Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tengir samkynhneigð við nauðgunartilraun: „Aldrei losnað við þessa tilfinningu“

Gylfi Æg­is­son seg­ist hafa lent í karl­manni þeg­ar hann var fimmtán ára. At­vik­ið hafi mót­að hann og sitji enn í hon­um. Eng­in tengsl eru á milli sam­kyn­hneigð­ar og barn­aníðs.

Tengir samkynhneigð við nauðgunartilraun: „Aldrei losnað við þessa tilfinningu“
Tilbúinn til að fara í fangelsi Gylfi segist standa fastur á baráttunni gegn hinsegin fræðslu í grunnskólum. Hann byggir skoðanir sínar á samkynhneigðum á reynslu sem hann varð fyrir sem unglingur, þegar fullorðinn maður reyndi að nauðga honum. Mynd: feykir.is

Gylfi Ægisson þjóðlagasöngvari stendur að baki Facebook-síðu sem sett var upp í gær þar sem yfirlýst markmið var að stöðva „innrætingu Samtakanna '78 á skólabörnum.“

Tilefnið er hinsegin fræðsla í grunnskólum í Hafnarfirði, sem samþykkt var af bæjarstjórn á dögunum. Þar var ákveðið að Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfstarfssamning við Samtökin '78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla og námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla bæjarins. Þá verði nemendum í unglingadeildum  grunnskóla sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum samtakana án endurgjalds.

Gylfa leist hins vegar ekki á blikuna og vöktu viðbrögð hans mikla reiði í samfélaginu. Hann hefur áður vakið athygli fyrir fordómafullar skoðanir gagnvart samkynhneigðum en hann fór til dæmis mjög hörðum orðum um gleðigönguna árið 2013.

Svo virðist sem óskemmtileg reynsla Gylfa frá unglingsárunum sé rót þessara skoðana hans. Í samtali við Stundina vísar hann sjálfur til atviks sem hann segir að hafi átt sér stað þegar hann var fimmtán ára.

Gylfi segir að þá hafi karlmaður reynt að nauðga sér og sú reynsla hafi djúp áhrif á hann og geri enn. „Þetta var fullorðinn maður og ég var ungur drengur. Þetta situr í mér. Þetta var svo hrikalegt sem ég lenti í að ég get ekki hugsað það til enda,“ segir Gylfi.

Læstur inni

Á meðal þess sem Gylfi hefur látið frá sér fara er að bæjaryfirvöld séu að fremja „sálarmorð á börnum,“ „skemma börnin og eyðileggja,“ og sakað Samtökin '78 um heilaþvott. Þá hefur hann sagt tilbúinn til að fara í fangelsi fyrir baráttu sína gegn fræðslunni.

Aðspurður út í þessi orð, hvernig fræðsla geti jafngilt sálarmorði, fer hann strax að tala um þessa reynslu sína. „Þegar ég tala um sálarmorð á ég við – ég lenti í því sjálfur þegar ég var fimmtán ára gamall. Ég var læstur inni í herbergi með manni sem setti lykilinn í vasann. Ég þurfti að rota hann til að ná lyklinum og komast út. Ég þurfti að rota hommann. Þetta var maður á Siglufirði, þegar ég var fimmtán ára gamall var ég á togara og hann læsti mig inni. Ég tel að ég hafi aldrei losnað við þessa tilfinningu,“ segir Gylfi.       

„Þegar ég tala um sálarmorð á ég við – ég lenti í því sjálfur þegar ég var fimmtán ára gamall.“

Hefði drepið hann

Gylfi hefur áður sagt þessa sögu, bæði í athugasemdum við fréttir og í beinni línu á DV. Þá sagði Gylfi að hann hafi reynt að kæra atvikið en lögregla hafi vísað honum frá þar sem hann var drukkinn. Hann segist hafa hatað manninn. „Ef ég hefði lent í þessu þá hefði ég mjög trúlega kálað kallinum,“ segir Gylfi og á þá við það sem gæti hafa gerst ef hann hefði ekki sloppið úr herberginu.

Vildi sprútt

Samkvæmt lýsingum Gylfa virðist atvikið í togaranum vera kynferðisofbeldi, framið af fullorðnum manni gegn barni. Slíkt hefur ekkert með samkynhneigð að gera. Gylfi þvertekur hins vegar fyrir að umræddur maður hafi verið barnaníðingur. „Nei, nei, maður var búinn að heyra sögur af honum. Þarna komst ég að því að hann væri þetta en ég hafði ekki trúað því áður.

Ég vissi að hann sprúttaði og ég ætlaði að fá hjá honum flösku. Þá tók hann mig inn í herbergi, stakk lyklinum í vasann og spurði hvort við ættum ekki að rúnka okkur. Þá var eins og ég væri sleginn í andlitið. Þannig að ég þurfti að svæfa hann mjög fljótt,“ segir Gylfi.

„Ég kalla þetta perraskap“

Líkt og fyrr segir telur Gylfi að þetta atvik hafi mótað afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum. Gylfi getur ekki aðskilið samkynhneigð og gjörðir mannsins í togarnum.

„Það er verið að myrða sálir lítils barns. Ég hef aldrei nokkurn tímann sagt að allir hommar séu barnaníðingar. Ég kalla þetta perraskap að fara að ráðast á sex ára grunnskólabörn sem eru óvitar.“

Líkt og fram kom í umfjöllun Stundarinnar fyrr í dag hafa engar sannanir verið færðar fyrir því að tengsl séu á milli samkynhneigðar og barnakláms eða nauðgana, en ásakanir um slíkt hafa verið hluti af baráttu gegn samkynhneigðum um allan heim.

Þá var eins og ég væri sleginn í andlitið. Þannig að ég þurfti að svæfa hann mjög fljótt“

Tengsl samkynhneigðar við barnaníð er mýta

Á vef Háskólans í Kalíforníu má lesa nokkuð langa grein um mýtuna um tengsl milli samkynhneigðar og barnaníðs. „Mikilvægasta atriðið er að í raun er ekki hægt að lýsa flestum barnaníðingum sem ýmist samkynhneigðum, gagnkynhneigðum eða tvíkynhneigðum ( í hefðbundnum skilningi) þar sem þeir geta í raun ekki átt í sambandi við fullorðinn karlmann eða konu. Í stað kyns er beinist kynhneigð þeirra að aldri,“ segir meðal annars í greininni.

Heildarniðurstaða greinarinnar er að engin tengsl séu á milli samkynhneigðar og barnaníðs. Raunar hefur ein rannsókn sýnt fram á að á meðal barnaníðinga séu hlutfallslega færri samkynhneigðir en gagnkynhneigðir, eða um eitt prósent. Greinina má lesa í heild sinni hér

Vildu að þau hefðu fengið fræðslu

Vildi að hann hefði fengið fræðslu
Vildi að hann hefði fengið fræðslu Gunnlaugur Bragi Björnsson segir að hinsegin fræðsla hefði getað sparað honum áralangar kvalir og sjálfsvígshugleiðingar.

Fjölmargir hafa fordæmt hafa framgöngu Gylfa. Þeirra  á meðal er Gunnlaugur Bragi Björnsson, viðskiptafræðingur og hommi sem skrifaði um málið á bloggsíðu sinni. Sjálfur fékk hann enga fræðslu um hinsegin málefni. „Hefði ég fengið einhverja fræðslu um slíkt á minni grunnskólagöngu, haft einhverjar fyrirmyndir að horfa til, hefði mátt spara mér áralangar vangaveltur, efasemdir, kvalir og sjálfsvígshugleiðingar ...“

„Eina fræðslan sem ég, og flest­ir sem ég þekki, fékk voru for­dóm­ar, fúkyrði.“

Þá sagði María Rut Kristinsdóttir, varaformaður Samtakanna '78 í samtali við mbl.is að fræðslan hafi nákvæmlega ekkert með kynlíf að gera heldur snúist hún um ást og lífshamingju fólks. „Ég skil ekki hvernig ást og ham­ingja get­ur verið ljót og óeðli­leg, hvernig get­ur verið ljótt að vera ham­ingju­sam­ur og elska?“

María hefði óskað þess að hinseg­in fræðsla hefði verið í boði þegar hún var í grunn­skóla. „Eina fræðslan sem ég, og flest­ir sem ég þekki, fékk voru for­dóm­ar, fúkyrði og eitt­hvað þannig. Eina sem það hafði í för með sér var að ýta manni ennþá lengra inn í skáp­inn. Hinseg­in fræðsla hefði getað sparað mörg ár af óánægju, sjálfsniðurrifi og í mörg­um til­fell­um þung­lyndi og sjálfs­vígs­hugs­un­um. Þannig að þetta snýst í kjarn­ann um lífs­ham­ingju fólks.“

Þá hefur komið fram að samkynhneigðir unglingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg heldur en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra, og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis. Þetta var niðurstaða rannsóknar sem var framkvæmd af prófessorum við Háskólann á Akureyri árið 2012. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Samtökin '78 segja frumvarp um hatursorðræðu geta verið túlkað sem stuðningsyfirlýsingu við fordóma
FréttirHinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Sam­tök­in '78 segja frum­varp um hat­ursorð­ræðu geta ver­ið túlk­að sem stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við for­dóma

Sam­tök­in '78 mót­mæla frum­varpi Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sem rýmk­ar svig­rúm til að róg­bera og smána hópa á grund­velli kyn­þátt­ar og kyn­hneigð­ar. „Hat­ursorð­ræða er und­an­fari of­beld­is,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár