Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn neita að ræða takmörkun á launahækkun sinni - Áfengisfrumvarpið tekið fyrir í dag

37 þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar, Bjartr­ar fram­tíð­ar og Fram­sókn­ar­flokks­ins neit­uðu að taka um­ræðu um frum­varp Pírata sem kveð­ur á um lækk­un launa þing­manna til sam­ræm­is við al­menna launa­þró­un. Áfeng­is­frum­varp­ið er á dag­skrá Al­þing­is í dag.

Þingmenn neita að ræða takmörkun á launahækkun sinni - Áfengisfrumvarpið tekið fyrir í dag
Frá Alþingi Þingmenn hafa fengið 75 prósent hækkun á þingfararkaupi á kjörtímabili síðustu tveggja ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Pressphotos

37 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins kusu gegn því í morgun að taka umræðu á Alþingi um hvort þingmenn ættu að takmarka launahækkanir sínar við sambærilegar launahækkanir og almenningur hefur fengið frá árinu 2013. 

Frumvarp Jón Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, þessa efnis, verður því ekki á dagskrá þingsins í dag. Meðal mála sem á dagskránni eru í dag er samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, staðan í ferðamálum, húsnæði Listaháskóla Íslands, aðskilnaður fjárfestingabanka- og viðskiptabanka og áfengisfrumvarp sjálfstæðisþingmannsins Teits Björns Einarssonar. Talið er að það muni taka stóran hluta af tíma þingsins í dag og jafnvel ýta mörgum öðrum málum til hliðar.

Launahækkun langt umfram almenning

Jón Þór ÓlafssonÞingmaður Pírata lagði fram frumvarp um lækkun launa þingmanna til samræmis við almenna launaþróun.

Þingmenn fengu tæplega 45 prósent launahækkun með ákvörðun kjararáðs, sem skipað er af Alþingi, á kjördag, 29. október síðastliðinn, án þess að kjósendur vissu af. Þingfararkaup hafði þá síðasta áratuginn hækkað um 127 prósent á sama tímabili og launavísitala hefur hækkað um 98,6 prósent. 

Launahækkun þingmanna var um 338 þúsund krónur í einu skrefi, en samtals er hækkun þingfararkaups tæp 75 prósent frá 2013, á sama tíma og almenn laun hafa hækkað um 29 prósent. Eftir háværa gagnrýni ákvað forsætisnefnd Alþingis að leggja til að skattfrjálsar endurgreiðslur til þingmanna yrðu lækkaðar um rúmlega 100 þúsund krónur. 

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í gær „alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um málið á Alþingi, þar sem það ætti að vera í höndum kjararáðs, en sjálfur hefur hann varað við því að Íslendingar „kunni sér ekki hóf þegar vel árar“ og varað við ófriði á vinnumarkaði sem helsta hættuna gegn stöðugleikanum. „Það er við þær aðstæður sem fólk segir: Nei, það þarf að gera svo miklu miklu meira. Þessu er ég bara ósammála ... Mín skoðun er sú að mestu hættumerkin hvað varðar óstöðugleika séu þróun gengisins, annars vegar og hins vegar, staðan á vinnumarkaði. Að það sé friður á vinnumarkaði.“

Samningar gætu verið í uppnámi

Tilefni þess að Jón Þór og Píratar vildu umræðu um málið á Alþingi er að bæði samtök atvinnurekenda og samtök launþega hafa ályktað um að miklar launahækkanir þingmanna og ráðherra skaði komandi kjaraviðræður. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að „forsendubresturinn [sé] augljós“. Ríkissáttasemjari hefur sagt að framundan sé erfitt ár. Innan viku mun forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnurekenda skila niðurstöðum um hvort forsendur kjarasamninga haldi eða hvort þeir opnist, með hættu á langvinnum kjaradeilum og verkföllum.

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, hefur sagt að þingmenn hafi orðið eftir á í kjaraþróun frá efnahagshruninu 2008. Hann útskýrði afstöðu sína að greiða atkvæði gegn umræðu um málið með því að það hefði þegar verið fært í farveg. „Við skulum ekki gleyma því að það eru fjórir mánuðir frá því úrskurður kjararáðs féll. Það er algjör fyrirsláttur að tala um að hér séu að koma fram einhverjar nýjar upplýsingar núna. Við höfum vitað um úrskurðinn og við sjáum engar forsendur til þess að menn taki þetta mál upp núna með skyndingu til að reyna að berja sér á brjóst.“

Benedikt JóhannessonTelur þingmenn hafa dregist aftur úr og því hafi kjararáð hækkað þingfararkaup.

Benedikt vísar þar í að forsætisnefnd Alþingis hefur lagt til að mánaðarlegar skattfrjálsar endurgreiðslur til þingmanna, sem leggjast ofan á ríflega 1,1 milljóna króna mánaðarlaun, verði lækkaðar um rúmar 100 þúsund krónur.

Jón Þór Ólafsson sagði í ræðustóli í morgun að það væri ekki nóg og að Alþingi gæti skapað frið á vinnumarkaði með ákvörðun sinni.

„Við skiptum náttúrlega um skoðun á grundvelli upplýsinga. Nýjar upplýsingar komu fram. Þegar forsætisnefndarleiðin virkaði ekki, eins og aðilar vinnumarkaðarins hafa sagt, þá reynum við aðra leið. Þetta er önnur leið og þetta er leið sem þýðir í rauninni að kjararáð fari að lögum. Ástæðan fyrir því hvers vegna málið kemur fram á þessum tímapunkti er að nú er alveg ljóst og hefur verið sagt að kjarasamningar muni líklega ekki halda. Þetta væri leið til sátta fyrir Alþingi. Alþingi myndi stíga skref í átt til sátta á vinnumarkaði. Það er það sem við getum gert.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
1
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár