Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Ólga í lög­regl­unni vegna fjár­út­láta til KOM

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Almannatengslafyrirtækið KOM hefur fengið 830 þúsund krónur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna aðstoðar við að bæta ímynd lögreglunnar og lögreglustjóra í tengslum við lekamálið og mistökin sem gerð voru við vinnslu og birtingu skýrslunnar um Búsáhaldabyltinguna. 

Stundin sendi lögreglunni fyrirspurn um samstarf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtæki á dögunum. „LRH og RLS leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri upplýsinga- og fjarskiptamála. Viðbúið er að kallað verði eftir ráðgjöf á því sviði, en engir samningar þess efnis  hafa verið undirritaðir,” sagði í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar.

Í dag greinir Kjarninn hins vegar frá því að KOM hafi fengið hátt í milljón fyrir almannatengslaþjónustu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa fjárútlát til fyrirtækisins vegna krísustjórnunar og ímyndarfegrunar eftir að Sigríður Björk tók við embætti valdið nokkurri ólgu og óánægju innan lögreglunnar.

Á meðal lykilmanna fyrirtækisins KOM Public Relations er Friðjón R. Friðjónsson, en hann hefur tekið þátt í skipulagningu kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins og gegnt starfi upplýsingafulltrúa í dómsmálaráðuneytinu. Þá var hann um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.

KOM aðstoðaði Geir H. Haarde að rétta sinn hlut í fjölmiðlum vegna landsdómsmálsins á sínum tíma. Skemmst er að minnast þjónustu fyrirtækisins við Víglund Þorsteinsson, athafnamann sem athygli hefur vakið í fjölmiðlum vegna ásakana á hendur embættismanna vegna aðgerða sem gripið var til við endurskipulagningu bankakerfisins.

Þau ímyndarvandræði sem hrjáð hafa lögregluna varða úrskurði Persónuverndar frá því í lok febrúar. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefði, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki fylgt 11. og 12. grein persónuverndarlaga þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, lögreglugögn um hælisleitendur. Þá hefur lögreglan einnig þurft að svara fyrir vinnubrögð við gerð skýrslu um búsáhaldabyltinguna og mistök sem urðu við birtingu hennar, einnig á vakt Sigríðar Bjarkar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hefur verið treg til að veita viðtöl vegna umræddra mála og ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár