Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Ólga í lög­regl­unni vegna fjár­út­láta til KOM

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Almannatengslafyrirtækið KOM hefur fengið 830 þúsund krónur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna aðstoðar við að bæta ímynd lögreglunnar og lögreglustjóra í tengslum við lekamálið og mistökin sem gerð voru við vinnslu og birtingu skýrslunnar um Búsáhaldabyltinguna. 

Stundin sendi lögreglunni fyrirspurn um samstarf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtæki á dögunum. „LRH og RLS leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri upplýsinga- og fjarskiptamála. Viðbúið er að kallað verði eftir ráðgjöf á því sviði, en engir samningar þess efnis  hafa verið undirritaðir,” sagði í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar.

Í dag greinir Kjarninn hins vegar frá því að KOM hafi fengið hátt í milljón fyrir almannatengslaþjónustu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa fjárútlát til fyrirtækisins vegna krísustjórnunar og ímyndarfegrunar eftir að Sigríður Björk tók við embætti valdið nokkurri ólgu og óánægju innan lögreglunnar.

Á meðal lykilmanna fyrirtækisins KOM Public Relations er Friðjón R. Friðjónsson, en hann hefur tekið þátt í skipulagningu kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins og gegnt starfi upplýsingafulltrúa í dómsmálaráðuneytinu. Þá var hann um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.

KOM aðstoðaði Geir H. Haarde að rétta sinn hlut í fjölmiðlum vegna landsdómsmálsins á sínum tíma. Skemmst er að minnast þjónustu fyrirtækisins við Víglund Þorsteinsson, athafnamann sem athygli hefur vakið í fjölmiðlum vegna ásakana á hendur embættismanna vegna aðgerða sem gripið var til við endurskipulagningu bankakerfisins.

Þau ímyndarvandræði sem hrjáð hafa lögregluna varða úrskurði Persónuverndar frá því í lok febrúar. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefði, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki fylgt 11. og 12. grein persónuverndarlaga þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, lögreglugögn um hælisleitendur. Þá hefur lögreglan einnig þurft að svara fyrir vinnubrögð við gerð skýrslu um búsáhaldabyltinguna og mistök sem urðu við birtingu hennar, einnig á vakt Sigríðar Bjarkar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hefur verið treg til að veita viðtöl vegna umræddra mála og ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár