Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óttaslegnir andstæðingar hinsegin fræðslu tengja hana við barnaníð og nauðganir

Söngv­ar­arn­ir Gylfi Æg­is­son og Leoncie safna liði gegn áform­um um að fræða skóla­börn um sam­kyn­hneigð. Ásak­an­ir um barn­aníð og barnaklám færð­ar fram af and­stæð­ing­um fræðsl­unn­ar.

Óttaslegnir andstæðingar hinsegin fræðslu tengja hana við barnaníð og nauðganir
Gylfi Ægisson og Leoncie Söngvararnir hafa tekið höndum saman um að berjast gegn hinseginfræðslu.

Þjóðlagasöngvarinn Gylfi Ægisson safnar liði gegn tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að efla  hinsegin fræðslu í skólum bæjarins. Gylfi sakar bæjaryfirvöld um „sálarmorð á börnum“, segir að verið sé að „skemma börnin og eyðileggja“ og kveðst tilbúinn að fara í fangelsi fyrir baráttu sína gegn fræðslunni. Hann sakar Samtökin ‘78 um yfirvofandi heilaþvott. „Samtökin 78 fá að heilaþvo Grunnskólabörn í Hafnarfirði að vild,“ fullyrðir hann.

Efling hinseginfræðslu vekur hörð viðbrögð

Tillagan var lögð fyrir bæjarstjórn 15. apríl síðastliðinn og var henni vísað til fræðsluráðs. Tillagan gerir ráð fyrir eflingu hinseginfræsðslu og -ráðgjafar:

„Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.“

Tengja samkynhneigð við nauðganir

Fræðsluráð Hafnarfjarðar kom saman í gær og var niðurstaða fundarins að fræðslustjóra yrði falið að taka saman upplýsingar um hvernig hinseginfræðslu hefur verið háttað. „Einnig er óskað eftir umsögn skólastjóra og fjölskylduþjónustu um tillöguna fyrir lok skólaárs,“ segir í fundargerð.

Andstæðingar hinsegin fræðslu færa fram harðar ásakanir og alhæfingar gegn samkynhneigðum og bæjarstjórninni. Meðal þeirra sem taka undir með Gylfa á Facebook-síðu hans er söngkonan Leoncie. „Næst fara kennara til skólans og heilaþvo börnin að það er allt í lagi að nauðga,“ fullyrðir hún.

Ummæli Leoncie
Ummæli Leoncie Söngkonan, sem barist hefur gegn fordómum í sinn garð, tengir saman samkynhneigð og nauðganir í ummælum sínum á Facebook.

Í samtali við Stundina segist Leoncie tengja nauðganir við samkynhneigð af trúarlegum ástæðum, vegna þess að páfinn hafi fordæmt bæði.

„Þetta snýst ekki um homma heldur endaþarmsmök“

Leoncie þvertekur fyrir að hún hati homma. Hún segist aðeins hata endaþarmsmök. Hún telur að hinsegin fræðslan sé heilaþvottur og segir að í Indlandi væri búið að reka „skólastjórann“. „Ég er kristin, kaþólsk, og páfinn kom til Indlands og sagði, það vita allir að endaþarmsmök eru siðferðilega röng. Það er það eina sem ég hugsa um. Þetta snýst ekki um homma heldur endaþarmsmök hjá hverjum sem er. Kúkur kemur frá rassgati og af hverju ætti einhver að vilja setja eitthvað þangað inn. Þetta er ógeðslegt,“ segir Leoncie.

Leoncie hefur verið tíðrætt um þó fordóma sem hún segist hafa orðið fyrir á Íslandi. Hún hafnar því að hræsni felist í afstöðu hennar gagnvart samkynhneigð. „Þetta er ekki hatursáróður. Hommarnir á Íslandi hafa haft svo mikla fordóma í minn garð. Hví ætti mér að varða um þá? Hommar í öðrum löndum hafa enga fordóma gegn mér, en hérna Íslandi? Guð minn góður. Bullshit, þetta er ekki sambærilegt við rasisma. Ég veit hvað rasismi er. Rasismi er ekki bara fordómar heldur hatursáróður,“ segir Leoncie.

Ásakanir á Útvarpi sögu

Harðar umræður hafa sprottið um ákvörðun bæjarstjórnar á útvarpsstöðinni Útvarpi sögu. Í könnun á vefsíðu útvarpsstöðvarinnar kemur fram að 84% svarenda eru andsnúnir hinsegin fræðslu í grunnskólum landsins.

Í gær áttu sér stað umræður þar sem þáttarstjórnandi og innhringjendur tengdu fræðsluna meðal annars við barnaklám:

Innhringjandi á Útvarpi sögu kvartaði undan því að málfrelsið væri heft. „Fólk þorir ekki að tjá sig um þetta. Þetta er orðið svo langt gengið. Þetta er orðið svo yfirgengilegt.“

Annar innhringjandi, Hulda, ýjaði að því að nemendur yrðu látnir stunda kynlíf: „Er þetta sýnikennsla? Er þetta verkleg kennsla?“

Þáttarstjórnandinn
Þáttarstjórnandinn Pétur Gunnlaugsson, þáttarstjórnandi á Útvarpi sögu, varar við hinseginfræðslu.

„Ég bara vil ekki hugsa út í það einu sinni,“ svarar þáttarstjórnandinn, Pétur Gunnlaugsson.

„Þarf að fara að sýna þeim, eða kenna þeim eða káfa á þeim? Hver er meiningin?“ spyr hún.

„Þetta er innrætingarstarfsemi. Það er alveg ljóst. Þetta er eins og trúboð,“ fullyrðir þáttarstjórnandinn.

„Út með þetta og inn með kristnifræðsluna,“ segir innhringjandinn að lokum.

„Er ekki barnaklám bannað?“

„Þetta er bara eins og barnaklám eða eitthvað,“ fullyrðir annar innhringjandi, sem kallar sig Halldóru.

„Já, er ekki barnaklám bannað?“ svarar þáttarstjórnandinn. „Halldóra, er þetta ekki bara galið?“ spyr þáttarstjórnadinn. „Þetta er ógeðslegt,“ svarar hún. Í kjölfarið hvetur þáttarstjórnandinn hlustendur til að taka þátt í könnuninni á síðu stöðvarinnar.

„Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig?“

Önnur hringdi inn, að nafni Kristjana, „bölvuðu máli í sambandi við samkynhneigða. Að það skuli leyfa að kenna þetta í skólum. Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig? Ég ætla nú bara að vera dónaleg. Ég myndi bara spyrja þessa nítján ára stelpu hvort hún ætlar að gera það.“

„Ég hugsa að sumir hugsi þannig að það sé bara allt í lagi,“ svarar þáttarstjórnandinn. „Mér finnst að hún eigi bara að sýna hvernig hún og hennar lesbía myndi eðla sig fyrir framan börnin. Það er raunverulegt og þá ofbýður börnunum, held ég að hljóti að vera,“ segir innhringjandinn og vísar til bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lagði fram tillöguna. Kristjana hvetur til þess að lögregla ræði við hana.

„Það er bara verið að særa blygðunarkennd þessara barna. Ég skil bara ekki hvernig nokkrum dettur þetta í hug. Þetta er bara refsivert athæfi í raun og veru,“ segir þáttarstjórnandinn.

Hlutfall samkynhneigðar metið misjafnlega

Þess ber að geta að engar sannanir hafa verið færðar fram á tengsl samkynhneigðar við barnaklám eða nauðganir, en ásakanir um slíkt hafa verið hluti af baráttu gegn samkynhneigðum um allan heim. Byggt á rannsóknum félagsfræðingsins Alfred Kinsey um miðja síðustu öld var áætlað að um 10% mannfjöldans í vestrænum samfélögum væri samkynhneigður, en  Í nýlegri bandarískri rannsókn er ályktað að hlutfall þeirra sem laðast að eigin kyni sé allt að 20%. Hins vegar eru aðeins 1,5% Breta yfirlýst samkynhneigðir samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en 93,5% eru yfirlýst gagnkynhneigðir. Þó hefur hlutfall samkynheigðra af mannfjölda í Bretlandi verið metið 5-7% í opinberri ákvarðanatöku.

Hinseginfræðsla hefði komið í veg fyrir kvalir

Meðal þeirra sem fordæmt hafa yfirlýsingar Gylfa Ægissonar fyrir fordóma eru Gunnlaugur Bragi Björnsson, viðskiptafræðingur og hommi:

„Hefði ég fengið einhverja fræðslu um slíkt ... hefði mátt spara mér áralangar vangaveltur, efasemdir, kvalir og sjálfsvígshugleiðingar“

„Ég ætla ekki að rekja sögu mína í smáatriðum en lykilatriðið er að ég fékk enga fræðslu um hinsegin málefni. Enga fræðslu um hvað það er að vera fæddur inn í annan veruleika en hið gagnkynhneigða norm. Hefði ég fengið einhverja fræðslu um slíkt á minni grunnskólagöngu, haft einhverjar fyrirmyndir að horfa til, hefði mátt spara mér áralangar vangaveltur, efasemdir, kvalir og sjálfsvígshugleiðingar ... Hlotnist mér sá heiður að verða faðir mun ég vernda mitt barn. Ég mun vernda það fyrir fáfræði og vondum gömlum körlum,“ segir Gunnlaugur á bloggsíðu sinni.

Vill vernda börnin fyrir fordómafullu fólki

Þá hvetur Rafn Steingrímsson forritari í bloggi á Stundinni til þess að börn verði vernduð fyrir Gylfa Ægissyni. „Hinsegin fólk er ekki skaðlegt börnum og hafa slíkar fullyrðingar margsinnis verið hraktar. Fordómar gegn hinsegin fólki geta hinsvegar verið skaðlegir börnum, eða öllu heldur þá óhörðnuðum unglingum sem eru kannski í þann mund að átta sig á eigin kynhneigð og eiga oft í erfiðleikum með að horfast í augu við það að vera „öðruvísi“. Þessir krakkar eiga oft mun erfiðari unglingsár heldur en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra og eru viðkvæm fyrir hverskyns fordómum frá samfélaginu. Til dæmis frá fólki eins og Gylfa sem kallar þá rassálfa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Samtökin '78 segja frumvarp um hatursorðræðu geta verið túlkað sem stuðningsyfirlýsingu við fordóma
FréttirHinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Sam­tök­in '78 segja frum­varp um hat­ursorð­ræðu geta ver­ið túlk­að sem stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við for­dóma

Sam­tök­in '78 mót­mæla frum­varpi Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sem rýmk­ar svig­rúm til að róg­bera og smána hópa á grund­velli kyn­þátt­ar og kyn­hneigð­ar. „Hat­ursorð­ræða er und­an­fari of­beld­is,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár