðarsería sem hóf göngu sína í mars þegar ljóst var að margir tónleikar myndu falla niður. Á hverjum viðburði kemur fram rjóminn af grasrót tónlistarsenunnar, af hisminu sem fellur utan meginstraumsins og skapar áhugaverðustu tónana. Á þessum þriðja viðburði koma fram 23 hljómsveitir og listamenn. Meðal þeirra eru IDK IDA og MSEA; sú fyrri er dönsk tónlistarkona sem hefur lengi verið virk í íslenskri jaðarsenu, en í flutningi hennar takast á hið vélræna og lífræna; sú síðarnefnda er kanadískur listamaður sem hefur skapað flókinn hugarheim þar sem fegurð og óþægindi tengjast órjúfanlegum böndum.


Kúltúr klukkan 13

Hvar? Menningarhúsin í Kópavogi
Hvenær? 24. apríl kl. 13.00
Streymi: Stundin.is

Nú er komið að lokum seríunnar Kúltúr klukkan 13 þar sem Stundin og Menningarhúsin í Kópavogi hafa haldið uppi virkri dagskrá þrisvar í viku, en þriðja og síðasta GerðarStundin verður streymd 24. apríl. Þar leiða myndlistarmennirnir Bergur Thomas Anderson, Logi Leó Gunnarsson og Una Margrét Árnadóttir skapandi fjölskyldusmiðju.


Heima í Hörpu

Hvar? Harpa
Hvenær? Til 1. maí
Streymi: Fb-síða Hörpu

Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan taka höndum saman og bjóða upp á lifandi tónlistarstreymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna á meðan samkomubann varir. Fram undan spilar meðal annars Dúó Edda 24., Nicola Lolli konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari 27. og Voces Thules 30. apríl.


Tómamengi

Hvar? Mengi
Hvenær? 25. & 30. apríl & 2. maí kl. 20.00
Streymi: Youtube-síða Mengis

Mengi hefur brugðist við samkomubanninu með því að færa tónleikahald yfir á Youtube-rás sína. 25. apríl stíga paunkararnir í Korter í flog á svið,  30. apríl flytja Daníel Friðrik Böðvarsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Matthías Hemstock djass, fönk og rokk, og 2. maí verður verkið Mörk eftir Jóhannes Dagsson og Gunnar Andread Kristinsson flutt.


Mimesis

Hvar? Gallerí Fold
Hvenær? Frá 25. apríl
Streymi: Fb-síða Gallerí Foldar

Vegna samkomubannsins verður opnun einkasýningar Berglindar Svavarsdóttur ekki í persónu, heldur streymt á Facebook-síðu Gallerí Foldar. Áhorfendum er boðið að skyggnast inn í litríkan og heillandi heim í gegnum eins konar stækkunargler þar sem hægt er að fylgjast með plöntum, dýrum og skordýrum heyja sína daglegu baráttu til að komast af. 


Borgó í beinni

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 25. & 26. apríl 
Streymi: Youtube-síða Borgarleikhússins

Borgarleikhúsið hefur haldið úti beinu streymi af ýmsu efni frá því í mars og heldur því áfram. Hinn 25. apríl les leikarinn Arnar Dan Kristjánsson ævintýrasöguna Þar sem óhemjurnar eru, og þann 26.  er skyggnst bak við tjöldin á sýningunni Billy Elliot sem var sýnd 2015. Einnig er hægt að horfa á streymi frá öllum fyrri viðburðum.


Látum okkur streyma

Hvar? Hljómahöll
Hvenær? 29. apríl & 6. maí kl. 20.00
Streymi: FB-síða Hljómahallar

Í hverri viku heldur Hljómahöll tónleika sem verða streymdir á netinu og hjá RÚV, en þar koma fram margar af fremstu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. 29. apríl spilar silkimjúki og viðkunnanlegi R&B tónlistarmaðurinn Auður, en hann gaf nýlega út kynferðisbombusmáskífuna Ljós. 6. maí vaknar kynngimagnaða indí rokk-sveitin Mammút úr dvala.


Leikhúsveisla í stofunni

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Alla virka daga
Streymi: ruv.is

Þjóðleikhúsið sýnir upptökur af mörgum af ástsælustu leiksýningum síðustu ára. Þar að auki flytja leikarar ljóð fyrir einn áhorfanda (og þjóð í streymi) í Ljóð fyrir einn, leikarar flytja einverk í Einleikarinn og taka viðtöl við hvert annað í Stúdíó Kristall. Einnig er hægt að horfa á Leiksýning verður til, um sýninguna Kardemommubær.


Fjarsjóður þjóðar

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Á meðan samkomubannið er í gangi
Streymi: listasafn.is/360

Hægt er að skoða alla sýninguna Fjársjóður þjóðar að heiman, en í henni má finna þjóðlistaverk úr safneign Listasafns Íslands. Búið er að taka myndir af allri sýningunni og er því hægt að ráfa um hana í vefheimum á sama hátt og í persónu. 


Hjáleið

Hvar? Veður og vindur gluggagallerí
Hvenær? Til 25. apríl
Streymi: Í persónu

Á sýningunni Hjáleið má sjá verk eftir Helga Má Kristinsson sem líkja eftir umferðarskiltum í mismunandi uppsetningu. Helgi hefur lengi unnið list sem tengja má við abstrakt stefnuna, en á þessari sýningu eru skilti og vegmerkingar settar fram í nýtt samhengi. Skoða má sýninguna í gegnum glugga Hverfisgötu 37.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár