Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Söngkonan Leoncie segist hafa fengið morðhótun undirritaða af Samtökunum '78

Leoncie send­ir bréf sem hún seg­ir vera líf­láts­hót­un í sinn garð, und­ir­rit­uð af Sam­tök­un­um '78.

Söngkonan Leoncie segist hafa fengið morðhótun undirritaða af Samtökunum '78
Söngkonan Leoncie Hvatti til lögsókna vegna hinsegin fræðslu. Samtökin '78 kæra meint hatursummæli. Mynd: Facebook

Íslensk-indverska söngkonan Leoncie segist hafa orðið fyrir fordómum og hótunum frá samkynhneigðum, í kjölfar ummæla hennar um samkynhneigða vegna hinseginfræðslu í Hafnarfirði. Hún hefur sent Stundinni afrit af bréfi, sem hún fullyrðir að sé frá Samtökunum '78, þar sem skrifuð var morðhótun í hennar garð.

Leoncie tengdi hinsegin fræðsluna við hvatningu til nauðgana í ummælum sínum á Facebook-síðu Gylfa Ægissonar, þjóðlagasöngvara og andstæðingi hinseginfræðslu og hinsegingöngunnar. Jafnframt hvatti hún foreldra til að kæra vegna hinseginfræðslunnar. „Næst fara kennarar til skólans og heilaþvo börnin að það er allt í lagi að nauðga. Foreldrarnir ættu að lögsækja svona kennara og skólastjóra sem ráða þessa öfugugga að kenna börnum. Börnin eru í hættu með svona kynferðislega klikkuðum kennurum,“ sagði hún. 

Kæra hatursfull ummæli

Samtökin '78 hafa kært tíu einstaklinga fyrir hatursfull ummæli í tengslum við umræðuna um hinseginfræðsluna. Í yfirlýsingu frá stjórn samtakanna segir: „Þeir einstaklingar sem hefur verið ákveðið að kæra hafa kynt undir orðræðu sem við teljum vega gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Réttinda sem vernduð eru af stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland er aðili að, þar með talið mannréttindasáttmála Evrópu.“

Lög banna háð, rógburð og smánun

Þótt stjórnarskrá og lög tryggi tjáningarfrelsi á Íslandi eru einnig lög sem banna svokallaðan hatursáróður gegn tilteknum þjóðfélagshópum. Í íslenskum hegningarlögum er kveðið á um sektir eða allt að tveggja ára fangelsi fyrir orðræðu:

„Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“

Kæra Samtakanna '78 byggir á þessari lagagrein. 

Í fjölmiðlalögum er einnig kveðið á um bann við hatursáróðri. Í skýringum með frumvarpi til fjölmiðlalaga segir að munur sé á málefnalegri gagnrýni, stjórnmálaumræðu og skoðanaágreiningi: „Mikilvægt er að gera greinarmun á hatursáróðri annars vegar og málefnalegri gagnrýni, stjórnmálaumræðu og skoðanaágreiningi hins vegar. Hatursáróður er skilgreindur sem tal, texti, tjáning, hegðun og/eða framkoma sem birtist í texta, hljóði og/eða mynd þar sem hvatt er til ofbeldis, fordóma og/eða fordómafullrar hegðunar gegn einstaklingi eða hópi af fólki og/eða með því að vanvirða, smána, hræða og/eða ógna viðkomandi einstaklingi eða hópi ... Hatursáróður þykir sérstaklega skaðlegur þegar hann birtist í hljóð- og myndmiðlum vegna þess slagkrafts og þeirrar útbreiðslu sem slíkir miðlar hafa.“

Fordæmingar á Útvarpi sögu

Fjöldi innhringjenda á Útvarpi sögu fordæmdi hinseginfræðsluna og Samtökin '78 í síðustu viku. 

„Þetta er bara eins og barnaklám eða eitthvað,“ fullyrti einn innhringjandi, sem kallaði sig Halldóru. Annar innhringjandinn, að nafni Kristjana, sagðist hringja inn út af þessu „bölvaða máli í sambandi við samkynhneigða. Að það skuli leyfa að kenna þetta í skólum. Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig? Ég ætla nú bara að vera dónaleg. Ég myndi bara spyrja þessa nítján ára stelpu hvort hún ætlar að gera það.“

„Ég hugsa að sumir hugsi þannig að það sé bara allt í lagi,“ svaraði þáttarstjórnandinn, Pétur Gunnlaugsson. „Mér finnst að hún eigi bara að sýna hvernig hún og hennar lesbía myndi eðla sig fyrir framan börnin. Það er raunverulegt og þá ofbýður börnunum, held ég að hljóti að vera,“ segir innhringjandinn og vísar til bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lagði fram tillöguna. Kristjana hvetur til þess að lögregla ræði við hana.

„Það er bara verið að særa blygðunarkennd þessara barna. Ég skil bara ekki hvernig nokkrum dettur þetta í hug. Þetta er bara refsivert athæfi í raun og veru,“ segir þáttarstjórnandinn.

Meint morðhótun
Meint morðhótun Leoncie hefur sent fjölmiðlum bréfið, sem hún segir að hafi borist sér undirritað af Samtökunum '78.

Morðhótunarbréf Leoncie

Leoncie hefur sent til fjölmiðla bréf sem að hennar sögn er morðhótun í hennar garð. Bréfið er undirritað: „Samtökin '78“. 

„Málfresli á Íslandi er aðeins fyrir „gay bullies“. Þau nota fjölskyldutengsl til að hóta fólki sem nota málfrelsi sitt og þessi morðhótun er ógeðsleg!“ segir Leoncie í bréfi til fjölmiðla. Í handrituðu, skönnuðu bréfi, sem Leoncie vísar til, segir:

„Drullaðu í burtu frá Íslandi, áður en þú ert Drepinn. Indverska viðrinið þitt. 

Samtökin 78.“

Gylfi segist líka hafa fengið morðhótun

Þjóðlagasöngvarinn Gylfi Ægisson tekur undir með Leoncie. „Þetta er rétt hjá Leoncie India Samtökin '78 eru haturssamtök að mínu mati og ættu að skammast sín fyrir árásir á fólk á kommenta síðunum. Fólk forðar sér af þeim eftir árásir þeirra eins og í þessum ógleðigöngum Hinsegin Daga og nú á að reyna að heilaþvo börn í grunnskólum. Þvílík þjóðar skömm. Skammist ykkar öll í Samtökunum '78. Ég fékk morðhótun í gær en Leoncie India í dag.“

„Það mun aldrei vera gefið upp hverjir eru kærðir.“

Í samtali við Stundina þvertekur Björg Valgeirsdóttir, lögmaður Samtakanna '78, fyrir að samtökin standi fyrir því að hafa samband við Leoncie eða Gylfa með þessum hætti. 

Þá segir hún að ekki verði gefið upp hverjir séu þeir tíu sem eru kærðir af samtökunum fyrir hatursfull ummæli. „Það mun aldrei vera gefið upp hverjir eru kærðir,“ segir hún.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Samtökin '78 segja frumvarp um hatursorðræðu geta verið túlkað sem stuðningsyfirlýsingu við fordóma
FréttirHinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Sam­tök­in '78 segja frum­varp um hat­ursorð­ræðu geta ver­ið túlk­að sem stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við for­dóma

Sam­tök­in '78 mót­mæla frum­varpi Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sem rýmk­ar svig­rúm til að róg­bera og smána hópa á grund­velli kyn­þátt­ar og kyn­hneigð­ar. „Hat­ursorð­ræða er und­an­fari of­beld­is,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár