Orkufyrirtækið Arctic Green Energy, áður Orka Energy, er hluti af viðskiptasendinefnd forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í opinberri heimsókn hans til Víetnam í næsta mánuði. Áætlað er að undirritun samnings fyrirtækisins við víetnamskt fyrirtæki verði hluti af dagskrá forsetaembættisins í landinu. Þetta kemur fram í drögum að dagskrá heimsóknar forsetans sem forsetaembættið skipuleggur. Forsvarsmaður Arctic Green Energy er Haukur Harðarson, sem talsvert hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum út af máli Illuga Gunnarssonar.
Orka Energy styrkti framboð Ólafs Ragnars um 200 þúsund krónur í forsetakosningunum um sumarið 2012. Félagið var eitt af níu fyrirtækjum sem það gerði. Arctic Green Energy, áður Orka Energy, er fyrst og fremst með starfsemi í Asíu, sérstaklega í Kína, og er Haukur Harðarson búsettur í borginni Hanoi í Víetnam.
Mikill stuðningur
Forsetinn hefur stutt vel við bakið á Orku Energy á liðnum árum líkt og fjallað er um heimasíðu forsetambættisins þar sem greint er frá fundum forsetans.
Athugasemdir