„Svo þeir í stjórn Útgáfufélagsins ætla að hafa þetta svona. Vita þeir ekki að ég þarf ekki annað en að tala við Landsbankann og þá er þetta búið?“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forseti Íslands, að sögn þáverandi ritstjóra Þjóðviljans, Árna Bergmann, í samtali við hann árið 1988.
Með orðunum vísaði Ólafur Ragnar til þess að hann gæti í krafti pólitískra valda sinna yfir þáverandi ríkisbankanum látið loka á lánveitingar til málsgagns Alþýðubandalagsins, Þjóðviljans, ef stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans tæki að ekki réttar ákvarðanir að hans mati um hver skyldi vera ritstjóri blaðsins.
Athugasemdir