Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Viðsnúningur í viðhorfum Vigdísar Hauksdóttur eftir valdatökuna

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks lögðu fram þings­álykt­unn­ar­til­lögu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðlsu um við­ræðu­ferli Ís­lands og ESB ár­ið 2010.

Viðsnúningur í viðhorfum Vigdísar Hauksdóttur eftir valdatökuna

Vigdís Hauksdóttir, ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, Pétri H. Blöndal og Árna Johnsen, lögðu fram þingsályktunartillögu árið 2010 um að þjóðaratkvæðisgreiðsla færi fram um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Þingsályktunartillagan strandaði í þinginu líkt og mátti búast við þar sem Vigdís og félagar voru í stjórnarandstöðu. Í þingsályktunartillögunni koma þó eftirfarandi orð fram sem lýsa vel viðhorfsbreytingu þingmanna við að fara úr stjórnarandstöðu í ríkisstjórnarsamstarf: „Alþingi eitt hefur vald til að draga umsóknina til baka, en minnt er á að sami þingmeirihluti situr nú og við samþykkt umsóknarinnar.“

„Þetta mál snýst um rétt þjóðarinnar til að segja skoðun sína á því hvort eigi að halda áfram með aðlögunarferlið eða ekki“

„Þetta mál snýst um rétt þjóðarinnar til að segja skoðun sína á því hvort eigi að halda áfram með aðlögunarferlið eða ekki,“ sagði Vigdís svo í umræðu um tillöguna.

Eins og fram hefur komið í fréttum ákvað ríkisstjórnin á dögunum að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið með bréfasendingu án þjóðaratkvæðagreiðslu og án þess að taka málið upp á Alþingi. 

Hafa umhverfst í afstöðu sinni

Niðurlag ályktunarinnar hljóðar svo líkt og það komi úr munni núverandi stjórnarandstöðu. „Þjóðaratkvæðagreiðsla er viðurkennd aðferð til að leiða fram þjóðarvilja í mikilvægum málefnum. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins er brýnt hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Allir stjórnmálaflokkar tala fyrir auknu lýðræði og beinni aðkomu þjóðarinnar að ákvarðanatöku, sér í lagi þegar um stór deilumál er um að ræða. Nú reynir á að sýna þann vilja í verki,“ segir í þingsályktunartillögunni.

Breytt afstaða til lýðræðis

Þetta er ekki eina dæmið um að Vigdís segi eitt í stjórnarandstöðu en annað í ríkisstjórnarsamstarfi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni árið 2012 sagði hún til að mynda að skoðakannanir bentu til þess að meirihluti landsmanna vildi ekki að Ísland gengi í Evrópusambandið.  „Skoðanakannanir sem við erum búin að vera að horfa á núna í eitt og hálft ár sýna það að landsmenn stíga ekki sama dans og ríkisstjórnin þannig að núna verður meirihlutinn að fara að ráða hér í þessu landi,“ sagði Vigdís þá. Skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera í lok síðasta mánaðar benti til að um 80 prósent landsmanna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár