Einungis grunur um að þjóðkjörinn fulltrúi gæti hagsmuna annarra en almennings er slæmur í sjálfum sér þar sem hann skaðar trúverðugleika hans. Stjórnmálamenn okkar skulu ekki koma sér í neina stöðu sem kastað getur rýrð á það traust sem almenningur ber í þeirra garð,“ segir Helena Sundén, framkvæmdastjóri sænsku stofnunarinnar Institututet mot mutor, aðspurð um skoðun stofnunarinnar á máli Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra og Orku Energy.
Stundin sendi sænsku stofnuninni, sem sérhæfir sig í rannsóknum og greiningum á mútum, aðstöðubraski og öðru slíku, spurningar um mál Illuga Gunnarssonar þar sem engin sambærileg stofnun er starfandi á Íslandi.
Institutet mot mutor svarar oft spurningum fjölmiðla í Svíþjóð þegar upp koma mál þar sem trúverðugleiki stjórnmálamanna kann að hafa beðið hnekki, meðal annars vegna tengsla þeirra við ákveðin fyrirtæki. Til að mynda hefur stofnunin, eða Helena fyrir hennar hönd, tjáð sig um mál nýlega sem verið hefur hitamál í Svíþjóð en það snýst um hvenær stjórnmálamenn og ráðherrar ættu að mega hefja störf fyrir einkafyrirtæki eftir að þeir hætta opinberum störfum sínum á þingi. Stofnuninni, sem er ekki rekin í hagnaðarskyni, er stýrt af viðskiptaráði Stokkhólms og fleiri aðilum í viðskiptalífinu sem og sveitarfélögum í Svíþjóð.
Málið ekki útkljáð
Að mati stofunarinnar skilur lýsingin á máli Illuga eftir sig spurningar sem svara þarf. „Lýsingin á málinu vekur upp spurningar sem þarf að rannsaka nánar,“ segir í skriflegu svari Helenu.
Þá segir Helena að mikilvægt sé að fulltrúar almennings séu heiðarlegir og opnir þegar kemur að persónulegum tengslum og að tengsl þeirra megi ekki grafa undan samkeppni á markaði. „Það er mikilvægt að fulltrúar almennings séu opnir og að gagnsæi ríki með þau persónulegu tengsl sem þeir kunna að hafa og það er að sjálfsögðu mikilvægt að þeir stuðli ekki að því að spilla fyrir heilbrigðri og frjálsri samkeppni á markaðnum.“
Hefur ekki svarað mörgum spurningum
Líkt og Stundin hefur fjallað um í mörgum fréttum vann Illugi fyrir Orku Energy sem ráðgjafi á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum árin 2010 og
Athugasemdir