„Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um þetta mál að undanförnu, bæði réttmætt og annað beinlínis rangt. Ég hef lært mikið af þessu ferli en það hefur ekki hvarflað að mér að segja af mér embætti,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, um úrskurð Persónuverndar. Stofnunin telur að Sigríður Björk hafi, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, brotið lög um persónuvernd og miðlun persónuupplýsingar þegar hún sendi Gísla Frey Valdórssyni þáverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra persónuupplýsingar um hælisleitendur. Sigríður Björk og Ólöf Nordal innanríkisráðherra eru báðar ósammála þeirri niðurstöðu.
„Ég er mjög ánægð með þessi orð ráðherrans og viðbrögð. Ég er einnig þakklát fyrir það traust sem ráðherrann sýnir mér,“ segir Sigríður Björk en Ólöf Nordal hefur sagt að lögreglustjórinn hafi verið í góðri trú þegar hún sendi umbeðnar upplýsingar til ráðuneytisins.
Athugasemdir