Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Viðsnúningur í viðhorfum Vigdísar Hauksdóttur eftir valdatökuna

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks lögðu fram þings­álykt­unn­ar­til­lögu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðlsu um við­ræðu­ferli Ís­lands og ESB ár­ið 2010.

Viðsnúningur í viðhorfum Vigdísar Hauksdóttur eftir valdatökuna

Vigdís Hauksdóttir, ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, Pétri H. Blöndal og Árna Johnsen, lögðu fram þingsályktunartillögu árið 2010 um að þjóðaratkvæðisgreiðsla færi fram um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Þingsályktunartillagan strandaði í þinginu líkt og mátti búast við þar sem Vigdís og félagar voru í stjórnarandstöðu. Í þingsályktunartillögunni koma þó eftirfarandi orð fram sem lýsa vel viðhorfsbreytingu þingmanna við að fara úr stjórnarandstöðu í ríkisstjórnarsamstarf: „Alþingi eitt hefur vald til að draga umsóknina til baka, en minnt er á að sami þingmeirihluti situr nú og við samþykkt umsóknarinnar.“

„Þetta mál snýst um rétt þjóðarinnar til að segja skoðun sína á því hvort eigi að halda áfram með aðlögunarferlið eða ekki“

„Þetta mál snýst um rétt þjóðarinnar til að segja skoðun sína á því hvort eigi að halda áfram með aðlögunarferlið eða ekki,“ sagði Vigdís svo í umræðu um tillöguna.

Eins og fram hefur komið í fréttum ákvað ríkisstjórnin á dögunum að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið með bréfasendingu án þjóðaratkvæðagreiðslu og án þess að taka málið upp á Alþingi. 

Hafa umhverfst í afstöðu sinni

Niðurlag ályktunarinnar hljóðar svo líkt og það komi úr munni núverandi stjórnarandstöðu. „Þjóðaratkvæðagreiðsla er viðurkennd aðferð til að leiða fram þjóðarvilja í mikilvægum málefnum. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins er brýnt hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Allir stjórnmálaflokkar tala fyrir auknu lýðræði og beinni aðkomu þjóðarinnar að ákvarðanatöku, sér í lagi þegar um stór deilumál er um að ræða. Nú reynir á að sýna þann vilja í verki,“ segir í þingsályktunartillögunni.

Breytt afstaða til lýðræðis

Þetta er ekki eina dæmið um að Vigdís segi eitt í stjórnarandstöðu en annað í ríkisstjórnarsamstarfi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni árið 2012 sagði hún til að mynda að skoðakannanir bentu til þess að meirihluti landsmanna vildi ekki að Ísland gengi í Evrópusambandið.  „Skoðanakannanir sem við erum búin að vera að horfa á núna í eitt og hálft ár sýna það að landsmenn stíga ekki sama dans og ríkisstjórnin þannig að núna verður meirihlutinn að fara að ráða hér í þessu landi,“ sagði Vigdís þá. Skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera í lok síðasta mánaðar benti til að um 80 prósent landsmanna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár