Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að myndun stjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum árið 2017 hafi verið djörf ákvörðun en „ótrúlega spennandi“ að hennar mati. „Ef við gáfum okkur að VG ætti erindi í ríkisstjórn og þangað vildum við fara, þá var ekki annar leikur í stöðunni.“
Andrés Ingi Jónsson, sem nú hefur yfirgefið þingflokkinn, sagðist hins vegar „einfaldlega ekki sjá málefnaleg rök sem yfirtrompuðu þá afstöðu að Sjálfstæðisflokkur væri ekki stjórntækur, ekkert hefði komið fram sem gæfi tilefni til að skipta um skoðun“. Myndun þessarar ríkisstjórnar væri eingöngu verjandi í stjórnarkreppu.
Þetta kemur fram í nýrri bók sem kemur út í tilefni af tuttugu ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Bókin ber titilinn „Hreyfing rauð og græn“ og er eftir Pétur Hrafn Árnason sagnfræðing. Í henni er saga VG rakin frá upphafsárum flokksins til núverandi stöðu sem leiðandi flokks í ríkisstjórn.
Í bókinni er fjallað um myndun núverandi ríkisstjórnar …
Athugasemdir