Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnarliðar skrópa á nefndarfundi: „Úti í kjördæmunum að sinna kosningabaráttunni“

Eng­inn af þrem­ur full­trú­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fjár­laga­nefnd mætti á fundi nefnd­ar­inn­ar í vik­unni og að­eins tveir stjórn­ar­lið­ar mættu á fund alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar í gær. „Ekki get­ur geng­ið að það sé slík mæt­ing á nefnd­ar­fundi að það standi nefnd­ar­starf­inu fyr­ir þrif­um,“ seg­ir for­seti Al­þing­is.

Stjórnarliðar skrópa á nefndarfundi: „Úti í kjördæmunum að sinna kosningabaráttunni“

Aðeins tveir þingmenn stjórnarflokkanna mættu á fundi fjárlaganefndar á þriðjudag og miðvikudag, þau Páll Jóhann Pálsson og Vigdís Hauksdóttir, en hvorugt þeirra býður sig fram í Alþingiskosningunum sem fram fara í lok mánaðar.

Enginn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd mætti á fundina þrátt fyrir að á dagskrá væru mál sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sett á oddinn; annars vegar fyrirhugaðar breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og hins vegar ný heildarlög um opinber innkaup. 

Þegar allsherjar- og menntamálanefnd fundaði í gær voru einnig aðeins tveir fulltrúar stjórnarliða viðstaddir, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá hefur Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, kvartað undan því að hvorki fjármálaráðherra né innanríkisráðherra, þ.e. formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafi verið viðstödd óundirbúinn fyrirspurnartíma á mánudag og fullyrt að þetta sé vegna þess að þau hafi verið að sinna kosningabaráttunni.

Óvissa og ósætti ríkir um framhald þingfunda. Hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýnt stjórnarliða harðlega fyrir að skrópa á fundi fastanefnda þingsins og heyja kosningabaráttu meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að með þessu áframhaldi þurfi að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem annast meðal annars kosningaeftirlit, enda skekki það samkeppni milli stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga að stjórnarmeirihlutinn nýti sér yfirburðastöðu sína á Alþingi til að heyja kosningabaráttu á kostnað minnihlutans.  

„Stjórnarmeirihlutinn er hættur á þessu þingi, hann er hættur að vinna. Ég sat nærri því fjögurra klukkustunda fund í fjárlaganefnd í gær um mikilvægt mál sem hér er á dagskránni, lífeyrismál opinberra starfsmanna. Þar voru tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans og báðir að hætta á þingi. Aftur í morgun voru sömu tveir mættir einir í fjárlaganefnd,“ sagði Árni Páll í ræðu undir liðnum fundarstjórn forseta í gær. „Þarf frekari vitnanna við? Það er enginn þingmaður stjórnarmeirihlutans sem hyggur á endurkjör sem virðir þingið mætingu. Þeir mæta ekki. Þetta gengur ekki. Fjárlaganefnd var þannig skipuð tvo morgna í röð að þar sjást ekki þingmenn aðrir en þeir sem ekki hyggja á endurkjör. Þetta er grafalvarlegt mál. Hæstvirtur forseti verður að taka stjórn þingsins í sínar hendur, hann hefur tólin og tækin. Hann verður að gera hlé á þingfundum þangað til að stjórnarmeirihlutinn kemur með málalista og það liggur í augum uppi að það geta ekki verið ágreiningsmál því að tíminn til að ræða ágreiningsmál er úti þegar starfsáætlun er lokið.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár