„Fólk klórar sér í hausnum og reynir að átta sig á því hvað er í raun í gangi og hvert næsta skref verður. Þetta eykur á óvissu og tortryggni og mannvonskan á bakvið þessa ákvörðun sem bitnar á venjulegu fólki er svo gremjuleg,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets í Bandaríkjunum.
Hann segir að samfélagið allt sé enn í áfalli vegna tilskipunar forsetans um að banna fólki frá sjö þjóðum tímabundið að koma til Bandaríkjanna og nú sé fræðasamfélagið að skoða hvernig best sé að bregðast við til að skilaboðin komist til skila, að þessi ákvörðun sé aðeins til þess fallin að auka á hættu og draga úr öryggi borgara. Þá sé verið að reyna að tryggja öryggi þeirra sem þar búa og stunda nám.
Varð að fresta ferð til Írans
Ákvörðun Trump bitnar beint á honum, hans námsmönnum og nágrönnum. „Þetta er alveg …
Athugasemdir