Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Rík­is­stjórn­in vill sníða lög­reglu­um­dæmun­um á Ís­landi þröng­an stakk næstu ár­in. Stöðu­gild­um mun fækka sam­hliða áfram­hald­andi fjölg­un íbúa og ferða­manna.

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin
Hert á aðhaldinu Aðhaldskröfur ríkisstjórnarinnar valda því að fækka þarf stöðugildum hjá lögregluumdæmunum næstu árin. Mynd: Af Facebook-síðu lögreglunnar

Ef áform ríkisstjórnarinnar um stóraukið aðhald í ríkisfjármálum ná fram að ganga þurfa lögregluembættin á Íslandi að fækka lögreglumönnum umtalsvert á næstu árum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig þurfa að fækka um sex til átta stöðugildi strax á næsta ári og áfram eftir það. Þá segja lögreglustjórar á Suðurlandi og Norðurlandi eystra að hvort embættið um sig þurfi að fækka lögreglumönnum um samtals fimm stöðugildi á tímabilinu 2018 til 2022. 

Þetta kemur fram í umsögnum lögregluembættanna um fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Ef hin sex lögregluumdæmin á landinu meta stöðuna með álíkum hætti má ætla að lögreglumönnum á Íslandi muni fækka um tugi stöðugilda á næstu árum. Um leið er gert ráð fyrir að ferðamönnum haldi áfram að fjölga og álag á lögregluna aukist.

Hert á aðhaldskröfunum

Í fjármálaáætluninni er mælt fyrir um 2 prósenta veltutengda aðhaldskröfu til flestra útgjaldasviða, meðal annars almanna- og réttaröryggis, strax á næsta ári, sem er tvöfalt strangari krafa en lagt var upp með í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem var samþykkt í fyrra. Almenna aðhaldskrafan nemur 1,5 prósentum á síðari hluta áætlunartímabilsins.

Ef útgjöld vegna þyrlukaupa fyrir Landhelgisgæsluna eru tekin út fyrir sviga blasir við að útgjöld til allra almanna- og réttaröryggismála munu aukast úr 23,4 milljörðum á árinu 2017 upp í 24,1 milljarð árið 2022. Þetta er 700 milljóna aukning og aðeins hluti hennar rennur til lögreglunnar, því undir málefnasvið almanna- og réttaröryggis heyra ekki aðeins löggæsla og landhelgismál heldur einnig ákæruvald, réttarvarsla, réttaraðstoð og fangelsismál. Þessari starfsemi verður sniðinn þröngur stakkur næstu árin. 

Fleiri landsmenn, færri löggur

Á tímabilinu 2007 til 2016 fækkaði lögreglumönnum um hátt í hundrað, en á sama tíma fjölgaði Íslendingum um 25 þúsund auk þess sem fjöldi ferðamanna þrefaldaðist. 

Í skýrslu nefndar um stöðu löggæslu á Íslandi, sem lögð var fyrir Alþingi árið 2013, var lagt mat á mannaflagreiningar ríkislögreglustjóra og dregin sú ályktun að staða löggæslu á Íslandi væri orðin grafalvarleg. Fjölga þyrfti um að minnsta kosti 236 lögreglumenn til að bregðast við þeirri fækkun sem orðið hefði innan lögreglunnar og eðlilegt markmið væri að lögreglumenn yrðu orðnir 860 talsins árið 2017. Í október í fyrra störfuðu enn aðeins 629 lögreglumenn á Íslandi og samkvæmt þeim útgjaldaramma sem löggæslu er markaður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að lögreglumönnum fækki á næstu árum fremur en að þeim fjölgi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár