Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherravalið „lítilsvirðingu“

Einn þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins gagn­rýn­ir harð­lega ráð­herra­val Bjarna Bene­dikts­son­ar. Páll Magnús­son vann kosn­inga­sig­ur sem odd­viti flokks­ins í suð­ur­kjör­dæmi.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherravalið „lítilsvirðingu“
Páll Magnússon Fékk eina bestu niðurstöðu allra oddvita Sjálfstæðisflokksins en fékk ekki ráðherrastól. Mynd: xd.is

Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, gagnrýnir harðlega ráðherraval Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins.

Þrátt fyrir að hafa unnið einn stærsta kosningasigur Sjálfstæðisflokksins var Páll ekki valinn ráðherra. 

Meðal þeirra sem fengu ráðherrastól eru frjálshyggjukonan Sigríður Á. Andersen, sem er áttundi þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.

Páll segir á Facebook-síðu sinni að hann hafi ekki stutt ráðherraval Bjarna. „Á þingflokksfundi í gærkvöldi sagðist ég því miður ekki geta stutt þá ráðherraskipan sem formaður flokksins gerði tillögu um. Fyrir því væru tvær ástæður: Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“

Veikari oddvitar fengu ráðherrastól

Samkvæmt heimildum Stundarinnar fór Páll Magnússon hratt, örugglega og orðlaust af fundi í Valhöll í gærkvöldi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti flokksins í Reykjavík norður, er einn þeirra sem fékk ráðherrastól, en flokkurinn fékk 24,4 prósent stuðning í kjördæmi hans, þann minnsta á landinu.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 31,5 prósent stuðning í suðurkjördæmi, sem gerir það að sterkasta kjördæmi flokksins fyrir utan Suðvesturkjördæmi, þar sem Bjarni leiddi flokkinn. Oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson, fékk einnig ráðherrastól þótt stuðningur við flokkinn í hans kjördæmi hafi verið 26,5 prósent.

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur aðeins eins manns meirihluta á Alþingi.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár