Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ræðan hans Guðna í heild

Guðni Th. Jó­hann­es­son var sett­ur í embætti for­seta Ís­lands við há­tíð­lega at­höfn í Al­þing­is­hús­inu í dag. Hér má sjá mynd­band af inn­setn­ing­ar­ræðu hans

Ræðan hans Guðna í heild

Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Athöfnin hófst með messu í Dómkirkjunni en að henni lokinni var gengið til Alþingishússins. Þar flutti Guðni innsetningarræðu sína eftir að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafði lýst kjöri forseta.

Hér má sjá myndband af ræðu Guðna, sem sýnd var á RÚV og Lára Hanna Einarsdóttir birti á Youtube. Að neðan má svo lesa ræðuna í heild, en áður birtist hún á vef forsetaembættisins.

Góðir Íslendingar.

Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt, að taka við embætti forseta Íslands. Það geri ég með auðmýkt í hjarta, veit að ég á margt ólært, veit að mér getur orðið á. Ég þakka jafnframt góðir óskir sem okkur hjónum og börnum hafa borist hvaðanæva. Ég mun og vil þiggja ráð og leiðsögn frá ykkur öllum, fólkinu í landinu. Þá vænti ég góðs af samstarfi við alþingismenn, ráðherra, embættismenn og aðra í þessum sal. Ég nefni sérstaklega forvera mína sem sitja hér, Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar Grímsson. Margt má líka læra af sögu hinna sem gegnt hafa embætti forseta Íslands, þeirra Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns.

Forsetinn ræður sjaldnast úrslitum einn síns liðs. Ég tel sömuleiðis að hann eigi að öllu jöfnu að standa utan sviðs stjórnmálanna, óháður flokkum eða fylkingum. Í þessu embætti mun ég samt vekja máls á því sem mér býr í brjósti, benda á það sem vel er gert og það sem betur mætti fara. Við búum í gjöfulu landi og góðu. Við höfum skapað friðsælt velferðarsamfélag. Þar njótum við framtaks og starfa fyrri kynslóða. Ég leyfi mér að nefna hér eigin þakkarskuld við móður mína og föður heitinn.

Vissulega getum við alltaf gert betur á öllum sviðum. Hag margra þarf að bæta, fólk á Íslandi á ekki að þurfa að líða sáran skort. Góða heilbrigðisþjónustu má gera enn betri og tryggja ber að landsmenn njóti hennar jafnt, óháð búsetu eða efnahag. Enn er verk að vinna í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og mér stendur nærri að nefna menntakerfið, grundvallarþátt í lífi einstaklinga, fjölskyldna og þjóðar. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi, án þess að fjárhagur hamli för.

Þá þurfum við að hlúa að æsku landsins og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi í okkar samfélagi. Öllum er holl trúin á sig sjálfan en munum samt hendingar Spilverks þjóðanna, að stofni til frá Þorsteini Valdimarssyni, skáldi og kennara:

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir
ein lítil býfluga afsannar það:
Guð hjálpar þeim sem hjálpast að.

Hér hef ég aðeins tæpt á ýmsum samfélagsmálum. Ég mun víkja að þeim oftar á forsetastóli en veit að stjórnmálamennirnir bera þau einnig fyrir brjósti. Þeirra er ábyrgðin og þeir setja lögin. Þau breytast í tímans rás. Það á líka við um stjórnarskrá okkar, grunnsáttmála samfélagsins. Geti þingið ekki svarað ákalli margra landsmanna og yfirlýstum vilja stjórnmálaflokka um endurbætur eða endurskoðun er úr vöndu að ráða. Í þessum efnum minni ég á gildi áfangasigra og málamiðlana.

Hvarvetna blasa við áskoranir. Náttúra Íslands er viðkvæm, við viljum bæði vernda hana og nýta á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Þetta getur reynst vandasamt en skilum landinu til næstu kynslóða þannig að þær fái notið gæða þess og gagna eins vel og við. Það er sá strengur sem skiptir mestu máli. Hugum líka að loftslagsmálum, það munu afkomendur okkar örugglega kunna að meta. Við hæfi er að geta hér frumkvæðis Vigdísar Finnbogadóttur á sviði landgræðslu og umhverfisverndar og atbeina Ólafs Ragnars Grímssonar í málefnum norðurslóða og endurnýjanlegrar orku.

Tungu okkur þurfum við jafnframt að varðveita og virða, tryggja að hún verði gjaldgeng á rafrænum vettvangi, boðleið nýrra tíma. En við megum ekki einangrast, við verðum að geta tjáð okkur á erlendum málum. Sagt hefur verið að sú öld, sem við nú lifum, sé og verði öld alþjóðavæðingar og síaukinna samskipta. Heimurinn breytist, samtíminn sýnist 3 vera á fleygiferð. Gamlir siðir hverfa, nýir taka við. Ekki eru mörg ár síðan nær allir íbúar þessa lands lifðu á landbúnaði og útvegi, voru í þjóðkirkjunni og öðrum kristnum trúfélögum, hvítir á hörund, áttu íslensku að móðurmáli og báru auðsýnilega íslenskt nafn. Út á við virtumst við öll vera steypt í sama mót, einsleit þjóð.

Sagan var líka einsleit. Gjarnan var hún sögð þannig að hér hefðu norrænir höfðingjar numið land og byggt blómlegt samfélag á söguöld. „Þá riðu hetjur um héröð,“ kvað hinn rómantíski Jónas Hallgrímsson í ljóðinu „Ísland“ sem birtist í fyrsta hefti Fjölnis árið 1835. Eftir gullöld Íslendinga syrti hins vegar í álinn, sagði sagan. Þjóðveldið glataðist og við tóku myrkar miðaldir, í það minnsta í sögubókum og sjálfsmynd nýliðinna alda, „feðranna frægð fallin í gleymsku og dá,“ eins og listaskáldið orti áfram. En síðan birti til. Sjálfstæðisbaráttan hófst, áfangar náðust. Endurreisn Alþingis, heimastjórn, fullveldi, lýðveldi, sigrar í landhelgisdeilum. Þetta eru þekktar stiklur í fortíð okkar.

Við skulum kunna þær áfram, og ljóðin sömuleiðis. Sjálfum finnst mér „Ísland“, kvæði Jónasar, eitt það fallegasta sem ort hefur verið á íslenskri tungu. Minnumst þess samt hve saga okkar er margslungin. Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu grunn að afrekum á sviði bókmennta og verklegum framförum síðar meir. Segjum söguna í allri sinni dýrð og öllum sínum harmi, og með því lagi sem við kjósum á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í fimm ára gömlu ljóði Gerðar Kristnýjar skáldkonu segir svo af Jóni forseta:

Það bærist ekki hár
á höfði Jóns
þar sem hann trónir
staffírugur á stöplinum
og hvessir augun
út á Tjörnina.

Á hverju vori
gætir hann þess
að ungarnir komist upp
hikar ekki við
að stökkva niður
og stugga við
mávinum.

Hér er gömul saga sögð á nýjan hátt. Þannig verður liðin tíð litrík og fersk. Á sama hátt virðumst við Íslendingar ekki jafn einsleitir og áður fyrr. Við játum ólík trúarbrögð, stöndum sum utan trúfélaga, við erum ólík á hörund, við getum heitið erlendum eiginnöfnum, þúsundir íbúa þessa lands eiga sér erlendan uppruna og tala litla eða enga íslensku en láta samt gott af sér leiða hér. Við lifum tíma fjölbreytni og megi þeir halda áfram þannig að hver og einn geti rækt sín sérkenni, látið eigin drauma rætast en fundið skjól og styrk í samfélagi manna og réttarríki hér á landi.

Eitt gildir þó um allar þjóðir, þá íslensku sem aðrar: Það sem sameinar þær verður að vega þyngra en það sem sundrar. Og hér hefur þjóðhöfðinginn hlutverki að gegna. Forseta ber að stuðla að einingu frekar, bera virðingu fyrir skoðunum annarra, varast að setja sig á háan hest. Ekki er þar með sagt að ég megi ekkert mæla á forsetastóli nema það sem full samstaða er um, enda gæti ég þá í raun fátt sagt. Ólík sjónarmið verða að heyrast. Málefnalegur ágreiningur er til vitnis um þroskað og siðað samfélag.

Ég vona einmitt að við stöndumst það próf þegar við kjósum nýtt þing í haust. Í kosningum er tekist á um ólíkar stefnur og markmið en að þeim loknum verða þingmenn að vinna saman, finna lausnir, sýna sanngirni og beita þeim aðferðum sem auka virðingu þeirra sjálfra og hinnar aldagömlu stofnunar, Alþingis.

Góðir Íslendingar. Við þurfum ekki að vera tortryggin eða óttaslegin um hag okkar á nýrri öld; hún er vonbjört og full af fyrirheitum. Vissulega geta ógnir leynst víða, það sanna dæmin því miður. Vissulega er gott að vera á varðbergi og hart þarf að mæta hörðu þegar nauðsyn krefur. En trú á hið góða verðum við að varðveita:

Fegurð og góðvild
þetta tvennt og eitt
hvað er umkomulausara
í rangsnúnum heimi

Og þó mest af öllu
og mun lifa allt.

Þannig orti Snorri Hjartarson um miðja síðustu öld. Hann uggði um hag Íslendinga og mannkynsins alls, en leyfði sér samt að vona. Bjartsýnn og vonandi raunsær tek ég nú við hinu ábyrgðarmikla embætti, og það á við um okkur hjónin bæði. Þegar Sveinn Björnsson tók við kjöri á Þingvöllum 17. júní 1944, fyrstur forseta, sagði hann starf sitt framar öllu felast í þjónustu við heill og hag íslenskrar þjóðar. Þau orð eru enn í fullu gildi. Ég mun leitast við að læra, þroskast og þjóna allri þjóðinni.

Kæru landar. Ég endurtek að lokum þá ósk mína að við stöndum saman um fjölbreytni og frelsi, samhjálp og jafnrétti, virðingu fyrir lögum og rétti. Stöndum saman um þessi grunngildi góðs samfélags, vongóð og full sjálfstrausts. Megi sú verða gæfa okkar um alla framtíð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forseti Íslands

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár