Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Ólga í lög­regl­unni vegna fjár­út­láta til KOM

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Almannatengslafyrirtækið KOM hefur fengið 830 þúsund krónur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna aðstoðar við að bæta ímynd lögreglunnar og lögreglustjóra í tengslum við lekamálið og mistökin sem gerð voru við vinnslu og birtingu skýrslunnar um Búsáhaldabyltinguna. 

Stundin sendi lögreglunni fyrirspurn um samstarf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtæki á dögunum. „LRH og RLS leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri upplýsinga- og fjarskiptamála. Viðbúið er að kallað verði eftir ráðgjöf á því sviði, en engir samningar þess efnis  hafa verið undirritaðir,” sagði í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar.

Í dag greinir Kjarninn hins vegar frá því að KOM hafi fengið hátt í milljón fyrir almannatengslaþjónustu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa fjárútlát til fyrirtækisins vegna krísustjórnunar og ímyndarfegrunar eftir að Sigríður Björk tók við embætti valdið nokkurri ólgu og óánægju innan lögreglunnar.

Á meðal lykilmanna fyrirtækisins KOM Public Relations er Friðjón R. Friðjónsson, en hann hefur tekið þátt í skipulagningu kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins og gegnt starfi upplýsingafulltrúa í dómsmálaráðuneytinu. Þá var hann um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.

KOM aðstoðaði Geir H. Haarde að rétta sinn hlut í fjölmiðlum vegna landsdómsmálsins á sínum tíma. Skemmst er að minnast þjónustu fyrirtækisins við Víglund Þorsteinsson, athafnamann sem athygli hefur vakið í fjölmiðlum vegna ásakana á hendur embættismanna vegna aðgerða sem gripið var til við endurskipulagningu bankakerfisins.

Þau ímyndarvandræði sem hrjáð hafa lögregluna varða úrskurði Persónuverndar frá því í lok febrúar. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefði, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki fylgt 11. og 12. grein persónuverndarlaga þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, lögreglugögn um hælisleitendur. Þá hefur lögreglan einnig þurft að svara fyrir vinnubrögð við gerð skýrslu um búsáhaldabyltinguna og mistök sem urðu við birtingu hennar, einnig á vakt Sigríðar Bjarkar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hefur verið treg til að veita viðtöl vegna umræddra mála og ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár