Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þögn ráðherra eins og Illuga vekur upp spurningar: „Gagnsæi er versti óvinur spillingarinnar“

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra þarf að svara spurn­ing­um fjöl­miðla um Orku Energy mál­ið að mati for­svars­manns sænskr­ar stofn­un­ar sem sér­hæf­ir sig í rann­sókn­um á mút­um. Ill­ugi hef­ur ekki svar­að nein­um spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um mál­ið síð­an í lok apríl.

Þögn ráðherra eins og Illuga vekur upp spurningar: „Gagnsæi er versti óvinur spillingarinnar“
Skaði Illuga Illugi Gunnarsson bíður skaða af Orku Energy málinu vegna þagnar sinnar þar sem traust almennings í hans garð minnkar á meðan spurningum er enn ósvarað í málinu, að mati Helenu Sundén. Mynd: Pressphotos

Einungis grunur um að þjóðkjörinn fulltrúi gæti hagsmuna annarra en almennings er slæmur í sjálfum sér þar sem hann skaðar trúverðugleika hans. Stjórnmálamenn okkar skulu ekki koma sér í neina stöðu sem kastað getur rýrð á það traust sem almenningur ber í þeirra garð,“ segir Helena Sundén, framkvæmdastjóri sænsku stofnunarinnar Institututet mot mutor, aðspurð um skoðun stofnunarinnar á máli Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra og Orku Energy. 

Stundin sendi sænsku stofnun­inni, sem sérhæfir sig í rannsóknum og greiningum á mútum, aðstöðubraski og öðru slíku, spurningar um mál Illuga Gunnarssonar þar sem engin sambærileg stofnun er starfandi á Íslandi. 

Institutet mot mutor svarar oft spurningum fjölmiðla í Svíþjóð þegar upp koma mál þar sem trúverðugleiki stjórnmálamanna kann að hafa beðið hnekki, meðal annars vegna tengsla þeirra við ákveðin fyrirtæki. Til að mynda hefur stofnunin, eða Helena fyrir hennar hönd, tjáð sig um mál nýlega sem verið hefur hitamál í Svíþjóð en það snýst um hvenær stjórnmálamenn og ráðherrar ættu að mega hefja störf fyrir einkafyrirtæki eftir að þeir hætta opinberum störfum sínum á þingi. Stofnuninni, sem er ekki rekin í hagnaðarskyni, er stýrt af viðskiptaráði Stokkhólms og fleiri aðilum í viðskiptalífinu sem og sveitarfélögum í Svíþjóð.

Málið ekki útkljáð

Að mati stofunarinnar skilur lýsing­in á máli Illuga eftir sig spurningar sem svara þarf. „Lýsingin á málinu vekur upp spurningar sem þarf að rannsaka nánar,“ segir í skriflegu svari Helenu. 

Þá segir Helena að mikilvægt sé að fulltrúar almennings séu heiðarlegir og opnir þegar kemur að persónulegum tengslum og að tengsl þeirra megi ekki grafa undan samkeppni á markaði. „Það er mikilvægt að fulltrúar almennings séu opnir og að gagnsæi ríki með þau persónulegu tengsl sem þeir kunna að hafa og það er að sjálfsögðu mikilvægt að þeir stuðli ekki að því að spilla fyrir heilbrigðri og frjálsri samkeppni á markaðnum.“

Hefur ekki svarað mörgum spurningum

Líkt og Stundin hefur fjallað um í mörgum fréttum vann Illugi fyrir Orku Energy sem ráðgjafi á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum árin 2010 og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár