Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sagði ósatt í viðtalinu við Ísland í dag

Um­mæli Hönnu Birnu á skjön við svör vara­rík­is­sak­sókn­ara

Sagði ósatt í viðtalinu við Ísland í dag

Hanna Birna fór með rangt mál í viðtalinu á Stöð 2 í gær þegar hún sagði lögreglu hafa skoðað síma hennar og tölvu við rannsókn lekamálsins. 

Orðrétt sagði hún: „Ég er líka ráðherra, sem þarf að vera viss um það að aðrar upplýsingar sem ég hef, til dæmis í símanum mínum sem var skoðaður, tölvunni minni sem var skoðuð, og aðgangskortinu mínu sem var skoðað í ráðuneytinu og svo framvegis, ég varð að vera viss um að þær upplýsingar sem menn fengu snéru einungis að þessu máli. Þannig að þegar ég talaði við Stefán var það alltaf um svona almenn atriði er vörðuðu slíka rannsókn.” 

Eins og DV greindi frá í lok nóvember í fyrra var símnotkun ráðherra ekki rannsökuð. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfesti þetta í svari við fyrirspurn blaðsins. Hanna Birna fékk sérmeðferð að þessu leyti, því lögregla rannsakaði símnotkun allra hinna sem höfðu vitneskju um minnisblaðið um Tony Omos þann 19. nóvember.

Kjarninn benti á þetta misræmi í svörum ráðherra og svörum vararíkissaksóknara í kvöld. Í frétt Kjarnans kemur fram að tölva Hönnu Birnu hafi heldur ekki verið skoðuð, og er það í samræmi við þær upplýsingar sem Stundin hefur fengið. 

Í viðtalinu í Ísland í dag sagði Hanna Birna að hún hefði þráspurt samstarfsmenn sína til að reyna að átta sig á því hver hefði lekið minnisblaðinu. Á tímabili hefði hana grunað alla í kringum sig. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að ráðherra hélt því ítrekað fram á Alþingi og í fjölmiðlum að ekkert benti til þess að gögnum hefði verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, enda væri hið lekna minnisblað „ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu”. Þetta sagði hún þótt hún hefði sjálf fengið skjal sent í tölvupósti þann 19. nóvember 2013 sem var nákvæmlega eins og það sem fjölmiðlar vitnuðu til ef frá er talin ein setning.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár