Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Notuðu skattfé til að kanna grundvöll málsókna gegn blaðamönnum

860 þús­und krón­ur til LEX og 2,4 millj­ón­ir til al­manna­tengla vegna leka­máls

Notuðu skattfé til að kanna grundvöll málsókna gegn blaðamönnum

Innanríkisráðuneytið fól lögmannsstofunni LEX að kanna hvort umfjöllun fjölmiðla um lekamálið gæfi tilefni til höfðunar meiðyrðamáls sumarið 2014. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í dag. Alls fékk LEX um 860 þúsund krónur frá hinu opinbera.

„Ráðgjöfin sneri annars vegar að frumgreiningu LEX á því hvort umfjöllun fjölmiðla gæfi tilefni til höfðunar meiðyrðamáls. Í kjölfarið tók aðstoðarmaður ráðherra ákvörðun um höfðun meiðyrðamáls og bar sjálfur kostnað af því máli,“ segir í svarinu.

Reikningarnir eru dagsettir 30. apríl og 31. ágúst, en Þórey Vilhjálmsdóttir aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjándóttur fyrrverandi innanríkisráðherra, stefndi tveimur blaðamönnum DV, þeim Jóhanni Páli Jóhannssyni og Jóni Bjarka Magnússyni, vegna rangrar fullyrðingar í frétt og krafðist hámarksrefsingar yfir þeim í byrjun október sama ár. Þá hafði frumgreiningin á því hvort grundvöllur væri fyrir slíku meiðyrðamáli þegar farið fram á kostnað skattgreiðenda.

Eftir því sem Stundin kemst næst er afar óvenjulegt að ríkisstofnanir og ráðuneyti greiði kostnað af slíkri greiningu, enda eru meiðyrðamál einkaréttarlegs eðlis nema þegar ríkissaksóknari höfðar þau á grundvelli almennra hegningarlaga, en þá ber að hafa í huga að ákæruvaldið nýtur sjálfstæðis í íslenskri stjórnskipan. 

Fram kemur í svari innanríkisráðherra að Argus markaðsstofa fékk 2,4 milljónir króna vegna fjölmiðlaráðgjafar í tengslum við lekamálið. Nánar er fjallað um þetta hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár