Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Ólga í lög­regl­unni vegna fjár­út­láta til KOM

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Almannatengslafyrirtækið KOM hefur fengið 830 þúsund krónur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna aðstoðar við að bæta ímynd lögreglunnar og lögreglustjóra í tengslum við lekamálið og mistökin sem gerð voru við vinnslu og birtingu skýrslunnar um Búsáhaldabyltinguna. 

Stundin sendi lögreglunni fyrirspurn um samstarf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtæki á dögunum. „LRH og RLS leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri upplýsinga- og fjarskiptamála. Viðbúið er að kallað verði eftir ráðgjöf á því sviði, en engir samningar þess efnis  hafa verið undirritaðir,” sagði í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar.

Í dag greinir Kjarninn hins vegar frá því að KOM hafi fengið hátt í milljón fyrir almannatengslaþjónustu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa fjárútlát til fyrirtækisins vegna krísustjórnunar og ímyndarfegrunar eftir að Sigríður Björk tók við embætti valdið nokkurri ólgu og óánægju innan lögreglunnar.

Á meðal lykilmanna fyrirtækisins KOM Public Relations er Friðjón R. Friðjónsson, en hann hefur tekið þátt í skipulagningu kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins og gegnt starfi upplýsingafulltrúa í dómsmálaráðuneytinu. Þá var hann um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.

KOM aðstoðaði Geir H. Haarde að rétta sinn hlut í fjölmiðlum vegna landsdómsmálsins á sínum tíma. Skemmst er að minnast þjónustu fyrirtækisins við Víglund Þorsteinsson, athafnamann sem athygli hefur vakið í fjölmiðlum vegna ásakana á hendur embættismanna vegna aðgerða sem gripið var til við endurskipulagningu bankakerfisins.

Þau ímyndarvandræði sem hrjáð hafa lögregluna varða úrskurði Persónuverndar frá því í lok febrúar. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefði, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki fylgt 11. og 12. grein persónuverndarlaga þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, lögreglugögn um hælisleitendur. Þá hefur lögreglan einnig þurft að svara fyrir vinnubrögð við gerð skýrslu um búsáhaldabyltinguna og mistök sem urðu við birtingu hennar, einnig á vakt Sigríðar Bjarkar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hefur verið treg til að veita viðtöl vegna umræddra mála og ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár