Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Ólga í lög­regl­unni vegna fjár­út­láta til KOM

Lögreglan borgaði almannatenglum tæpa milljón vegna lekamálsins og vandræða vegna búsáhaldaskýrslu

Almannatengslafyrirtækið KOM hefur fengið 830 þúsund krónur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna aðstoðar við að bæta ímynd lögreglunnar og lögreglustjóra í tengslum við lekamálið og mistökin sem gerð voru við vinnslu og birtingu skýrslunnar um Búsáhaldabyltinguna. 

Stundin sendi lögreglunni fyrirspurn um samstarf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtæki á dögunum. „LRH og RLS leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri upplýsinga- og fjarskiptamála. Viðbúið er að kallað verði eftir ráðgjöf á því sviði, en engir samningar þess efnis  hafa verið undirritaðir,” sagði í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar.

Í dag greinir Kjarninn hins vegar frá því að KOM hafi fengið hátt í milljón fyrir almannatengslaþjónustu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa fjárútlát til fyrirtækisins vegna krísustjórnunar og ímyndarfegrunar eftir að Sigríður Björk tók við embætti valdið nokkurri ólgu og óánægju innan lögreglunnar.

Á meðal lykilmanna fyrirtækisins KOM Public Relations er Friðjón R. Friðjónsson, en hann hefur tekið þátt í skipulagningu kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins og gegnt starfi upplýsingafulltrúa í dómsmálaráðuneytinu. Þá var hann um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.

KOM aðstoðaði Geir H. Haarde að rétta sinn hlut í fjölmiðlum vegna landsdómsmálsins á sínum tíma. Skemmst er að minnast þjónustu fyrirtækisins við Víglund Þorsteinsson, athafnamann sem athygli hefur vakið í fjölmiðlum vegna ásakana á hendur embættismanna vegna aðgerða sem gripið var til við endurskipulagningu bankakerfisins.

Þau ímyndarvandræði sem hrjáð hafa lögregluna varða úrskurði Persónuverndar frá því í lok febrúar. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefði, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki fylgt 11. og 12. grein persónuverndarlaga þegar hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, lögreglugögn um hælisleitendur. Þá hefur lögreglan einnig þurft að svara fyrir vinnubrögð við gerð skýrslu um búsáhaldabyltinguna og mistök sem urðu við birtingu hennar, einnig á vakt Sigríðar Bjarkar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hefur verið treg til að veita viðtöl vegna umræddra mála og ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár