Hækkun lægstu launa ógnar efnahagslegum stöðugleika. Eða svo er okkur sagt þegar láglaunastéttir sækjast eftir kjarabótum í kjarasamningum. Á undanförnum árum hefur færst í aukana að þessu sé svarað með miskurteislegum ábendingum um að sama áhersla á aðhald virðist ekki eiga við þegar um hálaunahópa er að ræða. Þessu er gjarnan svarað með því að hálaunastéttirnar séu fremur fámennar og að launahækkanir þeirra hafi fyrir vikið ekki sömu efnahagslegu áhrif.
Þessu má svara með ábendingu um að þegar hagkerfið kólnar sé árangursríkt að hækka ráðstöfunartekjur tekjulægstu heimila, enda verji þau hærra hlutfalli af slíkri hækkun í neyslu en tekjuhæstu hóparnir gera (og já, hagkerfið hefur verið að kólna). Þá fáum við að heyra eitthvað um að starfskraftar hálaunafólksins séu eftirsóttir, það verði að borga þessu fólki samkeppnishæf laun. Ég hef samt ekki tekið eftir því að það sé skortur á vinnuafli í störf á borð við dómara eða æðstu embætti …
Athugasemdir