Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur veitt 365 miðlum, Ríkisútvarpinu og Útvarpi Sögu viðtöl undanfarna mánuði án þess að rætt sé um tengsl hans við fyrirtækið Orku Energy.
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag birtist viðtal við Illuga um íslenska námslánakerfið. Þá veitti hann fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal um málefni tónlistarskólanna fyrr í sumar auk þess sem spjallað hefur verið við hann á Útvarpi Sögu og Bylgjunni. Enn hefur hann þó ekki svarað spurningum fjölmiðla um tengsl sín við Orku Energy.
Athugasemdir