Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherravalið „lítilsvirðingu“

Einn þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins gagn­rýn­ir harð­lega ráð­herra­val Bjarna Bene­dikts­son­ar. Páll Magnús­son vann kosn­inga­sig­ur sem odd­viti flokks­ins í suð­ur­kjör­dæmi.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherravalið „lítilsvirðingu“
Páll Magnússon Fékk eina bestu niðurstöðu allra oddvita Sjálfstæðisflokksins en fékk ekki ráðherrastól. Mynd: xd.is

Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, gagnrýnir harðlega ráðherraval Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins.

Þrátt fyrir að hafa unnið einn stærsta kosningasigur Sjálfstæðisflokksins var Páll ekki valinn ráðherra. 

Meðal þeirra sem fengu ráðherrastól eru frjálshyggjukonan Sigríður Á. Andersen, sem er áttundi þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.

Páll segir á Facebook-síðu sinni að hann hafi ekki stutt ráðherraval Bjarna. „Á þingflokksfundi í gærkvöldi sagðist ég því miður ekki geta stutt þá ráðherraskipan sem formaður flokksins gerði tillögu um. Fyrir því væru tvær ástæður: Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“

Veikari oddvitar fengu ráðherrastól

Samkvæmt heimildum Stundarinnar fór Páll Magnússon hratt, örugglega og orðlaust af fundi í Valhöll í gærkvöldi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti flokksins í Reykjavík norður, er einn þeirra sem fékk ráðherrastól, en flokkurinn fékk 24,4 prósent stuðning í kjördæmi hans, þann minnsta á landinu.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 31,5 prósent stuðning í suðurkjördæmi, sem gerir það að sterkasta kjördæmi flokksins fyrir utan Suðvesturkjördæmi, þar sem Bjarni leiddi flokkinn. Oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson, fékk einnig ráðherrastól þótt stuðningur við flokkinn í hans kjördæmi hafi verið 26,5 prósent.

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur aðeins eins manns meirihluta á Alþingi.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár