Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Oddný: Óskiljanlegt að ríkisstjórnin hunsi varnaðarorð sérfræðinga

Ekki stend­ur til að bregð­ast við ábend­ing­um fjár­mála­ráðs sem var­ar við því að stjórn­völd kunni að lenda í spennitreyju ósveigj­an­legr­ar fjár­mála­reglu ef hagspár ganga ekki eft­ir.

Oddný: Óskiljanlegt að ríkisstjórnin hunsi varnaðarorð sérfræðinga

Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, segir óskiljanlegt að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi ætli ekki að bregðast við ábendingum og ráðleggingum sem fram koma í umsögn fjármálaráðs um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 

Eins og Stundin greindi frá í febrúar telur fjármálaráð æskilegt að hagsveifluleiðrétta afkomumarkmið hins opinbera líkt og tíðkast í fjármálaáætlunargerð á nágrannalöndunum. Þá bendir ráðið á að þröng og ósveigjanleg fjármálaregla kunni að valda óþarfa búsifjum og ef hagspár gangi ekki eftir geti stjórnvöld beinlínis lent í „spennitreyju fjármálastefnu sinnar“.

Ekki stendur til að fara að ábendingum ráðsins, því í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar er lagt til að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Þetta gagnrýnir Oddný Harðardóttir harðlega í minnihlutaáliti sínu sem lagt var fram á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, gerir slíkt hið sama.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár