Allt frá því áður en mútugreiðslur Samherja í Namibíu voru gerðar opinberar með umfjöllun Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera hafa stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækisins unnið að því að milda höggið. Með yfirlýsingum og viðtölum hafa þeir reynt að draga athyglina frá kjarna málsins og gert fjölmiðla sjálfa eða lesendur þeirra að sökudólgum í málinu. Hafa þeir notið stuðnings stjórnmálamanna sem hafa stigið fram og sagt umræðuna óvægna.
Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri hafa málið til skoðunar, það hefur verið rætt á Alþingi og í ríkisstjórn og Samherji sjálfur hefur ráðið lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að skoða starfsemi sína í Namibíu. Þrátt fyrir þetta hafa ýmsar útskýringar verið notaðar af stjórnendum Samherja og stuðningsmönnum þeirra úr heimi stjórnmálanna sem fæstar eiga við rök að styðjast.
1„Allt hefur verið rannsakað“
Þegar fráfarandi forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, var orðið ljóst að til stæði að fjalla um Namibíuveiðar fyrirtækisins hóf hann mikla sókn …
Athugasemdir