Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hanna Birna sagði ósatt um ráðgjöf

Hanna Birna sagði ósatt um að hún hefði feng­ið ráð­gjöf í ráðu­neyt­inu. Skýrsla stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um leka­mál­ið vænt­an­leg í dag. Þing­menn úr stjórn­ar­meiri­hlut­an­um á Al­þingi sögðu sig frá mál­inu og gáfu út yf­ir­lýs­ingu.

Hanna Birna sagði ósatt um ráðgjöf

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um lekamálið á fundi nefndarinnar í morgun. Skýrsla nefndarinnar um meðferð trúnaðargagna í stjórnsýslunni og embættisskyldur innanríkisráðherra var afgreidd út úr nefndinni, en þingmenn úr stjórnarmeirihlutanum á Alþingi sögðu sig hins vegar frá málinu og gáfu út yfirlýsingu þess efnis að málinu hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var 8. janúar 2015 og afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, birti yfirlýsinguna á Facebook-síðu sinni í kjölfarið. 

Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist í samtali við Stundina harma að í nefndinni hafi myndast stjórn og stjórnarandstaða í þessu máli. „Þessi nefnd á að vera hafin yfir pólitísk landamæri,“ segir hann. „Við höfum litið svo á, og starfað á þeirri forsendu, að málið væri víðtækara en það sem umboðsmaður Alþingis fjallaði um. Það fjallar nefnilega um samskipti ráðherrans við Alþingi - það sem sagt var fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og í þingsal. Skýrsla okkar snýr að þeim þáttum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár