Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Starfsmaður Fjölskylduhjálpar hringdi í Útvarp Sögu og klagaði Tony Omos

Anna Val­dís Jóns­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri úti­bús Fjöl­skyldu­hjálp­ar Ís­lands í Reykja­nes­bæ, hringdi í Út­varp Sögu og greindi frá því sem hæl­is­leit­and­inn Tony Omos á að hafa sagt við hana. Óvana­legt er að starfs­menn hjálp­ar­sam­taka kvarti op­in­ber­lega yf­ir nafn­tog­uð­um ein­stak­ling­um sem þurfa að leita á náð­ir þeirra.

Starfsmaður Fjölskylduhjálpar hringdi í Útvarp Sögu og klagaði Tony Omos
Pétur Gunnlaugsson Pétur ræddi við Önnu Valdísi í beinni útsendingu í dag. Mynd: Rúv

Verkefnisstjóri Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ, hringdi í Útvarp Sögu í dag og klagaði hælisleitandann Tony Omos fyrir meintan dónaskap. Starfsmaðurinn segist í samtali við Stundina telja að hælisleitendur eigi að sýna Íslendingum kurteisi.

Óvanalegt er að starfsmenn hjálparsamtaka kvarti opinberlega yfir nafntoguðum einstaklingum sem þurfa að leita á náðir þeirra. 

Trúnaðargögnum um hælisleitandann Tony Omos var lekið úr Innanríkisráðuneytinu eins og frægt er orðið og var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotið. Tony, sem er nígerískur, kom upphaflega til Íslands frá Sviss árið 2011. Hann sneri aftur til Íslands fyrr í ár eftir hafa verið sendur úr landi árið 2013.

Tjáir sig opinberlega um aðstoðarbeiðni

Verkefnisstjórinn, Anna Valdís Jónsdóttir, sagði í útvarpinu að Tony hafi sýnt frekju í garð starfsmanna og krafist þess að fá sólgleraugu og uppþvottabursta ókeypis. 

„Hann segir að þetta sé frítt en ég segi honum að burstinn kosti 300 krónur vegna þess að við þurfum að passa hverja einustu krónu, við erum bara fátæk hjálparsamtök og hann veit það því hann þarf að leita á náðir okkar, og ég segi strax við hann að ég skuli bara taka við burstanum ef hann hafi ekki peninga til þess að borga hann en hann segir nei og að þetta sé frítt fyrir hann,“ er haft eftir Önnu Valdísi í frétt Útvarp Sögu um innhringingu hennar. Fréttin hefur nú verið fjarlægð af vef Útvarps sögu. Haft er eftir Önnu Valdísi í fréttinni að hún hafi verið hrædd við Tony. 

Hér má hlusta á upptöku Útvarps Sögu af samtali Önnu Valdísar og Péturs. Samtal þeirra byrjar á áttundu mínútu.

Blöskrar fjárveiting til flóttamanna

Í samtali við Stundina heldur Anna Valdís því fram að ekkert óeðlilegt sé við það að hún hafi hringt í Útvarp Sögu og kvartað undan skjólstæðingi. Hún segist hafa hringt í Útvarp Sögu þar sem henni blöskraði hversu mikið fé flóttamenn fengju frá ríkinu. „Það er búið að liggja svolítið á okkur að hér komi 20 flóttafjölskyldur á fimmtudögum í matarúthlutun. Ég hringdi til að spyrja hvað hver einstaklingur hefði til framfærslu frá ríkinu því þegar gamla fólkið okkar er búið með peningana sína fjórða hvers mánaðar þá er maður að heyra það að þetta fólk sé með skattfrjálsartekjur og hafi fjórar milljónir á ári hver og einn. Ef þetta er rétt þá trúi ég þessu varla,“ segir Anna Valdís.

Fréttablaðið fjallað á dögunum um árlegan kostnað af hverjum flóttamanni. Úttektin miðaðist við flóttakonu með tvö börn en samkvæmt Fréttablaðinu kostar sú fjölskylda ríkið samtals 3,5 milljónir á ári í fjárhagsaðstoð, styrki og bætur, meðal annars vegna leikskólagjalda og annars sem á ekki við um alla flóttamenn. Framfærslustyrkur einstaklings á mánuði er þó umtalsvert minni eða um 140 til 170 þúsund krónur á mánuði, eða upp undir tvær milljónir á ári. 

„Ég sagði bara svona að maður sem er af þessu þjóðerni, er búinn að vera hér og er vísað í burtu og kemur hér aftur með dónaskap. Mér finnst það ekki eðlilegt.“ 

Hún segist svo hafa farið að segja Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni sögu af Tony Omos. „Ég nefndi það við hann að það hafi komið hingað í gær flóttamaður og að hann hafi verið að leyfa sér að vera með dónaskap vegna þess að þessum manni var vísað héðan úr landi. Ég var við afgreiðslu hér í nytjamarkaðinum okkar og hann ætlaði að kaupa uppþvottabursta og ætlaði ekkert að borga. Hann myndi ekki leyfa sér það í Bónus. Hann margsagði það að hann ætlaði að eiga þetta. Svo var hann að máta sólgleraugu ásamt fleirum vinum sínum sem eru af sama þjóðerni. Ég var ekkert að kvarta, ég var bara að segja þessa sögu. Mér finnst að þessi maður eigi að sýna almenna kurteisi gagnvart okkur löndum. Þessi maður er búinn að sýna okkur þvílíkan dónaskap á árum áður ásamt fleiri mönnum. Ég er ekkert að kvarta undan honum sem slíkum. [...] Ég sagði bara svona að maður sem er af þessu þjóðerni, er búinn að vera hér og er vísað í burtu og kemur hér aftur með dónaskap. Mér finnst það ekki eðlilegt,“ segir Anna Valdís.

Hún leggur áherslu á að flóttamenn til Íslands skuli vera kurteisir. „Mér finnst að fólk sem er að þiggja hæli hér af okkur Íslendingum geti bara komið fram eins og manneskjur,“ segir Anna Valdís. Hún hörð á því að ekki hafi verið um að ræða misskilning eða tungumálaörðugleika. „Er það ekki dónaskapur að segja: „frítt fyrir Tony, frítt fyrir Tony“?“ spyr Anna Valdís. 

Stundin leitaði eftir viðbrögðum Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar Íslands, við þessari frásögn á opinberum vettvangi af manni sem þangað leitaði, en hún hefur ekki svarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár