Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnarliðar skrópa á nefndarfundi: „Úti í kjördæmunum að sinna kosningabaráttunni“

Eng­inn af þrem­ur full­trú­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fjár­laga­nefnd mætti á fundi nefnd­ar­inn­ar í vik­unni og að­eins tveir stjórn­ar­lið­ar mættu á fund alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar í gær. „Ekki get­ur geng­ið að það sé slík mæt­ing á nefnd­ar­fundi að það standi nefnd­ar­starf­inu fyr­ir þrif­um,“ seg­ir for­seti Al­þing­is.

Stjórnarliðar skrópa á nefndarfundi: „Úti í kjördæmunum að sinna kosningabaráttunni“

Aðeins tveir þingmenn stjórnarflokkanna mættu á fundi fjárlaganefndar á þriðjudag og miðvikudag, þau Páll Jóhann Pálsson og Vigdís Hauksdóttir, en hvorugt þeirra býður sig fram í Alþingiskosningunum sem fram fara í lok mánaðar.

Enginn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd mætti á fundina þrátt fyrir að á dagskrá væru mál sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sett á oddinn; annars vegar fyrirhugaðar breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og hins vegar ný heildarlög um opinber innkaup. 

Þegar allsherjar- og menntamálanefnd fundaði í gær voru einnig aðeins tveir fulltrúar stjórnarliða viðstaddir, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá hefur Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, kvartað undan því að hvorki fjármálaráðherra né innanríkisráðherra, þ.e. formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafi verið viðstödd óundirbúinn fyrirspurnartíma á mánudag og fullyrt að þetta sé vegna þess að þau hafi verið að sinna kosningabaráttunni.

Óvissa og ósætti ríkir um framhald þingfunda. Hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýnt stjórnarliða harðlega fyrir að skrópa á fundi fastanefnda þingsins og heyja kosningabaráttu meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að með þessu áframhaldi þurfi að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem annast meðal annars kosningaeftirlit, enda skekki það samkeppni milli stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga að stjórnarmeirihlutinn nýti sér yfirburðastöðu sína á Alþingi til að heyja kosningabaráttu á kostnað minnihlutans.  

„Stjórnarmeirihlutinn er hættur á þessu þingi, hann er hættur að vinna. Ég sat nærri því fjögurra klukkustunda fund í fjárlaganefnd í gær um mikilvægt mál sem hér er á dagskránni, lífeyrismál opinberra starfsmanna. Þar voru tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans og báðir að hætta á þingi. Aftur í morgun voru sömu tveir mættir einir í fjárlaganefnd,“ sagði Árni Páll í ræðu undir liðnum fundarstjórn forseta í gær. „Þarf frekari vitnanna við? Það er enginn þingmaður stjórnarmeirihlutans sem hyggur á endurkjör sem virðir þingið mætingu. Þeir mæta ekki. Þetta gengur ekki. Fjárlaganefnd var þannig skipuð tvo morgna í röð að þar sjást ekki þingmenn aðrir en þeir sem ekki hyggja á endurkjör. Þetta er grafalvarlegt mál. Hæstvirtur forseti verður að taka stjórn þingsins í sínar hendur, hann hefur tólin og tækin. Hann verður að gera hlé á þingfundum þangað til að stjórnarmeirihlutinn kemur með málalista og það liggur í augum uppi að það geta ekki verið ágreiningsmál því að tíminn til að ræða ágreiningsmál er úti þegar starfsáætlun er lokið.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár