Friðbjörn Orri aðstoðar Davíð: „Tjái mig ekkert um það“

Fé­lag Frið­björns Orra Ket­ils­son­ar keypti lén­ið dav­id2016.is vegna for­setafram­boðs Dav­íðs Odds­son­ar. Frið­björn var rit­stjóri hins um­deilda vefs AMX.is um ára­bil.

Friðbjörn Orri aðstoðar Davíð: „Tjái mig ekkert um það“

Félagið Vefmiðlun ehf, í eigu Friðbjörns Orra Ketilssonar og Arthúrs Ólafssonar, hefur fest kaup á léninu david2016.is. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er Friðbjörn Orri lykilmaður í kosningabaráttu Davíðs sem nú er undirbúin.

Sjálfur vill Friðbjörn sem minnst tjá sig um aðstoðina. Aðspurður hvort hann starfi fyrir framboð Davíðs segir Friðbjörn: „Ég reyndar tjái mig ekkert um það.“

Uppfært kl. 20:30:
Skráningu lénsins david2016.is var breytt eftir að frétt Stundarinnar birtist í dag. Er Davíð Oddsson nú sjálfur rétthafi þess auk lénsins xdavid.is. Vefurinn er kominn í loftið. 

Aðsetur í Hádegismóum

Vefmiðlun hefur aðsetur í Hádegismóum 4, en áður var félagið með lögheimili að Hádegismóum 2 þar sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru til húsa. 

Friðbjörn var um árabil einn þekktasti frjálshyggjumaður landsins. Hann er frægastur fyrir að hafa haldið úti vefnum AMX.is um árabil þar sem birtust harðorðir pistlar um menn og málefni undir nafninu „smáfuglarnir“. Beindu smáfuglarnir aðallega spjótum sínum að vinstristjórninni, Ríkisútvarpinu og álitsgjöfum sem gagnrýnt höfðu Sjálfstæðisflokkinn. 

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Jónas Haraldsson blaðamaður voru um tíma ritstjórar AMX.is. Friðbjörn tók við keflinu árið 2010 og var ábyrgðarmaður þeirra umdeildu skrifa sem birtust á vefnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár