Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sterk hagsmunatengsl styrkveitenda Sjálfstæðisflokksins

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk fimm millj­ón­ir frá fé­lög­um sem hafa hags­muni af út­hlut­un lóða og bygg­ing­ar­verk­efna. Til sam­an­burð­ar fær flokk­ur­inn sjö millj­ón­ir frá út­gerð­inni. „Borg­ar­skipu­lag og fram­kvæmd­ir, tengd­ar lóða­skipu­lagi og fleira, er þar sem mark­að­ur­inn og stjórn­mál­in mæt­ast á sveit­ar­stjórn­arstigi,“ seg­ir stjórn­sýslu­fræð­ing­ur.

Sterk hagsmunatengsl styrkveitenda Sjálfstæðisflokksins
Bæjarstjóri Kópavogs Ármann Kr. Ólafsson kemur víða við sögu. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Bygginga-, verktaka- og fast­eigna­­félög styrktu Sjálfstæðis­flokkinn um ríflega fimm milljónir í fyrra. Það gerir um tuttugu prósent af heildarupphæð styrkja flokksins frá fyrirtækjum. Til samanburðar styrktu útgerðarfélög flokkinn um sjö milljónir króna. Þessi félög hafa mikla hagsmuni af góðu samstarfi við sveitarfélög, fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, enda fá þau bæði lóðir og verkefni úthlutuð frá bæjaryfirvöldum. Athygli vekur að flest öll félögin hafa komist í fréttir undanfarin ár vegna verkefna í Kraganum en sjálfstæðismenn hafa verið meira og minna við völd í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ á tímabilinu.

Sjálfstæðisflokkurinn fær lang­­mest allra flokka í styrki frá bygginga-, verktaka- og fasteigna­félögum. Til samanburðar fær Fram­sóknarflokkurinn um þrjár milljónir frá slíkum félögum og Samfylkingin um 900 þúsund krónur. Aðrir flokkar fá ekkert frá umræddum félögum.

Þar sem markaður og stjórnmál mætast

Stundin ræddi við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, dósent í opinberri stjórnsýslu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og segir hún að borgarskipulag og framkvæmdir sé þar sem stjórnmál og markaður mætast. „Eitt er að draga beina ályktun af einhvers konar orsök og afleiðingu og hitt er að sjá einhvers konar samband þarna á milli. Það verður að segja eins og er að borgarskipulag og framkvæmdir, tengdar lóðaskipulagi og fleiru, er þar sem markaðurinn og stjórnmálin mætast á sveitarstjórnarstigi. Þetta á ekki bara við á Íslandi heldur líka erlendis. Það sem maður getur fullyrt er að hagnaður er mikill og hvatarnir sömuleiðis. Ef það er ekki nægilegt gagnsæi þá er hægt að segja að við svona tengsl hringi allar bjöllur hjá spillingarvökum,“ segir Sigurbjörg.

Hvað almenna styrki til stjórnmála­flokka varðar segir Sigurbjörg að almennt megi líta á ákveðna væntingu innbyggða í styrkjum. „Það eru skilaboð með væntingum um það sé liðkað til eða það séu ákveðin skilyrði, að það sé búið í haginn fyrir málaflokka hagsmuna, ákveðna velvild til að tryggja kringumstæður handa þessum hagsmunum.“

Sonur eiganda byggingafélags keypti húsið

Byggingafélag Gylfa/Gunnars styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 400 þúsund krónur, sem er hámark þeirrar upp­hæðar sem fyrirtæki mega styrkja flokk með. Í sumar fjallaði Stundin um tengsl félagsins við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og sjálfstæðismanns, sem hefur lagt áherslu á að bæjarskrifstofur Kópavogs flytjist í Norðurturn Smára­lindar sem er að hluta í eigu félagsins. Starfsmaður Byggs og sonur eigandans keypti einbýlishúsið af Ármanni Kr. sem einnig hefur þegið styrk frá fyrirtækinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár