Lýðheilsuváin sem nú steðjar að neyðir okkur til að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna sem flestir hafa aldrei hugleitt áður. Því er ekki að undra að hugsunarvillur geri vart við sig, til dæmis sú að við þessar aðstæður sé hægt að komast hjá því að „fórna“ einhverjum svo aðrir fái lifað.
Þessi villa birtist kannski skýrast í fullyrðingum um að það þurfi að „fletja út kúfinn“, eins og sagt er, svo við munum ekki standa frammi fyrir því síðar – ef of margir veikjast samtímis – að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja, til dæmis þar sem tækjabúnaður er takmarkaður.
Þegar betur er gáð held ég að fólk átti sig á því að flest sem stuðlar að bættri lýðheilsu felur í sér val um að fórna hagsmunum einhverra svo aðrir fái lifað betur. Þegar ákveðið er að loka ekki skólum eða leikskólum vegna COVID-19 er það meðal annars …
Athugasemdir