Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnmálafræðingar furðu lostnir yfir útspili Gunnars Braga

„Bréf­ið seg­ir að­eins að hún ætli ekki að vinna sam­kvæmt þeirri þings­álykt­un sem þó er í gildi”

Stjórnmálafræðingar furðu lostnir yfir útspili Gunnars Braga

Fjörugar umræður um ESB-upphlaupið hafa farið fram á samfélagsmiðlunum í dag og ótal stjórnmálaspekúlantar lagt orð í belg. Á meðal þeirra eru stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann Einarsson, Birgir Hermannsson og Ólafur Þ. Harðarson. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona, segir brýnt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd láti málið til sín taka, meti hvort um brot á lögum um ráðherraábyrgð sé að ræða og hvort kalla þurfi saman landsdóm.

Eiríkur er forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst og hefur rannsakað þróun Evrópusambandsins um árabil. Hann skrifar á Facebook:

Það eina sem raunverulega gerðist í gær er að ríkisstjórnin hætti við að afturkalla aðildarumsóknina að ESB á Alþingi. Það eru hin stóru tíðindi sem fólk og fjölmiðlar virðast hafa misst af. Að minni hyggju eru hér stórtíðindi á ferð. Ríkisstjórnin sættir sig við að í gildi sé þingsályktunartillaga sem feli henni að sækja um aðild að ESB og standa í þeim viðræðum. Bréfið segir aðeins að hún ætli ekki að vinna samkvæmt þeirri þingsályktun sem þó er í gildi. Hún ætli sér að vera þingsályktunarbrjótur. Ísland er því áfram umsóknarsríki að ESB í þeim skilningi og ætti samkvæmt öllu að geta tekið upp þráðinn komi til valda ríkisstjórn með slíkan vilja. Aftur: Það að ríkisstjórnin hafi hætt við afturköllun á þingi eru hin stóru tíðindi málsins.

Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, virðist vera í svipuðum hugleiðingum.

Bréfaskriftir ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins eru illskiljanlegar, eiginlega verri svona daginn eftir en í gær. Yfirlýsingar ráðherra stangast hver á aðra þannig að landsmenn bíða eftir því að túlkunarfræðingar ESB komist að einhverri niðurstöðu um málið. Alþingi ræðir málið á mánudaginn, ráðherrarnir hafa því tíma yfir helgina til að undirbúa einhverja haldbæra skýringu á innihaldi bréfsins og samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því á þriðjudaginn. Stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar ríkisstjórnarinnar virðast því hvorki skilja hvað bréfið þýðir né fá nokkurn botn í aðferðafræði ríkisstjórnarinnar.

Ólafur Þór Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands segist velta fyrir sér Íslandssögunni í þáskildagatíð:

Var aðild Íslands að Atlandshafsbandalaginu 1949 ekki samþykkt með þingsályktun? Hefði ný ríkisstjórn [t.d. Vinstri stjórn Hermanns Jónassonar 1956] getað ákveðið að ganga úr NATÓ án þess að bera það undir þingið? 

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar er ómyrk í máli og minnist á lög um ráðherraábyrgð og landsdóm. Í gær skrifaði hún á Facebook:

Nokkur atriði: 
– Ályktun Alþingis er ekki "tilmæli" heldur skipun.
– Ráðherra sem fer gegn ályktunum Alþingis hefur framið eða alla vega reynt að fremja valdarán og í raun afnumið þingræðið.
– Ef Alþingi gerir ekkert í málinu er Ísland vart lýðræðisríki lengur. 
– Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður að láta málið til sín taka og meta hvort um brot á lögum um ráðherraábyrgð er að ræða og hvort kalla skuli saman landsdóm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár