Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samtökin '78 segja frumvarp um hatursorðræðu geta verið túlkað sem stuðningsyfirlýsingu við fordóma

Sam­tök­in '78 mót­mæla frum­varpi Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sem rýmk­ar svig­rúm til að róg­bera og smána hópa á grund­velli kyn­þátt­ar og kyn­hneigð­ar. „Hat­ursorð­ræða er und­an­fari of­beld­is,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

Samtökin '78 segja frumvarp um hatursorðræðu geta verið túlkað sem stuðningsyfirlýsingu við fordóma
Lýsa áhyggjum af frumvarpi Samtökin '78 telja að fordómafullt fólk muni líta á það sem stuðningsyfirlýsingu frá stjórnvöldum við málstað þeirra verði frumvarp um hatursorðræðu að lögum. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri X

Samtökin '78 lýsa eindreginni andstöðu við frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um breytingar á ákvæðum um hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. Telja samtökin að fordómafullt fólk muni líta á það sem stuðningsyfirlýsingu frá stjórnvöldum við málstað þeirra.

Stundin greindi frá innihaldi frumvarpsins í síðustu viku. Verði það að lögum munu ákvæði almennra hegningarlaga um hatursorðræðu verða þrengd og frelsi manna til að rógbera, smána og ógna hópum á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar og kynvitundar mun rýmka. Þá mun ekki lengur vera refsivert að níða og niðurlægja minnihlutahópa á Íslandi nema slík tjáning sé „til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“.

„Við óttumst að fólk sem þjáist af fordómum og viðhefur eða samþykkir hatursorðræðu muni líta á ofangreint frumvarp sem stuðningsyfirlýsingu frá stjórnvöldum,“ segir í yfirlýsingu frá Samtökunum '78. „Það eru væntanlega ekki skilaboð sem ríkisstjórn sem setur fram í stjórnarsáttmála sínum að Ísland eigi að vera ‘í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks’ vill senda. Samtökin ‘78 lýsa þess vegna yfir eindreginni andstöðu sinni við frumvarpið“.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að tilgangur þess sé að bregðast við tveimur dómum Hæstaréttar Íslands frá árinu 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu um bann við hatursorðræðu vegna umræðu um hinseginfræðslu í Hafnarfirði.

Segir í yfirlýsingunni að í kjölfar frétta af frumvarpinu hafi fjöldi félagsmanna sett sig í samband við Samtökin ‘78 og viðrað áhyggjur sínar og óöryggi vegna fyrirhugaðra breytinga. „Ofbeldi gegn minnihlutahópum verður ekki til í tómarúmi. Það er vel þekkt staðreynd að hatursorðræða er undanfari ofbeldis, en ofbeldi og ofsóknir gagnvart minnihlutahópum hafa ítrekað verið settar í beint samhengi við hatursorðræðu.“

Yfirlýsingin í heild sinni:

Ofbeldi gegn minnihlutahópum verður ekki til í tómarúmi. Það er vel þekkt staðreynd að hatursorðræða er undanfari ofbeldis, en ofbeldi og ofsóknir gagnvart minnihlutahópum hafa ítrekað verið settar í beint samhengi við hatursorðræðu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur bent á það að umburðarlyndi og virðing fyrir jafnrétti og mannlegri reisn séu grundvöllur opinna lýðræðissamfélaga. Þess vegna geti ekki aðeins verið réttlætanlegt, heldur nauðsynlegt að takmarka orðræðu sem dreifir eða hvetur til haturs byggðu á umburðarleysi. Í ljósi þessa hefur verið samstaða um að tjáningarfrelsinu þurfi að setja skorður til þess að vernda frelsi minnihlutahópa.

Núverandi ákvæði um hatursorðræðu (233. gr. a almennra hegningarlaga) er svo hljóðandi: Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Samtökin ‘78 börðust á sínum tíma fyrir því að hópum hinsegin fólks yrði bætt við ákvæðið, þ.e. að hatursorðræða á grundvelli kynhneigðar (1996) og kynvitundar (2014) skyldi gerð refsiverð. Árið 2015 tóku Samtökin síðan þá ákvörðun að kæra fyrir hatursorðræðu eftir að sérstaklega skaðleg umræða fór fram á opinberum vettvangi í tengslum við hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. Árið 2017 féllu tveir dómar í Hæstarétti þar sem einstaklingar voru dæmdir sekir um hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þau ummæli sem sakfellt var fyrir voru mjög gróf, lýstu hatri á hinsegin fólki og bendluðu það, í öðru tilfellinu, við barnaníð. Slík tjáning grefur ekki aðeins undan friðhelgi einkalífs þeirra sem slík orðræða beinist gegn, heldur rænir þau einnig öryggistilfinningu.

Nú liggur fyrir stjórnarfrumvarp frá dómsmálaráðherra þar sem eftirfarandi klausu er bætt aftan við ákvæði um haturorðræðu: enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.

Sérstaklega er tekið fram í greinargerð frumvarpsins að um viðbrögð við dómunum tveimur sé að ræða og að samkvæmt breyttum lögum hefðu fyrrnefndir einstaklingar líklega ekki verið dæmdir fyrir hatursorðræðu. Einnig er tekið fram að þrengja eigi ákvæðið þrátt fyrir að núverandi lög um hatursorðræðu stangist ekki á við tjáningarfrelsisákvæði 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og þrátt fyrir að þetta frumvarp muni minnka refsivernd minnihlutahópa gagnvart hatursorðræðu. Í kjölfar frétta af frumvarpinu hefur fjöldi félagsmanna sett sig í samband við Samtökin ‘78 og viðrað áhyggjur sínar og óöryggi vegna fyrirhugaðra breytinga.

Sérstök ástæða er til þess að hafa áhyggjur af efni greinargerðarinnar, en eins og fram hefur komið er þessi þrenging á ákvæðinu lögð til í beinu samhengi við nýlega dóma sem hafa fallið í Hæstarétti um hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. Við óttumst að fólk sem þjáist af fordómum og viðhefur eða samþykkir hatursorðræðu muni líta á ofangreint frumvarp sem stuðningsyfirlýsingu frá stjórnvöldum. Það eru væntanlega ekki skilaboð sem ríkisstjórn sem setur fram í stjórnarsáttmála sínum að Ísland eigi að vera ‘í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks’ vill senda. Samtökin ‘78 lýsa þess vegna yfir eindreginni andstöðu sinni við frumvarpið.

Við munum í framhaldinu skrifa umsögn um frumvarpið og hvetjum önnur félagasamtök og einstaklinga til þess að gera slíkt hið sama.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
9
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu