Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn neita að ræða takmörkun á launahækkun sinni - Áfengisfrumvarpið tekið fyrir í dag

37 þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar, Bjartr­ar fram­tíð­ar og Fram­sókn­ar­flokks­ins neit­uðu að taka um­ræðu um frum­varp Pírata sem kveð­ur á um lækk­un launa þing­manna til sam­ræm­is við al­menna launa­þró­un. Áfeng­is­frum­varp­ið er á dag­skrá Al­þing­is í dag.

Þingmenn neita að ræða takmörkun á launahækkun sinni - Áfengisfrumvarpið tekið fyrir í dag
Frá Alþingi Þingmenn hafa fengið 75 prósent hækkun á þingfararkaupi á kjörtímabili síðustu tveggja ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Pressphotos

37 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins kusu gegn því í morgun að taka umræðu á Alþingi um hvort þingmenn ættu að takmarka launahækkanir sínar við sambærilegar launahækkanir og almenningur hefur fengið frá árinu 2013. 

Frumvarp Jón Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, þessa efnis, verður því ekki á dagskrá þingsins í dag. Meðal mála sem á dagskránni eru í dag er samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, staðan í ferðamálum, húsnæði Listaháskóla Íslands, aðskilnaður fjárfestingabanka- og viðskiptabanka og áfengisfrumvarp sjálfstæðisþingmannsins Teits Björns Einarssonar. Talið er að það muni taka stóran hluta af tíma þingsins í dag og jafnvel ýta mörgum öðrum málum til hliðar.

Launahækkun langt umfram almenning

Jón Þór ÓlafssonÞingmaður Pírata lagði fram frumvarp um lækkun launa þingmanna til samræmis við almenna launaþróun.

Þingmenn fengu tæplega 45 prósent launahækkun með ákvörðun kjararáðs, sem skipað er af Alþingi, á kjördag, 29. október síðastliðinn, án þess að kjósendur vissu af. Þingfararkaup hafði þá síðasta áratuginn hækkað um 127 prósent á sama tímabili og launavísitala hefur hækkað um 98,6 prósent. 

Launahækkun þingmanna var um 338 þúsund krónur í einu skrefi, en samtals er hækkun þingfararkaups tæp 75 prósent frá 2013, á sama tíma og almenn laun hafa hækkað um 29 prósent. Eftir háværa gagnrýni ákvað forsætisnefnd Alþingis að leggja til að skattfrjálsar endurgreiðslur til þingmanna yrðu lækkaðar um rúmlega 100 þúsund krónur. 

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í gær „alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um málið á Alþingi, þar sem það ætti að vera í höndum kjararáðs, en sjálfur hefur hann varað við því að Íslendingar „kunni sér ekki hóf þegar vel árar“ og varað við ófriði á vinnumarkaði sem helsta hættuna gegn stöðugleikanum. „Það er við þær aðstæður sem fólk segir: Nei, það þarf að gera svo miklu miklu meira. Þessu er ég bara ósammála ... Mín skoðun er sú að mestu hættumerkin hvað varðar óstöðugleika séu þróun gengisins, annars vegar og hins vegar, staðan á vinnumarkaði. Að það sé friður á vinnumarkaði.“

Samningar gætu verið í uppnámi

Tilefni þess að Jón Þór og Píratar vildu umræðu um málið á Alþingi er að bæði samtök atvinnurekenda og samtök launþega hafa ályktað um að miklar launahækkanir þingmanna og ráðherra skaði komandi kjaraviðræður. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að „forsendubresturinn [sé] augljós“. Ríkissáttasemjari hefur sagt að framundan sé erfitt ár. Innan viku mun forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnurekenda skila niðurstöðum um hvort forsendur kjarasamninga haldi eða hvort þeir opnist, með hættu á langvinnum kjaradeilum og verkföllum.

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, hefur sagt að þingmenn hafi orðið eftir á í kjaraþróun frá efnahagshruninu 2008. Hann útskýrði afstöðu sína að greiða atkvæði gegn umræðu um málið með því að það hefði þegar verið fært í farveg. „Við skulum ekki gleyma því að það eru fjórir mánuðir frá því úrskurður kjararáðs féll. Það er algjör fyrirsláttur að tala um að hér séu að koma fram einhverjar nýjar upplýsingar núna. Við höfum vitað um úrskurðinn og við sjáum engar forsendur til þess að menn taki þetta mál upp núna með skyndingu til að reyna að berja sér á brjóst.“

Benedikt JóhannessonTelur þingmenn hafa dregist aftur úr og því hafi kjararáð hækkað þingfararkaup.

Benedikt vísar þar í að forsætisnefnd Alþingis hefur lagt til að mánaðarlegar skattfrjálsar endurgreiðslur til þingmanna, sem leggjast ofan á ríflega 1,1 milljóna króna mánaðarlaun, verði lækkaðar um rúmar 100 þúsund krónur.

Jón Þór Ólafsson sagði í ræðustóli í morgun að það væri ekki nóg og að Alþingi gæti skapað frið á vinnumarkaði með ákvörðun sinni.

„Við skiptum náttúrlega um skoðun á grundvelli upplýsinga. Nýjar upplýsingar komu fram. Þegar forsætisnefndarleiðin virkaði ekki, eins og aðilar vinnumarkaðarins hafa sagt, þá reynum við aðra leið. Þetta er önnur leið og þetta er leið sem þýðir í rauninni að kjararáð fari að lögum. Ástæðan fyrir því hvers vegna málið kemur fram á þessum tímapunkti er að nú er alveg ljóst og hefur verið sagt að kjarasamningar muni líklega ekki halda. Þetta væri leið til sátta fyrir Alþingi. Alþingi myndi stíga skref í átt til sátta á vinnumarkaði. Það er það sem við getum gert.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár